Innlent

Annir við leyfisveitingu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir mikilli aukningu í útgáfu tóbakssöluleyfa á næsta ári. Undanfarin ár hefur hún gefið út um 40 leyfi á ári, en á næsta ári er reiknað með að þau verði 200. Ástæðan fyrir þessu er að krafa um tóbakssöluleyfi var fyrst gerð árið 2001 og er þeim sem selja tóbak gert að endurnýja leyfin á fjögurra ára fresti. Á næsta ári þarf því að endurnýja þau leyfi sem hafa verið í gildi frá 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×