Innlent

50% fleiri strákar mjög slakir

Helmingi fleiri strákar en stúlkur í tíunda bekk eru mjög slakir í stærðfræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum PISA-könnunarinnar. Um 6% drengja hafa litla sem enga kunnáttu í stærðfræði en aðeins tæp 3% stúlkna. Júlíus K. Björnsson hjá Námsmatsstofnun segir muninn á stærðfræðigetu kynjanna hér á landi alfarið skýrast af því að mun fleiri strákar en stúlkur séu mjög illa staddir í faginu. Hins vegar séu enginn munur á stöðu kynjanna þegar eingöngu eru skoðaðir þeir sem standa mjög vel að vígi. Hann segir þann mikla mun sem kom fram á stærfræðikunnáttu stúlkna og drengja hér á landi í PISA-könnuninni ekki nýjan af nálinni, heldur hafi þetta verið svona árum saman.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×