Innlent

Iðandi mannlíf

Atvinnulífið í Fjarðabyggð iðar af lífi og bjartsýni nú þegar framkvæmdir í tengslum við fyrirhugað álver eru komnar vel á veg og áhrifin eru farin að skila sér í þjóðfélaginu. Verið er að byggja nýja verslun á Neskaupstað og verða tvær verslanir, Lyfja og ÁTVR, fljótlega opnaðar til viðbótar við þær þrjár sem þegar eru í Molanum á Reyðarfirði. Viðbyggingar og skólabyggingar rísa í öllum hverfunum þremur í Fjarðabyggð. Á Eskifirði er fyrirhugað að byggja nýja útisundlaug í samstarfi við fasteignafélagið Fasteign og er verið að endurbyggja útisundlaugina á Norðfirði. Á Reyðarfirði er fyrirhugað að byggja fjölnota íþróttahús, hugsanlega í samstarfi við Fjarðaál. Einnig er í bígerð að opna veitingastað og bíó í Félagslundi og vera þar með reglulegar sýningar. Í næstu viku verða haldnir kynningarfundir á vegum Fjarðaáls um allt land og er það liður í að fá innlenda starfsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×