Fleiri fréttir

Bændur saka ríkið um yfirgang

Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur.

Blásið á brot gegn viðskiptabanni

Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, telur að ígrunda hefði átt betur ákvörðunina um að bjóða Bobby Fischer landvistarleyfi. Hann telur málið ekki munu skaða samskipti Íslands, Bandaríkjanna og Japans. Lögmaður Fischers fundar með japanska utanríkisráðuneytinu.

Ekki verið að senda skilaboð

Getgátur eru uppi um að landvistarboð íslenskra stjórnvalda til handa Fischer tengist að einhverju leyti samningaviðræðum Íslands og Bandaríkjanna um framtíð Varnarliðsins. Þór Whitehead sagnfræðingur segir að vissulega geti þetta frumkvæði Íslendinga valdið pirringi í Washington en það sé fullkomlega fráleitt að lesa einhverjar samsæriskenningar út úr þessu máli.

Ferðin tefst um sinn

Ferð Sæmundar Pálssonar til Japans til að sækja Bobby Fischer, tefst um sinn, vegna óvissu um hvort Fischer verði leystur úr haldi. Taugatitrings virðist gæta meðal japanskra yfirvalda vegna óskar Bandaríkjamanna um að íslensk stjórnvöld dragi til baka boð um að veita honum dvalarleyfi.

Viðtökur fram úr björtustu vonum

Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi.

Hækkunin er 270 miljónir

Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir hækkun þjónustugjalda hjá borginni að mörgu leyti óeðlilega. Hann segir hækkunina nema 270 milljónum á milli ára.

Ill lykt af málinu

Forsvarsmaður Þjóðarhreyfingarinnar segir illa lykt af meðhöndlun dómsmálaráðuneytisins á umsókn hreyfingarinnar fyrir söfnun. Dómsmálaráðherra vísar því á bug.

Fuglarnir verði notaðir markvisst

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, er bjartsýnn á framtíð skógræktar hér á landi, þrátt fyrir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um greinina. Guðni vill markvisst nota snjótittlinga til landgræðslu, eins og gert er við Gunnarsholt. Þeir vinna kauplaust og eru glaðir við sína iðju, segir ráðherra.

Meistaranám við KHÍ

Boðið verður upp á meistarnám í beinu framhaldi af þriggja ára námi í Kennaraháskóla Íslands árið 2007. Útskrifaðir stúdentar hafa hingað til einungis getað stundað meistaranám eftir minnst tveggja ára starfsreynslu í fjarnámi eða hlutanámi.

Jól með konunni og sínum nánustu

Loftur Jens Magnússon sem varð Ragnari Björnssyni að bana með hnefahöggi í andlit á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ um miðjan mánuðinn er laus úr gæslu. Loftur ætlar að halda jólin með sínum nánustu og segir í samtali við DV fangelsisvistin hafi tekið verulega á sig.

Vélstjóra vikið frá Eimskip

Einum vélstjóra af flutningaskipi Eimskips sem tekinn var í Færeyjum með lítilræði af fíkniefnum hefur verið vikið úr starfi. Hann átti eitt og hálft gramm af hassi og 0,1 gramm af kókaíni sem fundust í káetu stýrimanns.

Sonur í fangelsi en faðir sleppur

Guðmundur Örn Guðjónsson var í dag dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir innflutning á 15 kílóum af hassi í dekkjum frá Danmörku. Ingi Sigurður Svansson og Eyjólfur Kristjánsson sem seldu hassið hér á landi fengu átta mánaða fangelsi. Faðir Guðmundar sótti síðustu sendinguna og var gripinn en sleppur við refsingu haldi hann skilorð næstu tvö árin.

Síminn ósáttur

Erlend símafyrirtæki greiða lægra heildsöluverð fyrir símtöl viðskiptavina í net Og Vodafone en Síminn, að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans. Því sé hluta símtala úr númerum Símans til Og Vodafone beint í gegn um norkst símafyrirtæki.

Járnblendifélagið að semja um kjör

Samninganefnd starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins skoðar tillögu að kjarasamningi sem nefndin fékk í hendur síðasta föstudag.

Verðhækkun út úr kortinu

Það eru sennilega engar forsendur fyrir hækkun raforkuverðs um áramótin sem Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hafa boðað, að mati Neytendasamtakanna. Talið er að hækkunin verði um tíu prósent og hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna sagt að hækkunin sé til komin vegna nýrra raforkulaga.

Vilja aðstoð við rækjuvinnslu

Forsvarsmenn Blönduóssbæjar eiga í viðræðum við þingmenn, ráðherra og fulltrúa Byggðastofnunar vegna atvinnuástands í bænum eftir að rækjuvinnslan Særún hætti störfum.

Dómur mun falla í Sólbaksmálinu

Félagsdómur hafnaði í gær kröfu Brims um að máli Vélstjórafélags Íslands gegn útgerðinni vegna kjarasamnings sjómanna á Sólbaki yrði vísað frá dómi. Forsvarsmenn Brims sögðu samninginn ekki á vegum fyrirtækisins, heldur sérstaks útgerðarfélags í eigu Brims. Vélstjórafélagið vill að samningurinn verði ógildur með dómi þar sem hann sé málamyndagjörningur.

Eldur á Stíflu

Mikið tjón varð á bænum Stíflu í Vestur-Landeyjum á þriðjudag þegar eldur kom upp í vélaskemmu. Tilkynnt var um eldinn klukkan tíu í gærmorgun og slökkvilið Hvolsvallar og Hellu voru komin á staðinn fimmtán mínútum síðar.

Skattrannsókn aftur til lögreglu

Skattrannsóknarstjóri hefur vísað rannsókn á ákveðnum þáttum skattamála Baugs aftur til embættis ríkislögreglustjóra til meðferðar. Baugi var tilkynnt þetta þann fimmtánda nóvember. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, vill ekki tjá sig um efnisatriði í málinu að svo stöddu en segir að það hafi tekið nokkrum breytingum frá því að ríkislögreglustjóri sendi það til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra í lok síðasta árs.

Gerir forvarnir erfiðari

Niðurskurðurinn hjá SÁÁ gerir allt forvarnarstarf mun erfiðara, að sögn forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar forvarna. Hann segir að kallað verði eftir svörum frá stjórnvöldum um hvort markmið heilbrigðisáætlunar Alþingis til 2010 séu gleymd.

Vill samskipti í formi samninga

Heilbrigðisráðherra kveðst vilja hafa samskipti ráðuneytisins og SÁÁ í formi samninga og vísar til þjónustusamnings sem er í gildi nú. Hann segir að vilji menn endurskoða þann samning þá þurfi þeir að sækja formlega um það samkvæmt ákvæðum hans. Engin slík umsókn hafi borist frá SÁÁ.

Fólk sem nær ekki endum saman

Margir þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Fjölskulduhjálp Íslands nú fyrir jólin er ungt fjölskyldufólk sem hreinlega nær ekki endum saman á laununum sínum, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálparinnar.

Samstarfsverkefnið lifir

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gærmorgun að 12-14 milljónum skyldi varið til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Samhjálpar á næsta ári, að sögn Helga Jósefssonar verkefnisstjóra.

ÍE sýnir fram á erfðaþátt í lungnakrabbameini

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og sérfræðingar á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Hjartavernd hafa með rannsóknum sýnt fram á ættgengi lungnakrabbameins, sem er það krabbamein sem veldur flestum dauðsföllum í iðnvæddum löndum. Grein um rannsókn sérfræðinganna verður birt í tímariti bandarísku læknasamtakanna (Journal of the American Medical Association, JAMA) á morgun.

Sjö tonn kæst hjá Hafliða

Á meðan sumir bíða með óþreyju eftir að fá að gæða sér á vel kæstri Þorláksmessuskötunni fá aðrir óbragð í munninn af tilhugsuninni einni. Í Fiskbúð Hafliða er skatan verkuð með gamalli aðferð úr Djúpinu. Þar á bæ sjá menn fram á að geta boðið skötuna eldaða og tilbúna í örbylgjuofninn eftir ár eða tvö.

Boðið verði tekið til baka

Bandarísk stjórnvöld hvetja íslensk stjórnvöld til að taka til baka boð sitt um að Bobby Fischer geti fengið landvistarleyfi hér á landi þar sem hann hafi verið ákærður í Bandríkjunum og sé eftirlýstur. <em>Morgunblaðið</em> hefur þetta eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherra og kom bandaríski sendiherarnn þessari hvatningu á framfæri við utanríkisráðhera á föstudag.

Friðargæslan í New York Times

Erlend stórblöð fjalla ítarlega um það í dag hvort íslenska friðargæslan sé ígildi hers á hinu friðsama og herlausa Íslandi. Tilefnið er sjálfsmorðsárásin á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl í Afganistan í október þar sem afgönsk stúlka og bandarísk kona fórust.

Með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Fimmtán ára piltur sem var á vélsleða slasaðist alvarlega þegar þegar hann lenti í árekstri við annan vélsleða á Ólafsfjarðarvegi í gær. Hann var fyrst fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík í gærkvöldi.

400 stöðvaðir, enginn stútur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði u.þ.b. fjögur hundruð ökumenn upp úr miðnætti í nótt og reyndist enginn þeirra hafa bragðað áfengi. Þetta var mun betri útkoma en í fyrrinótt þegar níu ökumenn voru teknir úr umferð, grunaðir um ölvunarakstur.

Slasaðist í umferðarslysi

Kona slasaðist þegar stórum amerískum pallbíl var bakkað af fullum krafti framan á bíl sem hún var farþegi í á Akureyri í gærkvöldi.

Esso hækkar dísel um eina krónu

Olíufélagið Esso hefur hækkað lítrann af dísilolíu um eina krónu. Olíufélagið segir ástæðu hækkunarinnar vera hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu í síðastliðinni viku. Líterinn af díselolíu kostar nú 47,60 krónur hjá Essó. Ekki hafa borist fregnir af sambærilegum hækkunum hjá öðrum olíufélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Fangavörður kærður fyrir árás

Fangavörður af Litla-Hrauni hefur verið kærður fyrir líkamsárás á Draugabarnum á Stokkseyri. Vitni sáu manninn í slagsmálum við ungan pilt og síðar við annan mann.

Ljósin verða á um áramótin

Götuljós verða ekki slökkt í Reykjavík um áramótin. Af slíku ástandi gæti skapast hætta og tími til undirbúnings þótti of skammur. 

Sæmundur fer líklega á morgun

Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að draga til baka boðið til bandaríska skákmannsins Bobbys Fischers um dvalarleyfi á Íslandi. Sæmundur Pálsson leggur hugsanlega af stað frá Íslandi á morgun til að sækja Fischer.

Þjónustugjöld eru líka að hækka

Gjöld fyrir ýmiss konar þjónustu á vegum borgarinnar hækka umtalsvert um áramót. Borgarstjóri varði hins vegar útsvarshækkun með því að álögur á fjölskyldufólk muni ekki hækka.

Þrjátíu ár frá snjóflóðum

Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að tvö snjóflóð féllu á Neskaupstað. Tólf manns fórust í flóðunum. Minningarathafnir um fórnarlömb flóðanna verða haldnar bæði í Neskaupstað og Reykjavík í dag.

Ekki verið að hnýsast

Nýr lyfjagagnagrunnur verður tekinn í notkun um áramót. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að með gagnagrunninum verði unnt að hafa betra eftirlit með útgáfu lyfseðla og koma í veg fyrir misnotkun. Ekki verði þó fylgst með lyfjanotkun fólks nema sterk rök liggi að baki.

Hækka áskriftargjöld

Áskriftargjöld af fjölvarpinu og Stöð 2 hækka um fjögur til sex prósent frá og með 5. janúar. Pálmi Gunnarsson, markaðsstjóri Íslenska Útvarpsfélagsins segir engar kvartanir hafa borist þó að verið sé að hækka áskriftargjöld á sama tíma og margir hafi lent í vandræðum vegna nýrra myndlykla.

Nær helmingur prentaður erlendis

42% íslenskra bóka eru prentaðar í útlöndum, og hefur hlutfall prentunar innanlands dregist saman milli ára um 3,4 prósentustig. Aðallega eru það barnabækur og skáldverk sem eru prentuð erlendis, og, fyrst og fremst í Danmörku og Kína.

Verðið haldi áfram að hækka

Íslandsbanki spáir því að fasteignaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum, en það er í sögulegu hámarki nú. Bankinn telur ekki að þarna hafi verðbóla myndast sem muni springa með látum, vegna þess að ef verðið sé skoðað sem hlutfall af launum sé það ekki mikið hærra en það var á árunum 1993-95.

Dæmdur fyrir að flytja inn 2 kíló

39 ára gamall karmaður, Sigurður Rúnar Gunnarsson, var í Héraðsdómi í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að flytja inn til landsins tæpt kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni. Efnið fannst við leit á honum þegar hann kom til landsins frá Amsterdam í lok maí, og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan þá.

Bátur í nauð

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir í Grindavík og Sandgerði hafa verið kallaðar út vegna báts í hafnauð út af Sandvík á Reykjanesi. Lögreglan í Keflavík hefur einnig verið kölluð út. Víkurfréttir greina frá þessu og ennfremur að lögreglan í Keflavík hafi verið kölluð út. Ekki fást nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Báturinn úr hættu

Báturinn Sigurvin SH sem talinn var í nauðum út af Sandvík á Reykjanesi fyrir stundu er úr hættu, en hann var vélarvana í þungum sjó. Þegar björgunarskip átti tæpar fjórar sjómílur eftir ófarnar fór vél hans í gang og sigldi hann til lands.

Ætla ekki að draga boðið til baka

Íslensk stjórnvöld ætla ekki að fara að hvatningu bandarískra stjórnvalda um að draga til baka boðið til Bobbys Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, en orðsending þess efnis barst í gegnum bandaríska sendiráðið á föstudag.

Aukin notkun þunglyndislyfja

Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna þunglyndislyfja voru 8% hærri frá janúar til nóvember í ár en á sama tímabili í fyrra. 97% kostnaðaraukans er tilkominn vegna tveggja lyfjaflokka þunglyndislyfja.

Sjá næstu 50 fréttir