Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu.

Í gæslu­varð­haldi fram að helgi

Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 

Rússar þvinguðu bandarískan dróna til nauðlendingar

Bandaríski flugherinn sakar Rússa um glannaskap þegar rússnesk herþota þvingaði bandarískan eftirlitsdróna til þess að nauðlenda í Svartahafi í dag. Atvikið er það fyrsta á milli ríkjanna tveggja frá því að stríðið í Úkraínu hófst.

Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana

Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir.

Targi Książki zakończone sukcesem

W czasie tegorocznych Targów Książki Stowarzyszenia Islandzkich Wydawców, które odbyły się w hali sportowej Laugardalur, sprzedano 97 827 książek.

Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð

Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna.

Sam­mála um að upp­færa Sam­göngu­sátt­málann

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða.

Fundi Katrínar og Zelenskys lokið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið.

Mrozy niespotykane od 1951 roku

Meteorolog Einar Sveinbjörnsson mówi, że okres mrozów które są rejestrowane w ciągu ostatnich kilku dni jest prawdziwą anomalią pogodową. Takiej pogody nie było od 1951 roku.

Dæmd í átta ára fangelsi fyrir að ljúga ítrekað um nauðganir

Bresk kona hefur verið dæmd til átta og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ljúga því að henni hefði verið nauðgað og gerð að kynlífsþræl af asískum mönnum. Hún laug því einnig að aðrir menn hefðu brotið á sér kynferðislega. Hin 22 ára gamla Eleanor Williams er sögð hafa barið sjálfa sig með hamri og veitt sér þannig sár sem hún sakaði mennina um að hafa valdið.

Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi.

Fundurinn einn sá ein­­kenni­­legasti að mati Sig­mars

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis.

Að minnsta kosti fimm börn getin með stolnu sæði

Læknir á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð tók sæði frá mönnum sem höfðu skilað inn sýnum vegna frjósemisrannsókna og notaði til að gera konur þeim ókunnugar þungaðar. Frá þessu var greint í Uppdrag granskning fyrir helgi.

Aukið eftir­lit í kjöl­far morð­máls árið 2017 loks á teikni­borðinu

Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Úkraínuferð forsætis- og utanríkisráðherra sem nú stendur yfir. 

Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa

Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag.

Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 

Fannst sárt að sjá fólk verja Ís­lensku óperuna

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám.

Kirkjugarður í Wales varð að vígvelli

Nýlega opinberað myndband sýnir hvernig hópur manna barðist með hömrum, kylfum, hnífum, öxum og sveðjum í Morriston kirkjugarðinum í Swansea í Wales í fyrra. Þrettán hafa verið dæmdir vegna átakanna en þau leiddu til þess að nokkrir særðust alvarlega, jarðarfarir voru truflaðar og legsteinar skemmdir.

Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra.

Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun.

Kínverjar opna fyrir erlendum gestum

Kínverjar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir erlendum ferðamönnum á ný eftir kórónuveirufaraldurinn og taka breytingarnar gildi strax á morgun miðvikudag.

Tveir látnir í Kanada eftir að ekið var á gangandi veg­far­endur

Tveir menn eru látnir og níu særðir eftir að pallbíl var ekið á gangandi vegfarendur í bænum Amqui, norður af borginni Quebec, í Kanada. Lögregla hefur handtekið 38 ára ökumann bifreiðarinnar og verið er að rannsaka hvort hann ók viljandi á fólkið.

Á­fram norð­læg átt í vændum

Áfram er norðlæg átt í vændum og verður vindur víða á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu. Hvassari vindstrengir geta látið á sér kræla við austurströndina. Frost verður á bilinu átta til fimmtán stig í dag.

Á­hættu­mat RLS í hæsta stig og öryggis­mynda­vélum fjölgað

Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn.

Trump skellir skuldinni á Pence fyrir á­rásina á þing­húsið

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna.

Skiptu fölsuðum evru seðlum fyrir ís­lenskar krónur

Héraðssaksóknari hefur ákært fimm manns fyrir að láta út falsaða evru peningaseðla í Reykjavík árið 2020. Seðlarnir, sem voru 100 og 200 evra, voru að minnsta kosti 63 talsins og fengu fimmmenningarnir rúma milljón króna upp úr krafsinu. 

Mögu­legt að greinar­gerð um Lindar­hvol verði aldrei birt

Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína.

Skot­maðurinn hand­tekinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum

Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými.

Sjá næstu 50 fréttir