Fleiri fréttir Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum. 28.4.2005 00:01 Staðfestir sekt en mildar refsingu Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. 28.4.2005 00:01 Dómar í Landssímamálinu mildaðir Dómar Héraðsdóms yfir Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ra. Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni voru í Hæstarétti samtals mildaðir um 20 mánuði. Allir kröfðust þeir sýknu í málinu, en ákæruvaldið vildi staðfestingu héraðsdóms. 28.4.2005 00:01 Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur 25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári. 28.4.2005 00:01 Braust inn um glugga Brotist var inn í blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið farsíma, skartgripum og lítilræði af peningum. Þjófurinn braust inn um glugga en hvarf á brott þegar húsráðendur urðu hans varir. 28.4.2005 00:01 Er ekki sáttur við dóminn Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. 28.4.2005 00:01 Eldur logaði í útvegg Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði mikinn viðbúnað vegna elds í Framheimilinu í Reykjavík laust eftir klukkan eitt í gærdag. Enginn meiddist og búið var að hefta útbreiðslu eldsins um klukkustund síðar. Nemendur í Álftamýrarskóla, sem er í næsta húsi, voru sendir heim vegna brunans. 28.4.2005 00:01 Skilorð fyrir að berja konu Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald. 28.4.2005 00:01 Handrukkari fær þrjú ár Hæstiréttur þyngdi í gær fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni um hálft ár, en fyrri dómur hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi. Staðfestur var tveggja ára dóm yfir Ólafi Valtý Rögnvaldssyni. 28.4.2005 00:01 Börðu mann við Gesthús Héraðsdómur sektaði fimm menn um tvítugt um 75 þúsund krónur hvern fyrir að ráðast á og berja mann við Gesthús á Selfossi haustið 2003. Mennirnir eru frá Selfossi og Árborgarsvæðinu. 28.4.2005 00:01 Út í hött, segir Grétar Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas. 28.4.2005 00:01 Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. 28.4.2005 00:01 Byggð á uppfyllingu í hættu Forstöðumaður á Siglingastofnun telur að byggð á uppfyllingum geti verið í hættu vegna hamfaraflóða eins og þess sem reið yfir Básenda árið 1799. Hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu um áhrif sjóflóða í dag. 28.4.2005 00:01 Keppst um nýja Landspítalalóð Fulltrúar sjö hópa sem keppa um skipulag nýrrar lóðar Landspítala við Hringbraut fengu afhenta samkeppnislýsingu í dag. Heilbrigðisráðherra segir að sameining allrar starfsemi spítalans undir eitt þak muni kosta þrjátíu og sex milljarða króna. Ágóði af sölu Símans verði líklega notaður til að fjármagna verkið. 28.4.2005 00:01 Atvinnurekendur hafna frumvarpi Samtök atvinnulífsins telja að frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið brjóti bæði gegn samkeppnislögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstyrki. Það feli í sér óhóflega mismunun í skilyrðum til útvarpsrekstrar. 28.4.2005 00:01 Iðandi mannlíf Atvinnulífið í Fjarðabyggð iðar af lífi og bjartsýni nú þegar framkvæmdir í tengslum við fyrirhugað álver eru komnar vel á veg og áhrifin eru farin að skila sér í þjóðfélaginu. 28.4.2005 00:01 Segja spurningum ekki svarað Fjárlaganefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefði ekki gefið fullnægjandi svör við spurningum nefndarmanna um einkavæðingu á Búnaðarbanka og Landsbanka á árunum 2002 til 2003. Því var fallist á að kalla framkvæmdanefnd um einkavæðingu, og fyrrum nefndarmenn hennar, á fund nefndarinnar að tíu dögum liðnum. 28.4.2005 00:01 Banaslys við Egilsstaði Banaslys varð rétt utan við Egilsstaði á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar fólksbíll valt þar út af veginum. Rúmlega fimmtug kona var ein í bílnum og beið hún bana. 27.4.2005 00:01 Handtekinn á miðri flugbraut Lögreglan í Reykjavík handtók mann inni á miðri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, enda var flugumferð enn í gangi og hefði flugvélum geta stafað hætta af manninum. Hann reyndist mjög ölvaður og vissi vart hvar hann var, hvað þá heldur hvert hann væri að fara. 27.4.2005 00:01 Talsverðar annir hjá slökkviliðinu Talsverðar annir voru hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær og í gærkvöldi þegar liðið var hvað eftir annað kallað út vegna sinuelda. Hvergi hlaust þó tjón á mannvirkjum eða trjágróðri en bannað er að kveikja sinuelda á höfuðborgarsvæðinu. 27.4.2005 00:01 Forsendur þurfa nánari skoðun Öryrkjabandalagið segir að ýmsar forsendur, sem höfundur nýrrar skýrslu um fjölgun öryrkja gefur sér, þarfnist nánari skoðunar. Þá megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja. 27.4.2005 00:01 Tók bílinn ófrjálsri hendi Konan sem lést í bílslysi í gærkvöldi tók bílinn ófrjálsri hendi. Engin skilríki voru á konunni og voru ekki borin kennsl á hana fyrr en í morgun. 27.4.2005 00:01 Sóttust eftir fundi með Davíð Á sama tíma og forsvarsmenn Mannréttindaskrifstofu Íslands reyndu árangurslaust að fá fund með utanríkisráðherra var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að skera framlög til skrifstofunnar niður. Þetta segir stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. 27.4.2005 00:01 Aldrei fleiri í framhaldsskóla Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar. 27.4.2005 00:01 Innflytjendaráð stofnað? Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu nefndar um útfærslu á tillögum að stefnumótun í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi. Nefndin leggur til að komið verði af stað tilraunaverkefni til fimm ára þar sem sérstakt innflytjendaráð verði stofnað sem ætlað er að sjá um móttöku flóttafólks. 27.4.2005 00:01 Nýr framkvæmdastjóri á Hrafnseyri Valdimar J. Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar og tekur hann við starfinu af Hallgrími Sveinssyni sem gegnt hefur stöðunni til margra ára. Valdimar er mannfræðingur að mennt og kennari við Menntaskólann á Ísafirði. 27.4.2005 00:01 Verpti fyrsta egginu Tjaldur, sem á hverju ári gerir sér hreiður á göngustíg rétt við Sævang á Ströndum, hefur verpt fyrsta egginu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. 27.4.2005 00:01 Díselolían verði ódýrari en bensín Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að koma á hóflegu gjaldi á dísilolíu og lægra en á bensíni. Gjald á dísillítrann verður 45 krónur en er rúmar 42 krónur á bensínlítrann. 27.4.2005 00:01 Kæra Reynis tekin fyrir Jón Trausti Lúthersson hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á Reyni Traustason, fyrrverandi fréttastjóra DV, á skrifstofu blaðsins í október síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27.4.2005 00:01 Öryggisvörður settur við Mýrargötu Settur hefur verið öryggisvörður við húsið að Mýrargötu 26 í Reykjavík vegna síendurtekinna bruna og íkveikjutilrauna við húsið. Síðast var kveikt í húsinu um síðustu helgi. 27.4.2005 00:01 Gæsaveiðimenn fljótir á sér Svo virðist sem gæsaveiðimenn á Höfn í Hornafirði séu farnir að taka forskot á sæluna því fyrir stuttu stóð lögreglan á Höfn mann að ólöglegum gæsaveiðum rétt austan við Hornafjörð. Hafði maðurinn skotið sex gæsir og voru bæði vopn og afli haldlagt. 27.4.2005 00:01 Vorhreinsun borgarinnar að hefjast Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hefst þann 29. apríl og stendur til 7. maí en í júní í fyrra var hrundið af stað sérstöku átaki borgarstjóra, sem kallast „Tökum til hendinni“, þar sem borgarbúar voru hvattir til að ganga vel um borgina. 27.4.2005 00:01 Áfengi ógnar lýðheilsu landans "Það sem er mesta áhyggjuefnið eru þær hugmyndir sem uppi eru að auka aðgengi að áfengum drykkjum," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð. Niðurstöður könnunar um áfengisneyslu Íslendinga sem kynntar voru í gær benda meðal annars til að ungt fólki drekki oftar en áður og meira magn í hvert sinn. 27.4.2005 00:01 Fékk þrjá stóra hákarla Bjarni Elíasson á Drangsnesi á Ströndum setti heldur betur í veiði í fyrradag þegar hann fór út á trillu sinni að renna fyrir hákarl, djúpt út af Kaldbaksvík. Hann fékk þrjá stóra hákarla í róðrinum og var mikið um að vera á bryggjunni á Drangsnesi þegar hann kom að landi, enda þurfti hann hjálparhönd við löndunina. 27.4.2005 00:01 Úrskurðarnefnd í ferðaþjónustu Samtök ferðaþjónustunnar og Neytendasamtökin undirrituðu í gær samkomulag um stofnun sérstakrar úrskurðarnefndar. Nefndin mun taka til meðferðar hvers konar kvartanir frá neytendum vegna vöru og þjónustu af fyrirtækjum innan samtaka ferðaþjónustunnar. 27.4.2005 00:01 Umfangsmesta friðun hér á landi Nú eru á lokastigi umfangsmestu friðunaraðgerðir sem gerðar hafa verið hér á landi. Allt sauðfé í Landnámi Ingólfs verður girt inni í beitarhólfum, en svæðið verður að öðru leyti friðað. Þau 20. 30.000 tonn af hrossataði sem falla til á höfuðborgarsvæðinu geta farið til uppgræðslu. </font /></b /> 27.4.2005 00:01 Forsætisnefnd geri tillögur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur eðlilegt að tillögur um breytingar á eftirlaunalögunum verði gerðar af forsætisnefnd. 27.4.2005 00:01 Stórhert eftirlit með örorkusvikum Tryggingastofnun ríkisins er nú að skera upp herör gegn þeim sem svíkja út örorkulífeyri. Þar er um að ræða fólk sem er á bótum en vinnur "svart". Einnig lífeyrisþega með börn sem eru fráskildir á pappírunum og fá þar með hærri barnalífeyri. 27.4.2005 00:01 Vilja reyklausa veitingastaði Sex hundruð nemendur í unglingadeild Áslandsskóla í Hafnarfirði vilja reyklausa veitingastaði í Hafnarfirði. Fulltrúar nemendanna gengu á fund Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í gær og afhentu honum undirskriftalistanna þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að veitingastaðir í Hafnarfirði verði reyklausir. 27.4.2005 00:01 Minni samdráttur í sumar Áætlað er að samdráttur í starfsemi Landspítala-háskólasjúkrahúss í sumar verði heldur minni en undanfarin sumur eða 13 prósent af mögulegum legudögum. Á síðasta ári var hann 15 prósent og 16 prósent árið 2003, að því er fram kemur í upplýsingum frá spítalanum. 27.4.2005 00:01 Fyrningamál verði unnin í samhengi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b /> 27.4.2005 00:01 Vetnistilraunir haldi hér áfram Tilraunaverkefni um vetnisknúna strætisvagna lýkur í sumarlok en frá því að það hófst í október 2003 hafa vetnisvagnarnir ekið rúmlega 65 þúsund kílómetra. 27.4.2005 00:01 Drepum hænur í stað kjúklinga Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hafnar með öllu þeim skýringum forsvarsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar að sókn umfram ráðgjöf Hafró skýri að hluta bágborið ástand þorskstofnsins. 27.4.2005 00:01 Bændur heimsækja grunnskóla Tæplega eitt þúsund börn í sjöunda bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafa fengið bónda í heimsókn í kennslustund í tengslum við verkefnið „Dagur með bónda“. 27.4.2005 00:01 Birgir og Friðrik á eftirlaunum Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. 27.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum. 28.4.2005 00:01
Staðfestir sekt en mildar refsingu Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. 28.4.2005 00:01
Dómar í Landssímamálinu mildaðir Dómar Héraðsdóms yfir Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ra. Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni voru í Hæstarétti samtals mildaðir um 20 mánuði. Allir kröfðust þeir sýknu í málinu, en ákæruvaldið vildi staðfestingu héraðsdóms. 28.4.2005 00:01
Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur 25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári. 28.4.2005 00:01
Braust inn um glugga Brotist var inn í blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið farsíma, skartgripum og lítilræði af peningum. Þjófurinn braust inn um glugga en hvarf á brott þegar húsráðendur urðu hans varir. 28.4.2005 00:01
Er ekki sáttur við dóminn Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. 28.4.2005 00:01
Eldur logaði í útvegg Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði mikinn viðbúnað vegna elds í Framheimilinu í Reykjavík laust eftir klukkan eitt í gærdag. Enginn meiddist og búið var að hefta útbreiðslu eldsins um klukkustund síðar. Nemendur í Álftamýrarskóla, sem er í næsta húsi, voru sendir heim vegna brunans. 28.4.2005 00:01
Skilorð fyrir að berja konu Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald. 28.4.2005 00:01
Handrukkari fær þrjú ár Hæstiréttur þyngdi í gær fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni um hálft ár, en fyrri dómur hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi. Staðfestur var tveggja ára dóm yfir Ólafi Valtý Rögnvaldssyni. 28.4.2005 00:01
Börðu mann við Gesthús Héraðsdómur sektaði fimm menn um tvítugt um 75 þúsund krónur hvern fyrir að ráðast á og berja mann við Gesthús á Selfossi haustið 2003. Mennirnir eru frá Selfossi og Árborgarsvæðinu. 28.4.2005 00:01
Út í hött, segir Grétar Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas. 28.4.2005 00:01
Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. 28.4.2005 00:01
Byggð á uppfyllingu í hættu Forstöðumaður á Siglingastofnun telur að byggð á uppfyllingum geti verið í hættu vegna hamfaraflóða eins og þess sem reið yfir Básenda árið 1799. Hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu um áhrif sjóflóða í dag. 28.4.2005 00:01
Keppst um nýja Landspítalalóð Fulltrúar sjö hópa sem keppa um skipulag nýrrar lóðar Landspítala við Hringbraut fengu afhenta samkeppnislýsingu í dag. Heilbrigðisráðherra segir að sameining allrar starfsemi spítalans undir eitt þak muni kosta þrjátíu og sex milljarða króna. Ágóði af sölu Símans verði líklega notaður til að fjármagna verkið. 28.4.2005 00:01
Atvinnurekendur hafna frumvarpi Samtök atvinnulífsins telja að frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið brjóti bæði gegn samkeppnislögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstyrki. Það feli í sér óhóflega mismunun í skilyrðum til útvarpsrekstrar. 28.4.2005 00:01
Iðandi mannlíf Atvinnulífið í Fjarðabyggð iðar af lífi og bjartsýni nú þegar framkvæmdir í tengslum við fyrirhugað álver eru komnar vel á veg og áhrifin eru farin að skila sér í þjóðfélaginu. 28.4.2005 00:01
Segja spurningum ekki svarað Fjárlaganefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefði ekki gefið fullnægjandi svör við spurningum nefndarmanna um einkavæðingu á Búnaðarbanka og Landsbanka á árunum 2002 til 2003. Því var fallist á að kalla framkvæmdanefnd um einkavæðingu, og fyrrum nefndarmenn hennar, á fund nefndarinnar að tíu dögum liðnum. 28.4.2005 00:01
Banaslys við Egilsstaði Banaslys varð rétt utan við Egilsstaði á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar fólksbíll valt þar út af veginum. Rúmlega fimmtug kona var ein í bílnum og beið hún bana. 27.4.2005 00:01
Handtekinn á miðri flugbraut Lögreglan í Reykjavík handtók mann inni á miðri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, enda var flugumferð enn í gangi og hefði flugvélum geta stafað hætta af manninum. Hann reyndist mjög ölvaður og vissi vart hvar hann var, hvað þá heldur hvert hann væri að fara. 27.4.2005 00:01
Talsverðar annir hjá slökkviliðinu Talsverðar annir voru hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær og í gærkvöldi þegar liðið var hvað eftir annað kallað út vegna sinuelda. Hvergi hlaust þó tjón á mannvirkjum eða trjágróðri en bannað er að kveikja sinuelda á höfuðborgarsvæðinu. 27.4.2005 00:01
Forsendur þurfa nánari skoðun Öryrkjabandalagið segir að ýmsar forsendur, sem höfundur nýrrar skýrslu um fjölgun öryrkja gefur sér, þarfnist nánari skoðunar. Þá megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja. 27.4.2005 00:01
Tók bílinn ófrjálsri hendi Konan sem lést í bílslysi í gærkvöldi tók bílinn ófrjálsri hendi. Engin skilríki voru á konunni og voru ekki borin kennsl á hana fyrr en í morgun. 27.4.2005 00:01
Sóttust eftir fundi með Davíð Á sama tíma og forsvarsmenn Mannréttindaskrifstofu Íslands reyndu árangurslaust að fá fund með utanríkisráðherra var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að skera framlög til skrifstofunnar niður. Þetta segir stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. 27.4.2005 00:01
Aldrei fleiri í framhaldsskóla Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar. 27.4.2005 00:01
Innflytjendaráð stofnað? Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu nefndar um útfærslu á tillögum að stefnumótun í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi. Nefndin leggur til að komið verði af stað tilraunaverkefni til fimm ára þar sem sérstakt innflytjendaráð verði stofnað sem ætlað er að sjá um móttöku flóttafólks. 27.4.2005 00:01
Nýr framkvæmdastjóri á Hrafnseyri Valdimar J. Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar og tekur hann við starfinu af Hallgrími Sveinssyni sem gegnt hefur stöðunni til margra ára. Valdimar er mannfræðingur að mennt og kennari við Menntaskólann á Ísafirði. 27.4.2005 00:01
Verpti fyrsta egginu Tjaldur, sem á hverju ári gerir sér hreiður á göngustíg rétt við Sævang á Ströndum, hefur verpt fyrsta egginu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. 27.4.2005 00:01
Díselolían verði ódýrari en bensín Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að koma á hóflegu gjaldi á dísilolíu og lægra en á bensíni. Gjald á dísillítrann verður 45 krónur en er rúmar 42 krónur á bensínlítrann. 27.4.2005 00:01
Kæra Reynis tekin fyrir Jón Trausti Lúthersson hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á Reyni Traustason, fyrrverandi fréttastjóra DV, á skrifstofu blaðsins í október síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27.4.2005 00:01
Öryggisvörður settur við Mýrargötu Settur hefur verið öryggisvörður við húsið að Mýrargötu 26 í Reykjavík vegna síendurtekinna bruna og íkveikjutilrauna við húsið. Síðast var kveikt í húsinu um síðustu helgi. 27.4.2005 00:01
Gæsaveiðimenn fljótir á sér Svo virðist sem gæsaveiðimenn á Höfn í Hornafirði séu farnir að taka forskot á sæluna því fyrir stuttu stóð lögreglan á Höfn mann að ólöglegum gæsaveiðum rétt austan við Hornafjörð. Hafði maðurinn skotið sex gæsir og voru bæði vopn og afli haldlagt. 27.4.2005 00:01
Vorhreinsun borgarinnar að hefjast Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hefst þann 29. apríl og stendur til 7. maí en í júní í fyrra var hrundið af stað sérstöku átaki borgarstjóra, sem kallast „Tökum til hendinni“, þar sem borgarbúar voru hvattir til að ganga vel um borgina. 27.4.2005 00:01
Áfengi ógnar lýðheilsu landans "Það sem er mesta áhyggjuefnið eru þær hugmyndir sem uppi eru að auka aðgengi að áfengum drykkjum," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð. Niðurstöður könnunar um áfengisneyslu Íslendinga sem kynntar voru í gær benda meðal annars til að ungt fólki drekki oftar en áður og meira magn í hvert sinn. 27.4.2005 00:01
Fékk þrjá stóra hákarla Bjarni Elíasson á Drangsnesi á Ströndum setti heldur betur í veiði í fyrradag þegar hann fór út á trillu sinni að renna fyrir hákarl, djúpt út af Kaldbaksvík. Hann fékk þrjá stóra hákarla í róðrinum og var mikið um að vera á bryggjunni á Drangsnesi þegar hann kom að landi, enda þurfti hann hjálparhönd við löndunina. 27.4.2005 00:01
Úrskurðarnefnd í ferðaþjónustu Samtök ferðaþjónustunnar og Neytendasamtökin undirrituðu í gær samkomulag um stofnun sérstakrar úrskurðarnefndar. Nefndin mun taka til meðferðar hvers konar kvartanir frá neytendum vegna vöru og þjónustu af fyrirtækjum innan samtaka ferðaþjónustunnar. 27.4.2005 00:01
Umfangsmesta friðun hér á landi Nú eru á lokastigi umfangsmestu friðunaraðgerðir sem gerðar hafa verið hér á landi. Allt sauðfé í Landnámi Ingólfs verður girt inni í beitarhólfum, en svæðið verður að öðru leyti friðað. Þau 20. 30.000 tonn af hrossataði sem falla til á höfuðborgarsvæðinu geta farið til uppgræðslu. </font /></b /> 27.4.2005 00:01
Forsætisnefnd geri tillögur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur eðlilegt að tillögur um breytingar á eftirlaunalögunum verði gerðar af forsætisnefnd. 27.4.2005 00:01
Stórhert eftirlit með örorkusvikum Tryggingastofnun ríkisins er nú að skera upp herör gegn þeim sem svíkja út örorkulífeyri. Þar er um að ræða fólk sem er á bótum en vinnur "svart". Einnig lífeyrisþega með börn sem eru fráskildir á pappírunum og fá þar með hærri barnalífeyri. 27.4.2005 00:01
Vilja reyklausa veitingastaði Sex hundruð nemendur í unglingadeild Áslandsskóla í Hafnarfirði vilja reyklausa veitingastaði í Hafnarfirði. Fulltrúar nemendanna gengu á fund Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í gær og afhentu honum undirskriftalistanna þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að veitingastaðir í Hafnarfirði verði reyklausir. 27.4.2005 00:01
Minni samdráttur í sumar Áætlað er að samdráttur í starfsemi Landspítala-háskólasjúkrahúss í sumar verði heldur minni en undanfarin sumur eða 13 prósent af mögulegum legudögum. Á síðasta ári var hann 15 prósent og 16 prósent árið 2003, að því er fram kemur í upplýsingum frá spítalanum. 27.4.2005 00:01
Fyrningamál verði unnin í samhengi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b /> 27.4.2005 00:01
Vetnistilraunir haldi hér áfram Tilraunaverkefni um vetnisknúna strætisvagna lýkur í sumarlok en frá því að það hófst í október 2003 hafa vetnisvagnarnir ekið rúmlega 65 þúsund kílómetra. 27.4.2005 00:01
Drepum hænur í stað kjúklinga Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hafnar með öllu þeim skýringum forsvarsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar að sókn umfram ráðgjöf Hafró skýri að hluta bágborið ástand þorskstofnsins. 27.4.2005 00:01
Bændur heimsækja grunnskóla Tæplega eitt þúsund börn í sjöunda bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafa fengið bónda í heimsókn í kennslustund í tengslum við verkefnið „Dagur með bónda“. 27.4.2005 00:01
Birgir og Friðrik á eftirlaunum Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. 27.4.2005 00:01