Innlent

Hingað en ekki til Bandaríkjanna

Lögfræðingur Bobbys Fischers mun eiga fund með fulltrúum útlendingastofnunar í Japan fyrir hádegi að íslenskum tíma, þar sem formlega verður óskað eftir því að ef Fischer verði vísað úr landi, þá verði honum vísað til Íslands en ekki Bandaríkjanna. Að öðru leiti var Benedikt Höskuldssyni, sendiráðunauti í Tokyo, ekki kunnugt um framvindu mála um sex leitið í morgun. Ábending bandarískra stjórnvalda til íslenskra ráðamanna þess efnis, að réttast væri að draga tilboð um dvalarleyfi handa Fischer til baka, hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim. Fjallað er um það, sem í fréttaskeytum er kallað þrýstingur Bandaríkjastjórnar, sem sagt er að sé hreint ekki hrifin af því að Fischer standi til boða að koma hingað til lands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×