Innlent

Vilja reyklausa veitingastaði

Sex hundruð nemendur í unglingadeild Áslandsskóla í Hafnarfirði vilja reyklausa veitingastaði í Hafnarfirði. Fulltrúar nemendanna gengu á fund Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í gær og afhentu honum undirskriftalistanna þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að veitingastaðir í Hafnarfirði verði reyklausir. Samkvæmt vef Víkurfrétta í Hafnarfirði hrósaði bæjarstjóri framtaki unglinganna og sagði að hann hefði sennilega skrifað undir listann ef til hans hefði verið leitað. Bæjarstjórinn sagði að undirskriftalistarnir verði lagðir fyrir fund bæjarráðs í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×