Fleiri fréttir

Mikil eftirsjá í Eyrarhrauni

Eyrarhraun, húsið sem brann til kaldra kola í Hafnarfirði í gærkvöldi, hafði mikið menningarsögulegt gildi fyrir bæinn að mati sagnfræðings við Byggðasafn Hafnarfjarðar. Hann segir yfirvöld hafa reynt að vernda húsið fyrir skemmdarvörgum - en það sé erfitt verkefni.

Nota borgarkerfið í formannsslag

"Afskipti æðstu embættismanna af innanflokksátökum í ákveðnum stjórnmálaflokki með svona áberandi hætti hafa ekki tíðkast til þessa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann er ósáttur við stuðningsyfirlýsingar þriggja embættismanna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingar.

Spá sex prósenta hagvexti

Fjármálaráðuneytið spáir nær sex prósenta hagvexti bæði í ár og á næsta ári og telur ekki útlit fyrir að hann fari lækkandi fyrr en dregur úr stóriðju árið 2007. Eftir það á meira jafnvægi að komast á efnahagslífið. Verðbólga verður nálægt fjórum prósentum samkvæmt spánni, 3,9 prósent í ár og 3,8 prósent á næsta ári.

Kærður fyrir kverkatak

Þingfest var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Trausta Lútherssyni fyrir líkamsárás.

Á 170 km hraða í Kópavogi

Kópavogslögreglan stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut til móts við Fífuhvamm í gærkvöldi eftir að hann hafði mælst á rétt tæplega 170 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á um það bil hundrað kílómetra hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Hann verður sviptur ökuréttindum og á yfir höfði sér geysiháa sekt.

Allt að 70% verðmunur á lyfjum

Allt að 70 prósenta verðmunur reyndist á lausasölulyfjum í apótekum á höfuðborgarsvæðinu í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í 12 apótekum fyrir tæpri viku. Langhagstæðast er að versla í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut samkvæmt könnuninni en þar voru 20 lyf af þeim 22 lyfjum, sem könnuð voru, á lægsta verðinu.

Skoða nýja flugvél fyrir Gæsluna

Þrír fulltrúar Landhelgisgæslunnar eru farnir til Kanada til að skoða deHavilland Dash-8 skrúfuþotu sem mun hugsanlega leysa gömlu Fokker-gæsluvélina af hólmi. Vélin er háþekja eins og Fokkerinn og álíka stór. Hún hefur um árabil verið notuð til strandgæslu víða um heim.

Fær ekki nafn tölvunotanda

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar um að fá uppgefið nafn á tölvunotanda sem setti klámmynd inn á heimasíðu íslensks tölvufyrirtækis.

Umferðarslys við Verslunarskólann

Sex manns slösuðust í árekstri strætisvagns og fólksbíls á gatnamótum við Verslunarskólann um klukkan hálfellefu í morgun. Þrír voru í fólksbílnum og slösuðust þeir töluvert en farþegar strætisvagnsins slösuðust lítillega. Svo virðist sem fólksbílnum hafi verið ekið út af lóð Verslunarskólans í veg fyrir strætisvagninn með þeim afleiðingum að strætisvagninn lenti á hlið bílsins.

Lyfjaver kom best út úr könnun ASÍ

Allt að 70 prósenta verðmunur reyndist á lausasölulyfjum í apótekum á höfuðborgarsvæðinu í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í 12 apótekum fyrir tæpri viku. Langhagstæðast er að versla í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut, samkvæmt könnuninni, en þar voru 20 lyf af þeim 22 lyfjum, sem könnuð voru, á lægsta verðinu.

Kannast ekki við unglingasmölun

Kosningastjórar formannsefna Samfylkingarinnar kannast ekki við að fólk á þeirra vegum hafi verið að smala ungu fólki úr efstu bekkjum grunnskóla í raðir Samfylkingarinnar.

75% barna í sjö stunda vistun

Leikskólabörnum á Íslandi fjölgaði aðeins um 25 frá fyrra ári sem er mun minni fjölgun en undanfarin ár. Þrjú af hverjum fjórum börnum eru sjö klukkustundir eða lengur í vistun á hverjum degi.

Framsóknarmenn birta upplýsingar

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa birt upplýsingar um eignir, fjárhag og hagsmunaleg tengsl sín á heimasíðu flokksins. Reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannanna voru kynntar í morgun en reglurnar eiga að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum.

Ungir öryrkjar fjölmargir hér

Öryrkjar 19 ára og yngri eru 136 prósentum fleiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, kynnti í dag ásamt heilbrigðisráðherra. Skýrslan nefnist <em>Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar</em> og þar kemur fram að Íslendingar virðist líklegri til að þiggja bætur fram að fertugu en nágrannaþjóðir okkar.

Ráðherra staðfesti samning við BHM

Fjármálaráðherra staðfesti í morgun kjarasamning við rúmlega 20 stéttarfélög innan BHM sem öll félögin samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta, að einu undanskyldu. Fjármálaráðherra setti það skilyrði að öll félögin myndu staðfesta það en þrátt fyrir að eitt félagið staðfesti ekki samninginn ákvað fjármálaráðherra að samþykkja samninginn í ljósi hagræðis.

Hreinsun eftir snjóflóð ólokið

Svæðið í kringum húsin sem lentu undir snjóflóði í Hnífsdal fyrir tæpum fjórum mánuðum hefur ekki enn verið hreinsað. Mikið af glerbrotum er á svæðinu en sum húsanna eru enn í útleigu. Fram kemur á vef <em>Bæjarins besta</em> á Ísafirði að íbúar í nágrenninu telji mildi að ekki hafi hlotist stórslys af glerbrotunum en í einu húsanna býr fjögurra manna fjölskylda þar sem yngsta barnið er fjögurra ára.

Deilt um Mannréttindastofu

Stjórnarflokkarnir voru harðlega gagnrýndir við upphaf þingfundar í dag fyrir að draga úr fjárframlögum til Mannréttindastofu. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita skrifstofunni ekki styrk og þarf að líkindum að loka henni af þeim sökum.

Breyttur staðall ástæða fjölgunar

Öryrkjum hefur fjölgað úr 8700 árið 1992 í 13.800 árið 2004. Hlutfallslega hefur fjölgunin orðið mest í hópi yngri öryrkja og þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu Tryggva Þórs Herbertsson, forstöðumanns Hagfræðistofnunar, en hún var kynnt í dag. Þar segir einnig að ein helsta ástæða þessa fjölgunar sé breyttur örorkustaðall sem tekinn var upp hér á landi árið 1999.

Angi af miklu stærra máli

"Menn verða að spyrja sig hvers konar fjármálaumhverfi á að ríkja hér í næstu framtíð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra, um tregðu bankastofnanna að veita skattayfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini sína.

Kvarta yfir skattaumhverfi

Íslensk mannúðarsamtök birtu í dag skýrslu um skattaumhverfi félagasamtaka á Íslandi og í öðrum löndum með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Þar kemur fram að svo virðist sem skattastaða frjálsra félagasamtaka á Íslandi hafi farið versnandi á undanförnum árum og að íslensk góðgerðarfélög búi að mörgu leyti við erfiðara skattaumhverfi en sambærileg félög í Evrópu og Norður-Ameríku.

Mikill verðmunur á lyfjum

"Það kom okkur sem könnunina gerðum talsvert á óvart hversu ótrúlegur munur var á milli verslana," segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, en hún ber ábyrgð á verðkönnun þeirri er ASÍ framkvæmdi meðal lyfjaverslana þann 20. apríl og sýnir að rúmlega 70 prósenta munur getur verið á verði sama lyfs milli staða.

Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning

Formaður allsherjarnefndar segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarp í óbreyttri mynd um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum. Hann telur koma til álita að vísa því til dómsmálaráðuneytisins. </font /></b />

Vara við áfengisfrumvörpum

Félag áfengisráðgjafa varar eindregið við afleiðingum þess að frumvörp um lækkun áfengiskaupaaldurs og afnám einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, verði að lögum.

Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á lækni fyrir utan heimili hans á föstudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 20. maí og að hann skyldi gangast undir geðrannsókn.

Kostnaður við örorku 52 milljarðar

Áætlað er að heildarbætur til öryrkja hafi numið 18 milljörðum króna árið 2003. Tapaðar vinnustundir vegna örorku jafngilda 34 milljörðum króna, samkvæmt nýrri úttekt á fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingu. Ungir lífeyrisþegar hér eru 136 prósentum fleiri en í nágrannalöndunum. </font /></b />

Minnt á rafræn vegabréf

Fólki sem á leið til Bandaríkjanna er bent á að huga að vegabréfum sínum því þeim sem ekki eru með rafræn vegabréf er ekki hleypt um borð í vélar Flugleiða yfir hafið. Bandarísk yfirvöld gera enda þær kröfur til þeirra sem heimsækja landið að vera með rafræn vegabréf.

Sækja ef til vill í hærri bætur

"Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnuleysisbætur," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu árum.

Líðan stúlkna eftir atvikum góð

Líðan þriggja stúlkna sem fluttar voru á sjúkrahús eftir árekstur fólksbíls sem þær voru í við strætisvagn við Verslunarskólann í morgun er eftir atvikum góð. Svo virðist sem bílnum hafi verið ekið út af bílastæði Verslunarskólans og í veg fyrir vagninn. Þrír farþegar í strætisvagninum slösuðust lítillega en klippa þurfti stúlkurnar þrjár úr bifreiðinni.

Biskup bíður

Stuðningsmenn séra Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, hyggjast í dag reyna að ná tali af kirkjumálaráðherra til að leita eftir stuðningi hans. Ráðherra hefur lagalega heimild til að grípa inn í deiluna en ólíklegt þykir að hann geri það. Sóknarpresturinn getur áfrýjað úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar fram til 5. maí.

Þrír fluttir á slysadeild

Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús til skoðunar og frekara eftirlits eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns við Listabraut í Reykjavík í gærmorgun.

Ársfangelsi og byssa upptæk

Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila.

Eftirlaunalögum ekki breytt í vor

Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun.

Nýr öryrki sjöttu hverja stund

Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni.

Úrræði vegna skilorðs endurskoðuð

Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að úrræði vegna afbrotamanna á skilorði verði skoðuð þegar lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð í haust.

Eldur í húsi í Hafnarfirði

Eldur kom upp í litlu yfirgefnu húsi við Herjólfsbraut í Hafnarfirði nú undir kvöld. Slökkvilið lét húsið brenna til grunna með leyfi bæjaryfirvalda en eldur hafði kviknað þar í gær líka. Nú er unnið að því að slökkva í glæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 var tekist á um það í Hafnarfirði hvort vernda ætti þetta hús eða ekki.

Fær ekki styrk í ár

Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra.

Barna sé gætt á hættulegum stöðum

Herdís Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð, brýnir fyrir foreldrum að líta aldrei af ungum börnum sínum á stöðum þar sem hættur eru augljósar. Hún segir það skelfilegt að slys hafi orðið að undanförnu þar sem legið hefur við drukknun lítilla barna.

Ísum bara meira

Grímseyjarferjan Sæfari er komin í slipp og liggja því siglingar milli lands og eyju niðri í um viku.

Fundu upp nýstárlega barnagælu

Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna.

Skákað í skjóli IP-tölu

Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á mánudag þurfa IP-fjarskipti ekki að láta af hendi til lögreglu upplýsingar um ákveðna IP-tölu sem tengist innbroti á heimasíðu tölvuverslunarinnar Task 9. febrúar síðastliðinn.

Drengirnir fleiri í leikskólanum

Í árslok 2004 sóttu tæplega 17 þúsund börn leikskóla hér á landi að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar.

Braut glas á dyraverði

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í gær mann af ákæru um að hafa brotið bjórglas á höfði dyravarðar og rispað hann með því á hægri kinn. Dyravörðurinn krafðist rúmlega 360 þúsund króna í bætur.

Áunninn réttur stjórnarskrárvarinn

Fordæmi er fyrir skerðingu áunninna réttinda með breytingum á biðlaunarétti ríkisstarfsmanna. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir breytingarnar hafa verið staðfestar af Hæstarétti. Atli Gíslason lögmaður segir lög um lífeyri þingmanna og ráðherra meingölluð. </font /></b />

Má takmarka eftirlaun

Í lögfræðiáliti sem Halldór Ásgrímsson lét vinna um breytingar á eftirlaunalögum ráðamanna kemur fram að heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Framsókn stefnir á frumvarp fyrir haustþing.</font />

Opinberuðu eignir og tengsl

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur birt opinberlega upplýsingar um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna flokksins í samræmi við reglur sem þingflokkurinn hefur sett sér. Þar kom fram að sjö þingmanna flokksins eiga hlutabréf í fyrirtækjum og fjórir þeirra að auki stofnfjáreign í kaupfélögum.

Sjá næstu 50 fréttir