Innlent

Kúabændur í KB banka

Flestir kúabændur landsins eru í viðskiptum við KB banka samkvæmt könnun á naut.is, sem er heimasíða Landssambands kúabænda. Tæp 40 prósent svarenda nefndu KB banka sem sinn viðskiptabanka og koma niðurstöðurnar ekki á óvart þar sem einn helsti tilgangur Búnaðarbankans, annars tveggja forvera KB banka, var jú að þjónusta bændur og búalið. Sparisjóðirnir eru í öðru sæti, 26 prósent nefndu þá, og tæp 19 prósent kúabænda eru í viðskiptum við Landsbankann. Aðeins rúm þrjú prósent eru í viðskiptum við Íslandsbanka, sem heldur þarf ekki að koma á óvart því hann hefur nokkur færri útibú í dreifðari byggðum landsins en keppinautarnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×