Fleiri fréttir

Yfir 20 manns geta höfðað mál

Yfir tuttugu manns eru taldir hafa nægileg gögn í höndunum til að höfða mál á hendur olíufélögunum fyrir að hafa greitt of mikið fyrir eldsneyti undanfarin ár, þegar olíufélögin höfðu með sér samráð um verðið. Neytendasamtökin ætla að styðja málsóknir fólksins, ef til kemur, en hver og einn mun sækja sitt mál.

Skemmdist í brotsjó

Fjórir brúargluggar brotnuðu og sjór hálffyllti brúna, þegar rækjutogarinn Eyborg fékk á sig brotsjó í hávaðaveðri og stórsjó á Flæmingjagrunni í fyrrinótt. Skipverjarnir þrettán sluppu ómeiddir en nær öll tæki í brúnni eru ónýt og þarf að handstýra skipinu.

50% fleiri strákar mjög slakir

Helmingi fleiri strákar en stúlkur í tíunda bekk eru mjög slakir í stærðfræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum PISA-könnunarinnar. Um 6% drengja hafa litla sem enga kunnáttu í stærðfræði en aðeins tæp 3% stúlkna.

Vill utandagskrárumræðu um PISA-könnun

Niðurstöður PISA-könnunar um námsárangur íslenskra grunnskólabarna kalla á að það verði lyft grettistaki í skólamálum Íslendinga til að koma þjóðinni í fremstu röð í menntamálum. Þetta er mat Björgvins G. Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis. Björgvin hefur óskað eftir utandagskrárumræðu um málið á þinginu.

Þrumur og eldingar í höfuðborginni

Þrumur og eldingar hafa gert vart við sig meðfram allri suðurströnd landsins í dag. Að sögn Þórðar Arasonar hjá Veðurstofunni hafa eldingar sést á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan tíu í morgun. Undanfarna viku hefur verið mikið um þrumur og eldingar suður af landinu en fyrst í dag hefur þeirra orðið vart að einhverju ráði á landi.

Helmingsstækkun á BUGL

Nú hillir undir að hafin verði bygging húsnæðis fyrir geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis á barna- og unglingageðdeildnni við Dalbraut. Er það í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem húsnæði er byggt hér á landi beinlínis fyrir þá þjónustu.

Fuglaflensa í fleiri dýrategundir

Nýjustu rannsóknir benda til þess að fuglaflensuveiran sé að færa út kvíarnar. Hún er farin að leggjast á spendýr af kattakyni. Eitt tilfelli um smit milli manna hefur verið tilkynnt frá Taílandi, en það hefur ekki fengist staðfest. </font /></b />

Fékk verðlaun ársins

Íslenska fyrirtækið 3-Plus fékk verðlaun ársins hjá Mattel, stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. 3-Plus framleiðir og markaðssetur þroskaleikfang á vegum Fisher Price í Bandaríkjunum og Evrópu.

Gagnrýnir viðbrögð yfirvalda

Bóndi á næsta bæ við Sjónarhól þar sem þrjú hross drápust úr miltisbrandi gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Honum var ráðlagt af öðrum bónda að verða sér úti um sýklalyf eftir að hafa snert eitt hræið. Grafa sem var notuð við að urða eitt hrossanna er nú austur í Þingvallasveit.

Tækifæri til að gera betur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur að íslenskir unglingar komi ágætlega út úr niðurstöðum Pisa-könnunarinnar í stærðfræði, lestri og náttúruvísindum.

Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan mann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þá var maðurinn einnig dæmdur til greiðslu 260 þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingar í þrjú fyrir að keyra ítrekað undir áhrifum áfengis.</font />

Launamunur upprættur á 2-3 árum?

Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur mögulegt að uppræta launamun kynjanna hjá hinu opinbera á næstu tveimur til þremur árum.

Íslensk hrefna í hitabeltinu

Íslensk hrefna er nú stödd í hitabeltinu samkvæmt frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar. Þann 17. nóvember bárust merki um gervitungl frá hrefnu sem merkt hafði verið í Faxaflóa 27. ágúst og voru það fyrstu upplýsingarnar sem bárust frá því dýri. Hrefnan var þá stödd yfir Mið-Atlantshafshryggnum, um 500 sjómílur vestur af Norður-Spáni.

Annir við leyfisveitingu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir mikilli aukningu í útgáfu tóbakssöluleyfa á næsta ári. Undanfarin ár hefur hún gefið út um 40 leyfi á ári, en á næsta ári er reiknað með að þau verði 200.

Elding slær út Grindavík

Eldingu sem sló niður í tengivirki við stjórnstöð Hitaveitu Suðurnesja í Grindavík varð þess valdandi að rafmagnslaust varð í bænum um hálft tíu leytið í gær. Einn íbúi Grindavíkur sagði að miklar sprengingar hafi orðið þegar eldingunni laust niður.  

Kærir olíufélag

Tæplega þrjátíu einstaklingar hafa haft samband við Neytendasamtökin og lýst yfir áhuga á þátttöku í skaðabótamáli gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs.

Vilja fá veiðileyfagjaldið

Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar.

Skuldir eiga að lækka

Í fjárhagáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert fyrir lækkun skulda borgarsjóðs og engum nýjum langtímalánum. Oddviti sjálfstæðismanna segir helst líta út fyrir að óskhyggja ráði ferðinni í áætlunum borgarinnar.

Styrkur hækkaður

Digital Ísland truflaði útsendingar Ríkissjónvarpssins og Skjás Eins, þegar útsendingar hófust.

Vinna hafin að skipulagi Vatnsmýri

Vinna að heildarskipulagi Vatnsmýrar er að hefjast aftur eftir um tveggja ára hlé. Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur skipað stýrihóp til að halda utan um skipulagið.

Einn handtekinn

Einn maður var handtekinn í fyrrakvöld vegna húsbrots í Fossvogi í síðustu viku. Hann gaf sig ekki fram til skýrslutöku og brá lögreglan þá á það ráð að handtaka manninn. Hann gisti í fangageymslu lögreglunnar yfir nótt.

Þrjú hross drápust úr miltisbrandi

Þrjú hross hafa drepist úr miltisbrandi á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Bærinn hefur verið girtur af og öllum sem komið hafa nálægt hrossunum gefin sýklalyf. Miltisbrandur er bráðdrepandi baktería.

Gert upp milli útgerða

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýnir á vefsíðu að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa sé í höndum sveitarfélaganna sjálfra en ekki sjávarútvegsráðuneytisins.

Rannsaka Öskju enn

Rannsókn vegna skemmda á nýlegu náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Öskju, stendur enn yfir. Niðurstöðu rannsóknarinnar var að vænta í september.

Trygg framtíð Orkubúsins

Starfsemi Orkubús Vestfjarða verður frekar efld en að dregið verði úr henni og störfum fækkað ef breytingar verða á rekstrinum.

Varað við Viagra-geli

Lyfjaeftirlitið varar við nýrri tegund af Víagra í gelformi sem er ætlað til áts og er gott á bragðið. Lyfinu hefur verið dreift til kynningar á skemmtistöðum. Gelið er ekki á skrá hjá lyfjaeftirlitinu og því trúlega flutt ólöglega til landsins. Í hjálpartækjaverslunum kannast menn ekki við þetta nýja sælgæti sem veldur aukinni stinningu karlmanna.

Skaðabótamál í undirbúningi

Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn.

Vitnisburður breyttist fyrir dómi

Börkur Birgisson neitar nær öllum sakargiftum í málatilbúnaði á hendur honum. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa reynt að drepa mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í ágúst síðastliðnum. Hann játar á sig brot á vopnalögum.

Framleiðsla kísildufts úr sögunni

Hugmyndir um framleiðslu kísildufts á Mývatni eru endanlega úr sögunni eftir að Promeks, fyrirtækið sem þróaði aðferð við vinnslu þess, fór fram á gjaldþrotaskipti í gær.

Nauðganir vopn í stríðsátökum

Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum.

Stakk mann með skærum

Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Samgöngur til Eyja í lamasessi

Samgöngur til Vestmannaeyja eru í lamasessi og þær þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins. Samgönguráðherra segir að niðurstöðu um hugsanlega hafnargerð í Bakkafjöru sé að vænta eftir tvö ár.

Staða krónunnar óheppileg

Sterk staða krónunnar er óheppileg fyrir þjóðarbúið þegar á heildina er litið að mati Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir opinberra starfsmanna eru langt umfram þróun á almennum vinnumarkaði og greiðsluafgangur ríkissjóðs er of lítill.

Kennt verði alla virka daga

Menntamálaráðherra segir mikilvægt að kennt verði alla virka daga í grunnskólum landsins til að bæta fyrir nær átta vikna hlé sem varð á kennslu meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð.  Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Flugfélög sýna Íslandi áhuga

Erlend flugfélög hafa verið að skoða möguleikann á að hefja áætlunarflug til Íslands að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Leifsstöðvar. Aðeins tvö flugfélög eru með áætlunarflug til og frá landinu: Icelandair og Iceland Express.

Hætti að reykja og gekk Kínamúrinn

Huldar Breiðfjörð ákvað að ganga Kínamúrinn allan vegna þess að hann hætti að reykja. Hann skrifaði bók um gönguförina og fólkið sem hann kynntist. Hann segist ekki enn vera búinn að átta sig á Kína.

Uppsafnaðar skuldir gamla skólans

Stjórnendur Tækniháskóla Íslands segja bága fjárhagsstöðu skólans tilkomna vegna uppsafnaðra skulda gamla Tækniskólans sem fallið hafi á herðar Tækniháskólans þegar hann var stofnaður um mitt ár 2002. Í frumvarpi til laga um afnám Tækniháskólans segir að skólinn hafi verið rekinn með halla frá því að hann var stofnaður um mitt ár 2002.

Miltisbrandur á Vatnsleysuströnd

Þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað að því er segir í tilkynningu frá yfirdýralækni og sóttvarnalækni. Sýkinga í fólki sem hefur komist í snertingu við dýrin hefur ekki orðið vart. Ekki er vitað hvernig smitið barst í hrossin en það er í rannsókn.

Ók tvisvar á lögreglubíl

Kona á fertugsaldri, sem ók tvisvar á lögreglubíl í gærkvöldi þannig að tveir lögreglumenn meiddust og lögreglubíllinn varð óökufær, var handtekin í Breiðholti eftir miðnætti. Upphaflega hafði konan elt bíl í Kópavogi og bað ökumaður hans lögregluna um aðstoð.

Stúlkurnar betri í stærðfræði

Íslenskar stúlkur eru mun betri en drengir í stærðfræði samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun. Ísland er eina landið þar sem stúlkur eru verulega betri en piltar í stærðfræði við 15 ára aldur samkvæmt PISA-rannsókn OECD. Hið almenna mynstur í stærðfræði hjá öllum þátttökuþjóðunum var að piltar væru nokkuð betri í stærðfræði en stúlkur, en Ísland var eina landið þar sem munurinn snerist algerlega við.

Höfuðkúbubrotinn eftir fall

Maður liggur rænulítill á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa fallið niður stiga á veitingahúsi í miðborginni eftir miðnætti. Að sögn vitna steig hann ógætilega aftur fyrir sig og féll við það niður stigann og hafnaði á gólfinu fyrir neðan.

Hlutur KB í Baugi til sölu

22 prósenta hlutur KB banka í Baugi er til sölu, að því er Sigurður Einarsson stjórnarformaður bankans segir í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi eignast þennan hlut þegar Baugur var tekinn af markaði í Kauphöllinni, bankinn eigi engan mann í stjórn Baugs og komi ekki nálægt rekstrinum.

Fór á Vog eftir yfirheyrslur

Ungi maðurinn, sem framdi rán í tveimur söluturnum í Vesturborginni með skömmu millibili í fyrrakvöld og var handtekinn með þýfið á sér, fór í vímuefnameðferð á Vog að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. Hann hafði einmitt útskrifað sig sjálfur þaðan í fyrrakvöld, skömmu áður en hann framdi ránin.

Lítrinn niður fyrir 100 krónur

Verð á bensínlítranum er komið niður fyrir hundrað krónur lítrinn og þarf að leita aftur í ágústmánuð til að finna sambærilegt verð. Þessu marki var náð eftir að Atlantsolía og sjálfsafgreiðslustöðvar stóru olíufélaganna lækkuðu verðið um nokkrar krónur í gærkvöldi.

Lögreglumenn í lífshættu

Kona á fertugsaldri stofnaði lífi og limum tveggja lögregluþjóna í hættu þegar hún ók tvívegis á bíl þeirra á fullri ferð í Reykjavík í gærkvöldi og stakk svo af. Báðir lögreglumennirnir meiddust og lögreglubíllinn, sem var nýr, sterkbyggður Volvo, varð óökufær eftir ósköpin.

Sjá næstu 50 fréttir