Innlent

Alltaf eitthvað um falsanir

Svava Johansen, kaupmaður í Sautján, segist verða töluvert vör við að fölsuð merkjavara sé flutt inn og seld hér á landi, t.d. þegar fólk reyni að skipta slíkum vörum í verslunum NTC. Þetta komi alltaf upp öðru hvoru og sé leiðinlegt því um svik sé að ræða. Sem betur fer sé tekið alvarlega á þessum innflutningi og í nágrannalöndunum sé tekið mjög harkalega á honum. "Við höfum séð ýmislegt falsað, t.d. Diesel vörur. Eitthvað hefur verið stoppað en eitthvað hefur líka farið inn á markaðinn. Innflutningur á Stussi vörum var á sínum tíma stoppaður. Svo er líka mikið um falsaðar töskur frá Prada og Luis Vuitton," segir Svava. "Ég þekki vörurnar og sé að töluvert kemur frá Ameríku. Sum vara hefur aldrei verið framleitt frá Gucci eða Luis Vuitton, samt er fölsuð vara komin á markað undir þekktum merkjum. Svo eru falsararnir líka að búa til nákvæmlega eins vörur og merkjavaran er," segir hún. Ekki er vitað hvar fölsuð merkjavara er seld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×