Innlent

Telja Jón Steinar hæfastan

Um tíu manna hópur lögmanna finnst Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður ekki njóta sannmælis í umsögn Hæstaréttar og hefur hafið undirskriftarsöfnun meðal lögmanna honum til stuðnings. Sveinn Andri Sveinsson er í hópi lögmannanna og segir hann lögmennskuna hafa verið verðfellda í umsögninni. Sveinn Andri segir einkennilegt að lögmennska tveggja umsækjenda sé lögð að jöfnu þegar annar hefur starfað við hana í þrjátíu ár en hinn í fimmtán. "Mat okkar er að Jón Steinar sé í hópi fremstu lögmanna á Íslandi. Ef hann hlýtur jafn lélega umsögn og raun ber vitni þá mun ekki vera tilefni fyrir lögmenn yfir höfuð að sækja um stöðu hæstaréttardómara," segir Sveinn Andri. Sveinn segir ekki spurningu að Jón Steinar sé hæfastur umsækjenda, a.m.k. sé hann jafnhæfur ýmsum öðrum umsækjendum. "Allir umsækjendur uppfylla hæfniskröfur þannig að ráðherra hefur algjörlega frjálsar hendur við skipun í stöðuna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×