Innlent

Verðum 300 þúsund árið 2007

Íslendingar eru orðnir rúmlega 293 þúsund og ef frjósemi helst áfram eins og hún hefur verið að undanförnu, verða þeir 300 þúsund árið 2007, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Landsmönnum hefur fjölgað um 0,95 prósent á árinu, sem er nokkurn veginn í meðaltali. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð meiri, eða 1,15% á milli áranna 2003 og 2004 og er íbúafjöldinn þar orðinn 184 þúsund manns. Það eru um 63% landsmanna. Fyrir tíu árum bjuggu 59% á höfuðborgarsvæðinu og ef fjölgun á svæðinu verður hlutfallslega sú sama og verið hefur í tíu ár, verða höfuðborgarbúar orðnir 200 þúsund árið 2010, eða um það bil tveir þriðju allra landsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×