Ákvörðun Sýslumanns felld úr gildi 28. janúar 2005 00:01 Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“ Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira