Innlent

Róbert sagði upp

Róbert Marshall, fréttamaður á Stöð 2, hefur sagt upp störfum. Ákvörðun Róberts er tekin í kjölfar fréttar Stöðvarinnar um að Ísland hefði verið á lista hinna viljugu þjóða fyrir ríkisstjórnarfund 18. mars 2003. Róbert mislas tímasetningar í frétt CNN sem stuðst var við. Róbert segir að með ákvörðuninni vilji hann sýna að hann láti sér ekki mistök sín í léttu rúmi liggja: "Ég vil axla með sýnilegum hætti ábyrgð fyrir þessi mistök sem ég gerði. Þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem þurft hefur að biðjast afsökunar á frétt sem ég hef gert og draga hana til baka."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×