Áfengi ógnar lýðheilsu landans 27. apríl 2005 00:01 "Það sem er mesta áhyggjuefnið eru þær hugmyndir sem uppi eru að auka aðgengi að áfengum drykkjum," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð. Niðurstöður könnunar um áfengisneyslu Íslendinga sem kynntar voru í gær benda meðal annars til að ungt fólki drekki oftar en áður og meira magn í hvert sinn. Sams konar könnun var gerð fyrir fjórum árum síðan og þrátt fyrir að um frumniðurstöður sé að ræða telja forsvarsmenn Lýðheilsustöðvar ljóst að vaxandi áfengisneysla ógni lýðheilsu Íslendinga. Fram kemur að þó að fjöldi þeirra sem neyta áfengis standa nokkuð í stað á þessu tímabili hefur magnið aukist og sérstaklega á það við um unga karlmenn. Drekka þeir að meðaltali tæpa tvo lítra af bjór meðan konurnar láta 1.3 lítra duga í hvert sinn. Bæði kyn hafa þó aukið neysluna síðan 2001. Hlutfall sterkra drykkja í neyslumynstrinu heldur áfram að minnka og fleiri drekka léttvín eða bjór í staðinn. Þó ber að taka fram að í þeim niðurstöðum sem birtar voru eru ekki tölur yfir drykkju heimabruggs né heldur drykkju svokallaðra blandaðra drykkja en slíkir drykkir eru afar vinsælir meðal ungs fólks. Ýmsir aðilar á borð við Samtök verslunarinnar og Samtök ferðaþjónustunnar hafa barist fyrir auðveldara aðgengi og lækkun gjalda á áfengi hér á landi og segist Rafn hafa af því vissar áhyggjur. "Þrátt fyrir að hugmyndin sé ekki að vera með neina forræðishyggju þá hefur það ítrekað sýnt sig að auðveldara aðgengi að áfengi, til að mynda í matvöruverslunum, eykur neyslu þegar í stað og það þrátt fyrir að eftirlit hafi verið aukið til muna á sama tíma. Við óttumst að hið sama verði hér uppi á teningnum en aukinni drykkju fylgir svo margt annað óæskilegt eins og heilsukvillar, ölvunarakstur og þar fram eftir götunum." Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
"Það sem er mesta áhyggjuefnið eru þær hugmyndir sem uppi eru að auka aðgengi að áfengum drykkjum," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð. Niðurstöður könnunar um áfengisneyslu Íslendinga sem kynntar voru í gær benda meðal annars til að ungt fólki drekki oftar en áður og meira magn í hvert sinn. Sams konar könnun var gerð fyrir fjórum árum síðan og þrátt fyrir að um frumniðurstöður sé að ræða telja forsvarsmenn Lýðheilsustöðvar ljóst að vaxandi áfengisneysla ógni lýðheilsu Íslendinga. Fram kemur að þó að fjöldi þeirra sem neyta áfengis standa nokkuð í stað á þessu tímabili hefur magnið aukist og sérstaklega á það við um unga karlmenn. Drekka þeir að meðaltali tæpa tvo lítra af bjór meðan konurnar láta 1.3 lítra duga í hvert sinn. Bæði kyn hafa þó aukið neysluna síðan 2001. Hlutfall sterkra drykkja í neyslumynstrinu heldur áfram að minnka og fleiri drekka léttvín eða bjór í staðinn. Þó ber að taka fram að í þeim niðurstöðum sem birtar voru eru ekki tölur yfir drykkju heimabruggs né heldur drykkju svokallaðra blandaðra drykkja en slíkir drykkir eru afar vinsælir meðal ungs fólks. Ýmsir aðilar á borð við Samtök verslunarinnar og Samtök ferðaþjónustunnar hafa barist fyrir auðveldara aðgengi og lækkun gjalda á áfengi hér á landi og segist Rafn hafa af því vissar áhyggjur. "Þrátt fyrir að hugmyndin sé ekki að vera með neina forræðishyggju þá hefur það ítrekað sýnt sig að auðveldara aðgengi að áfengi, til að mynda í matvöruverslunum, eykur neyslu þegar í stað og það þrátt fyrir að eftirlit hafi verið aukið til muna á sama tíma. Við óttumst að hið sama verði hér uppi á teningnum en aukinni drykkju fylgir svo margt annað óæskilegt eins og heilsukvillar, ölvunarakstur og þar fram eftir götunum."
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira