Birgir og Friðrik á eftirlaunum 27. apríl 2005 00:01 Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir vilja allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks, þar sem ekki er hægt að taka áunninn rétt af mönnum. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur forsætisráðuneytið látið vinna lögfræðiálit sem kveður á um að ekki sé hægt að taka þennan rétt af þessum mönnum. Hins vegar verði hugsanlega hægt að gera breytingar sem nái til þeirra sem á eftir koma en ekki fyrr en að undangengnum löngum aðlögunartíma og ekki nema allir flokkar sameinist um það. Það verði þó ekki ráðist í slíkar breytingar nema með samstöðu allra flokka á Alþingi. Ráðherrar geta tekið eftirlaun allt frá fimmtíu og fimm ára aldri, hafi þeir gegnt ráðherraembætti í sex ár eða lengur. Þá geta þeir þegið slík laun óháð því hvað þeir voru lengi í embætti ef þeir eru sextugir þegar þeir láta af því. Upphæðin skerðist þó hefjist taka lífeyris fyrir sextíu og fimm ára aldur en er óskert eftir þann tíma. Níu eftirlaunaþegar ráðherranna sem eru í hálaunastöðum hjá hinu opinbera fá samtals tæpar þrjár milljónir króna á mánuði í eftirlaun ofan á venjuleg laun. Fimm eru yngri en sextíu og fimm ára. Fjórir eru eldri. Í níu manna hópnum eru ekki fyrrverandi ráðherrar sem þiggja greiðslur fyrir nefndarstörf jafnhliða eftirlaunum, þótt slík laun geti skipt hundruðum þúsunda. Einungis menn í fullu starfi og háum stöðum hjá hinum opinbera. Samtals þiggja sex sendiherrar þessi eftirlaun og þrír forstjórar eða forstöðumenn. Einn ráðherranna fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, sagðist þiggja launin og fá 118 þúsund á mánuði í eftirlaun en þau myndu hækka í tæp 200 þúsund þegar hann verði sextíu og fimm ára. Hann sagðist ekki taka afstöðu til laganna, enda hefði hann ekki komið að því að semja þau. Friðrik Sophusson forstjóri, sem hefur tæp 1400 þúsund í laun frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun, svaraði ekki skilaboðum en hann var samkvæmt heimildum fréttastofu einn þeirra sem bættist í hóp eftirlaunaþeganna þegar umræðan komst í hámæli. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, sem hefur rúm 1400 þúsund í mánaðarlaun líkt og Friðrik, var ráðherra í tæpt ár en er orðinn sextíu og fimm ára. Hann staðfesti að hann þæði eftirlaun ráðherra en sagðist ekki muna hvað eftirlaunin séu há. Þau séu hins vegar óveruleg. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, á rétt á eftirlaunum þar sem hann var sextugur þegar hann lét af ráðherraembætti. Hann játaði því að hann þæði eftirlaun fyrrverandi ráðherra. Tómas Ingi fær einungis rúmar þrjátíu þúsund á mánuði áður en hann nær sextíu og fimm ára aldri. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, og Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, vildu ekki svara því hvort þeir þæðu slík eftirlaun. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi. Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, sagðist ekki svara spurningum um eftirlaun sín og skellti á fréttamann. Ekki náðist í Kjartan Jóhannsson, sendiherra EFTA í Brussel. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær er ekki hægt að taka þennan rétt af mönnum. Þá er ekki hægt að girða fyrir þennan rétt í framtíðinni nema að undangengnum löngum aðlögunartíma, um það bil tveimur árum, samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Komi fram frumvarp til breytinga á lögunum á næsta þingi getur núverandi ríkisstjórn nær öll farið á ráðherraeftirlaun, fullnægi hún skilyrðum að öðru leyti, þótt hún taki að sér önnur störf fyrir ríkið. Breytingarnar næðu hins vegar til næstu ríkisstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira