Innlent

Ræða atvinnumál á Stöðvarfirði

Byggðarráð Austurbyggðar hefur óskað eftir fundi með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að ræða atvinnumál á Stöðvarfirði. Samherji íhugar að hætta allri landvinnslu á Stöðvarfirði sem myndi þýða að um 35 manns misstu vinnuna. Forsvarsmenn Samherja segja að fyrirtækið standi frammi fyrir þremur valkostum á Stöðvarfirði: að fara í samstarf við heimamenn með það fyrir augum að selja eða leigja frystihúsið, að breya yfir í saltfiskvinnslu með umtalsverðri fækkun starfsfólks eða segja öllum starfsmönnum á Stöðvarfirði upp og hætta þar rekstri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×