Innlent

Höfuðkúbubrotinn eftir fall

Maður liggur rænulítill á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa fallið niður stiga á veitingahúsi í miðborginni eftir miðnætti. Að sögn vitna steig hann ógætilega aftur fyrir sig og féll við það niður stigann og hafnaði á gólfinu fyrir neðan. Hann hlaut meðal annars mikið höfuðhögg svo blæddi úr báðum eyrum og bendir það til þess að hann sé höfuðkúpubrotinn. Að sögn læknis á gjörgæsludeild gekkst maðurinn undir víðtækar rannsóknir í nótt og er líðan hans orðin með þeim hætti að hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild í dag, en verður eitthvað áfram á spítalanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×