Innlent

Forsetinn tekur þátt í hringflugi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði af stað í hringflug Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands með fríðu föruneyti klukkan hálfníu í morgun. Um eitt hundrað manns taka þátt í hringfluginu á tveimur Fokker 50 vélum. Fyrsti áfangastaður var Ísafjörður þar sem tvær sýningar voru opnaðar á tíunda tímanum, önnur í Slunkaríki og hin í Edinborgarhúsinu. Hópurinn hélt svo til Akureyrar þar sem tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri klukkan ellefu. Þá er eftir að opna sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði klukkan tvö og að lokum í Vestmannaeyjum klukkan fimm. Hringfluginu lýkur svo í Reykjavík um hálfsjöleytið. Fleiri sýningar verða reyndar opnaðar í dag, bæði undir Eyjafjöllum og í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Að sögn Heiðrúnar Harðardóttur miðasölustjóra er rífandi sala á alla atburði Listahátíðar en ekki er orðið uppselt nema á örfáa atburði svo enn er von fyrir áhugasama að kaupa miða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×