Fleiri fréttir

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir erlendri konu á sjötugsaldri sem tekin var á Keflavíkurflugvelli fyrir að smygla kókaíni í hárkollu hefur verið framlengt í sex vikur, eða til 15. maí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur enginn annar verið yfirheyrður eða handtekinn vegna málsins en hann segir yfirheyrslur yfir konunni hafa gengið vel.

Umferðartafir á Holtavörðuheiði

Lögreglan í Borgarnesi varar vegfarendur við umferðartöfum á Holtavörðuheiðinni nú í hádeginu þar sem verið er að flytja flutningabíl sem valt út af veginum í gær.

Færri slasast í umferðinni

Slösuðum í umferðinni hefur fækkað um rúmlega 50 prósent á síðustu 10 árum. Þetta kemur fram í Skýrslu um umferðarslys árið 2004 sem kynnt var í morgun. Þar kemur fram að í fyrra slösuðust 115 manns alvarlega í umferðarslysum en árið á undan slösuðust 145 alvarlega. Alls létust 23 í umferðarslysum í fyrra og er það sami fjöldi og lést árið áður.

Breyta þarf eignarhaldi félaga

Búist er við að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag samkomulagi um það að leggja til að í nýjum fjölmiðlalögum verði gert ráð fyrir banni við því að einstaklingur eða fyrirtæki eigi meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Fréttablaðið greinir frá þessu. Miðað verði við að þetta ákvæði nái aðeins til fjölmiðlafyrirtækja með ákveðna markaðshlutdeild, líklega 25 til 30 prósent. Samkvæmt þessu þyrfti að breyta eignarhaldi á 365 fjölmiðlum, Skjá einum og Morgunblaðinu.

Tæp hálf milljón vegna móðurmissis

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða systkinum tæplega hálfa milljón króna í bætur vegna andláts móður þeirra, sem lést af völdum læknamistaka.

Óttast afleiðingar við sölu sjóðs

Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga.

Vilja reykingabann eftir tvö ár

Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem nú stendur yfir, leggur vinnuhópur veitingamanna fyrir fundinn í dag að tekið verði upp algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum 1. júní 2007.

Mikil fækkun alvarlegra slysa

"Þarna er um að ræða marga samhangandi þætti sem valda því að þessi árangur næst," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Í gær var kynnt skýrsla um umferðaslys á Íslandi á síðasta ári en þar kemur fram að talsverður árangur hefur náðst í fækkun slysa og óhappa frá fyrra ári.

Brugðist við ávísun ávanalyfja

Með lyfjagagnagrunni verður hægt að hindra að fíklar fái í vaxandi mæli ávísað ávanalyfjum af læknum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Hann segir embættið viðurkenna að ávísun lyfjanna sé verulegt vandamál.

Sundabraut vart flýtt

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, telur vafasamt að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þó að ákvörðun verði tekin um að verkið verði einkaframkvæmd.

Vörður vill samvinnu um stóriðju

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur að Norðlendingar eigi að sameinast um það markmið að tryggja að næsta stóriðja verði reist á Norðurlandi. Í ályktun stjórnar félagsins segir að á meðan Norðlendingar deili um mögulega staðsetningu sé hættan á því að fjárfestar snúi sér annað og reisi næstu stóriðju á öðrum stað.

Ná sjónvarpssendingum um ADSL

Annar áfangi stafrænnar sjónvarpsþjónustu Símans um ADSL-kerfi sín er hafinn. Í vikunni hafa 11 bæjarfélög á landsbyggðinni bæst í hóp þeirra 20 bæjarfélaga sem undanfarið hafa fengið aðgang að stafrænu sjónvarpi um ADSL. Um er að ræða bæjarfélög sem þegar í dag ná útsendingum Skjás eins en eru í fyrsta sinn að fá aðgang að erlendum sjónvarpsrásum.

450 framhaldsskólanemar mótmæla

Allt að 450 framhaldsskólanemar úr sex skólum höfuðborgarsvæðisins mótmæltu fyrirhuguðu framvarpi menntamálaráðherra um styttingu framhaldsskólanáms á Austurvelli í gær. Einn nemendanna henti eggjum á Alþingishúsið og fékk tiltal lögreglu.

Gigtarlyf tekið af markaði

Pfizer-lyfjaframleiðandinn hefur hætt sölu og dreifingu á gigtarlyfinu Bextra að kröfu bandaríska lyfjaeftirlitsins þar sem komið hefur í ljós að veruleg hætta getur stafað af aukaverkunum af völdum lyfsins. Einnig hefur verið gefin út viðvörun vegna gigtarlyfsins Celebrex, en bæði lyfin eru í flokki svokallaðra COX-2 hemla sem ákveðnir sjúklingahópar hafa verið varaðir við að taka vegna alvarlegra aukaverkana.

Spurningin var misskilin

Fylgjendur álvers í Eyjafirði eru afar óánægðir með niðurstöðu viðhorfskönnunar sem sýnir að einungis helmingur Eyfirðinga vill álver í nágrenni Akureyrar. Telja þeir spurningu í könnuninni hafa verið villandi.

Niðurstöður nefndar kynntar

Blaðamannafundur menntamálaráðherra hófst í Þjóðmenningarhúsinu nú klukkan þrjú þar sem niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar eru kynntar. Nefndin lauk störfum í nótt, en meðal þess sem hún leggur til að er að einstaklingar eða fyrirtæki megi ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtækjum sem eru með meira en þriðjungs markaðshlutdeild.

Bensíngjald hækkar ekki

Bensíngjald það sem sagt er hækka um 6-7 prósent í nýrri samgönguáætlun samgönguráðuneytisins hækkar í raun og veru ekki samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytis.

Heyrnartæki lækka

Heyrnartækin lækkuðu í verði í gær um fimm prósent að meðaltali.

Miltisbrandur girtur af

Verið er að leggja síðustu hönd á miltisbrandsgirðinguna á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Þar með er búið að girða af svæðið sem hrossin, er drápust úr miltisbrandi í lok síðasta árs, gengu á.

Veðjað um Ingibjörgu og Össur

Í veðbankanum Betsson er hægt að veðja um hvort Ingibjörg Sólrún eða Össur sigrar í formannskosningu Samfylkingarinnar. Aðeins tveir hafa veðjað enn sem komið er. </font /></b />

Mikil aukning í meðgöngusykursýki

Konum sem greinst hafa með sykursýki á meðgöngu hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum. Hún eykur hættu á sykurföllum, gulu og axlarklemmu hjá nýburum. Um 40 prósent kvenna sem fá meðgöngusykursýki þurfa að nota insúlín. </font /></b />

Vel sigldir Íslendingar

Mikið hefur verið fjallað um það, hve víðförull Jóhannes Páll páfi II var en hann ku hafa heimsótt hundrað lönd um ævina. Íslendingar þurfa ekki að leita í Vatíkanið að mönnum sem svo víða hafa farið, enda af víkingum og landkönnuðum komnir.

Kúabændur í KB banka

Flestir kúabændur landsins eru í viðskiptum við KB banka en fæstir við Íslandsbanka.

Heyrnartæki lækka í verði

Heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands lækka um 5 prósent frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stöðinni. Þar segir einnig að gengi íslensku krónunar hafi styrkst verulega á undanförnum mánuðum og því sé svigrúm til þess að lækka verð heyrnartækja.

Verktaki ákveður fyrstu skref

"Það verður ákvörðun þess verktaka sem verkið hlýtur hvenær hann vill hefja framkvæmdir við Héðinsfjarðargöngin," segir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.

Framleiðsla aldrei meiri

"Það var sú stækkun á frystihúsinu sem við fórum í á síðasta ári sem eru forsenda þessarar auknu framleiðslu," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar.

Rafmagn olli ekki eldi á Króknum

Engar skýringar liggja fyrir um upptök eldsvoðans sem varð ungum manni að bana á Sauðárkróki utan þess að útilokað hefur verið að rafmagn hafi ollið eldinum.

Mega ekki eiga meira en fjórðung

Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra leggur til að hvorki einstaklingar né fyrirtæki megi eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki sem hafi þriðjungs markaðahlutdeild. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu.

Vill selja Lánasjóð landbúnaðarins

Stjórnvöld eru að leita leiða til að selja Lánasjóð landbúnaðarins að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær sagði Guðni að nefnd, sem hann skipaði til að fara yfir mál lánasjóðsins, hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að reka hann áfram heldur selja.

Hátt í 6000 umsóknir bárust

Fullt var út úr dyrum í afgreiðslu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í dag vegna lóðaúthlutunar í Lambaseli, en umsóknarfrestur rann út klukkan 16.15. Alls bárust 5.658 umsóknir, þar af 1.765 í dag. Gert er ráð fyrir því að sýslumaðurinn í Reykjavík dragi úr lóðaumsóknum um miðja næstu viku og fá lóðaumsækjendur ekki að vera viðstaddir útdráttinn.

Lyfjaskammtar auknir

Ríkisstjórnin tekur fljótlega ákvörðun um hversu miklar lyfjabirgðir verða keyptar til forvarna og meðferðar við hugsanlegum heimsfaraldi inflúensu eða fuglaflensunnar. Búast má við að varabirgðir verði auknar svo að dugi fyrir allt að 30 prósent Íslendinga. </font /></b />

Óskar eftir frumvarpinu

Persónuvernd hefur óskað eftir frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum, sem hefur verið lagt fyrir ríkisstjórn, en frumvarpið var ekki sent Persónuvernd til umsagnar, aðeins kynnt munnlega á fundi með stjórnendum stofnunarinnar.

Liggur mikið á hjarta

Alþýðusambandið ætlar að hefja átak gegn félagslegum undirboðum og ólöglegum ráðningum útlendinga í byrjun maí. Daglega hringja margir til að koma með ábendingar um ólöglega starfsemi og undirboð.

11 milljónir barna deyja

Áætlað er að ellefu milljónir barna fimm ára og yngri deyi í ár vegna einhvers sem koma má í veg fyrir. Þetta kom fram á fundi á Nordica hótelinu í gær, sem haldinn var í tilefni af Alþjóðaheilbrigðisdeginum.

6.000 umsóknir bárust

Tæplega 6.000 umsóknir höfðu borist um lóð við Lambasel í Reykjavík þegar umsóknarfrestur rann út síðdegis í gær. Dregið verður úr pottinum hjá sýslumanninum í Reykjavík í næstu viku.

Forsetahjónin til Eyjafjarðar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar í næstu viku að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsetans. Heimsóknin til Akureyrar hefst að morgni mánudagsins 11. apríl og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 12. apríl. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Eyjafjarðarsveitar hefst að morgni miðvikudagsins 13. apríl og lýkur um kvöldið með fjölskylduhátíð í Hrafnagilsskóla.

Fagna Mjólku

Heimdellingar fagna stofnun Mjólku ehf, nýs mjólkursamlags sem stendur fyrir utan styrkjakerfi landbúnaðarins.

Efasemdir um Kárahnjúkavirkjun

Tæplega helmingur Íslendinga, eða 39,6 prósent, telur að rangt hafi verið að ráðast í virkjun við Kárahnjúka. 50,5 prósent telja það rétt.

Vildu breyta ákvörðun bæjarráðs

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar nú í vikunni kom fram tillaga um að breyta ákvörðun bæjarráðs um lóðaúthlutun á Völlunum. Tillögunni var mótmælt og samþykkt að vísa henni aftur til bæjarráðs.

Fjöldi bensínstöðva og verð óháð

Af tíu þéttbýlisstöðum á landinu er hæsta bensínverð hjá Skeljungi. Er það þrátt fyrir samkeppni við aðrar bensínstöðvar á stöðunum.

Vilja frekar stytta grunnskólanám

Á fimmta hundrað framhaldsskólanema mótmælti fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs á Austurvelli í dag. Það var Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema sem stóð fyrir mótmælunum, en að ráðinu standa sex framhaldsskólar. Þar telja menn eðlilegra að stytta nám á grunnskólastigi og hafna þeim rökum að fara eigi að fordæmi annarra norrænna ríkja.

Hvíti dauði ekki í landinu

Rétt tæplega eitt þúsund manns sem hafa sprautað fíkniefnum í æð fóru í meðferð á Vogi á síðustu fimm árum og 770 ópíumfíklar hafa farið í meðferð á síðustu tíu árum. Á síðustu sjö árum hafa um sex stórnotendur heróíns, stundum nefnt hvíti dauði, farið í meðferð árlega.

Úrræði vantar fyrir forfallna

Alls hafa 502 núlifandi landsmenn komið oftar en tíu sinnum til meðferðar á meðferðarsjúkrahúsinu Vogi. Er það tæplega þrjú prósent allra sem þangað hafa sótt.

Bensínið hækkaði hjá Essó og Olís

Essó og Olís hækkuðu bensínverð seint í gær. Essó hækkaði lítrann af bensíni um 1,9 krónur og er algengasta verð þess 102,5 krónur.

Segir tillögur sögulega sáttagjörð

Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust.

Sjá næstu 50 fréttir