Lungnakrabbamein arfgengt 22. desember 2004 00:01 Afkomendur þeirra sem fengið hafa lungnakrabbamein, jafnvel systkinabörn, eru líklegir til að erfa sjúkdóminn samkvæmt tímamótarannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar, Landspítalans og Hjartaverndar. Reykingar eru eftir sem áður langstærsti áhættuþátturinn. Þetta er fyrsta viðamikla rannsóknin sem gerð er í heiminum á ættgengi lungnakrabbameins sem er það krabbamein sem veldur flestur dauðsföllum á Vesturlöndum og hafa niðurstöður hennar verið birtar í tímariti bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association. Byggt var á gögnum Krabbameinsfélagsins um alla þá sem höfðu fengið lungnkrabbamein á árunum 1955-2002 og voru þau sett í samhengi við ættfræðigrunn Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók. Unnur Þorsteinsdóttir, forstöðumaður erfðarannsókna ÍE, segir hægt sé að fara langt út fyrir kjarnafjölskylduna og að þessari rannsókn hafi verið farið til þriðju gráðu ættingja. „Eftir því sem þú getur farið til óskyldari einstaklinga þá eru meiri líkur á því að þú getir greint erfðaþætti frá umhverfisþáttum,“ segir Unnur. Skoðað var hvernig lungnakrabbamein liggur í fjölskyldum og hvort erfðir væru áhrifavaldur. Í ljós kom að jafnvel systkinabörn voru í aukinni hættu á að fá sjúkdóminn en ættgengið var sérstaklega áberandi þegar skoðuð voru tilfelli lungnakrabbameins sem greindust fyrir 60 ára aldur. Reykingar eru langstærsti áhrifaþátturinn en meira en 90 prósent þeirra, sem greinast með lungnakrabbamein, reykja. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að nú þegar vitað sé að það sé arfgeng tilhneiging að fá lungnakrabbamein, ef menn útsetji sig fyrir skaðvænlegt umhverfi eins og reykingar, megi fara að takast á við sjúkdóminn eins og hvern annan algengan og flókinn erfðasjúkdóm og leita að erfðaþættinum, í þeirri von að hann opni nýja möguleika til að lækna og fyrirbyggja. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Afkomendur þeirra sem fengið hafa lungnakrabbamein, jafnvel systkinabörn, eru líklegir til að erfa sjúkdóminn samkvæmt tímamótarannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar, Landspítalans og Hjartaverndar. Reykingar eru eftir sem áður langstærsti áhættuþátturinn. Þetta er fyrsta viðamikla rannsóknin sem gerð er í heiminum á ættgengi lungnakrabbameins sem er það krabbamein sem veldur flestur dauðsföllum á Vesturlöndum og hafa niðurstöður hennar verið birtar í tímariti bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association. Byggt var á gögnum Krabbameinsfélagsins um alla þá sem höfðu fengið lungnkrabbamein á árunum 1955-2002 og voru þau sett í samhengi við ættfræðigrunn Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók. Unnur Þorsteinsdóttir, forstöðumaður erfðarannsókna ÍE, segir hægt sé að fara langt út fyrir kjarnafjölskylduna og að þessari rannsókn hafi verið farið til þriðju gráðu ættingja. „Eftir því sem þú getur farið til óskyldari einstaklinga þá eru meiri líkur á því að þú getir greint erfðaþætti frá umhverfisþáttum,“ segir Unnur. Skoðað var hvernig lungnakrabbamein liggur í fjölskyldum og hvort erfðir væru áhrifavaldur. Í ljós kom að jafnvel systkinabörn voru í aukinni hættu á að fá sjúkdóminn en ættgengið var sérstaklega áberandi þegar skoðuð voru tilfelli lungnakrabbameins sem greindust fyrir 60 ára aldur. Reykingar eru langstærsti áhrifaþátturinn en meira en 90 prósent þeirra, sem greinast með lungnakrabbamein, reykja. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að nú þegar vitað sé að það sé arfgeng tilhneiging að fá lungnakrabbamein, ef menn útsetji sig fyrir skaðvænlegt umhverfi eins og reykingar, megi fara að takast á við sjúkdóminn eins og hvern annan algengan og flókinn erfðasjúkdóm og leita að erfðaþættinum, í þeirri von að hann opni nýja möguleika til að lækna og fyrirbyggja.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira