Innlent

Eldur í heyhlöðu

Eldur kviknaði í heyhlöðu, áfastri við fjós að bænum Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjarhreppi í gærkvöldi. Heimafólk varð vart við reyk frá hlöðunni um klukkan ellefu og kallaði þegar á slökkvilið. Það var fljótt á vettvang og hafði eldurinn ekki náð útbreiðslu þegar það kom og gekk slökkvistarf vel. Kýr í fjósinu voru ekki í hættu. Litlar skemmdir urðu á hlöðunni sjálfri en eitthvað af heyi skemmdist og voru ábúendur fram á nótt að moka því út úr hlöðunni, bæði til að henda blautu heyi og ganga úr skugga um að ekki leyndust glæður í þurra heyinu. Eldsupptök eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×