Ákvörðun Sýslumanns felld úr gildi 28. janúar 2005 00:01 Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“ Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Í kjölfar samruna fyrirtækjanna, sem tók gildi 1. janúar 2003, ákvað Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að innheimta stimpilgjald af gögnum þegar gerð var nafnabreyting á eignum sem áður tilheyrðu SR-mjöli og þær færðar yfir á nafn Síldarvinnslunnar. Túlkun Sýslumanns var á þá leið að nafnabreytingin jafngilti því að um væri að ræða framsal á fasteignum SR-mjöls yfir til Síldarvinnslunnar og því bæri að innheimta stimpilgjald sem næmi eignarhlut Síldarvinnslunnar í hinu sameinaða félagi. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og kærðu ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði til fjármálaráðuneytisins á þeim forsendum að ekki væri um að ræða framsal á fasteignum, heldur hefði þarna átt sér stað samruni fyrirtækjanna. Hluthafar SR-mjöls hafi ekki afsalað eignum félagsins til Síldarvinnslunnar og því hafi verið um að ræða samruna, ekki sölu, enda hafi hluthafar SR-mjöls ekki fengið peninga fyrir hlutabréf sín heldur eignast hlutabréf í hinu sameinaða félagi. SR-mjöl hafi runnið inn í Síldarvinnsluna og sé því enn eigandi fasteignanna ásamt öðru. Við samruna félaganna hafi engin skattskyld eða stimpilskyld viðskipti átt sér stað og engin yfirfærsla eignarréttinda, heldur í raun breyting á nafni eiganda. Úrskurður fjármálaráðuneytisins var á þá leið að ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði um greiðslu stimpilgjalds skyldi standa. Þá var málinu vísað til Héraðsdóms sem dæmdi á þá leið að úrskurður fjármálaráðuneytisins skyldi felldur úr gildi. Þessu undi ríkislögmaður ekki og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem, eins og fyrr segir, dæmdi Síldarvinnslunni í vil. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Dómurinn segi að skattlagning stimpilgjalds, á samruna á þennan hátt, eigi ekki rétt á sér samkvæmt stimpillögum. Dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir allan samruna og brjóti í raun blað hvað þetta verðar. „Ég lýsi ánægju minni með þessa niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, „og tel að niðurstaðan geti skipt miklu máli fyrir atvinnulífið í landinu.“
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira