Innlent

Landsmenn telji fugla

Fuglavernd hvetur landsmenn að taka þátt í garðfuglakönnun þessa helgina og minnir á nauðsyn þess að þeim sé gefið áfram fram á vor. Sumir stofnar reiða sig algerlega á matargjafir frá mannfólkinu. Garðfuglakönnun Fuglaverndar miðar að því að fá sem flesta til að skoða fugla og telja þá til að komast að því hvaða fuglar koma í garðana og hversu margir. Áhugasamir geta fengið allar leiðbeiningar inn á heimasíðunni fuglavernd.is og eyðublað sem skilað er til félagsins að könnun lokinni. Ólafur Einarsson, framkvæmdastjóri Fuglaverndar, segir að þrátt fyrir að veður sé milt víða á landinu þá sé enn mikilvægt að halda matargjöfum áfram. Skordýr eru enn ekki farin á stjá og sumar fuglategundir reiða sig algerlega á matargjafir fram á vor. Þeir eru líka ótrúlega naskir á að finna korn eða brauð sem dreift hefur verið á skúrþök, á svalir eða í garða, þrátt fyrir að um smáblett sé að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×