Innlent

Ísland ekki í hættu

Evrópskir vísindamenn staðfestu á dögunum að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn (kúariða) hefði í fyrsta sinn greinst í geit. Áður var talið að sjúkdómurinn legðist aðeins á kýr. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir telur hættuna þó ekki mikla hérlendis. "Mesta hættan vegna þessa er í löndum sem mjólka geitur og búa til osta. Við teljum ekki að þetta hafi nein áhrif hérlendis í sambandi við sauðfé. Ísland er vel statt að þessu leiti því aldrei hefur komið upp kúariða hérlendis og ætti heldur ekki að koma upp í sauðfé. Ástæðurnar eru sennilega hversu einangrað landið er og auk þess eru innflutningsreglurnar afar strangar," sagði Halldór. Ísland er eitt fjögurra landa sem hefur fengið góðan stimpil frá Alþjóða Dýraheilbrigðisstofnuninni fyrir að hafa alltaf verið laus við kúariðu. Hin löndin eru Argentína, Uruguay og Singapore.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×