Fleiri fréttir

Hvetja stjórn­völd til að hafna frum­varpi um af­nám banns við klámi

Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins.

Efling í­hugar hvort til­efni sé til að á­frýja

Stéttarfélagið Efling skoðar nú með sínum lögmönnum hvort tilefni sé til að áfrýja dómum Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu eða hvort rétt sé að láta kyrrt liggja í ljósi þess að langstærstum hluta krafnanna hefur verið hafnað.

Sammála niður­stöðu LOGOS varðandi mál­efni ÍL-sjóðs

Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.

Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól

Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld.

Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun

Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni.

Fjöl­margar niður­skurðar­til­lögur munu hafa bein á­hrif á vel­ferð barna

Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu í dag þar sem samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR reyna að landa kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og fylgjumst með stöðu mála.

Fóru of­fari við lög­legar upp­sagnir og greiða starfs­mönnum bætur

Stéttarfélagið Efling hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur.

Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna

Réttarmeinafræðingur Los Angeles hefur staðfest að leikkonan Anna Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna þegar hún lenti í bílslysi í sumar. Hún slasaðist alvarlega í slysinu og dó skömmu síðar, eftir að hafa verið í dái. Hún var 53 ára gömul.

Bæjar­stjóri segir læknis­leysið ó­boð­legt

Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ.

Rada Miasta Reykjavik zatwierdziła budżet

Zeszłej nocy, większością głosów Rada Miasta zatwierdziła nowy budżet. W komunikacie podano, że plan budżetowy bierze pod uwagę nową prognozę makroekonomiczną Głównego Urzędu Statystycznego i zakłada dalszy rozwój miasta i pełne finansowanie podstawowych usług, ale także ograniczenie innych operacji.

Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi

Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. 

Máli Sam­takanna 22 gegn varaþing­manni VG vísað frá

Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar. 

Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika

Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins.

Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins

Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til.

Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni

Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag.

Vildu koma prins til valda í Þýskalandi

Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands.

Thomas er fundinn

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í dag eftir Thomasi De Farrier, 56 ára gömlum karlmanni frá Bretlandi. 

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verða málefni Sjúkratrygginga ríkisins til umræðu, kjaramálin eins og síðustu daga og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, svo nokkuð sé nefnt.

Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu

Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi.

Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin

Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 

Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“

Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum.

Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið

„Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“

Meirihluti Demókrata geirnegldur

Demókratar geirnegldu meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt þegar í ljós kom að þeir fóru með sigur af hólmi í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu.

Frost að fimm stigum og bætir í vind á morgun

Útlit er fyrir norðaustan- og norðanátt í dag þar sem og vindur verður yfirleitt fremur hægur. Það mun þó blása með austurströndinni þar sem vindhraði gæti gægst yfir 10 metra á sekúndu.

Hani, krummi, hundur, svín sem borðar ís

Svín sem borðar ís, gamalt fólk, ólíklegir vinir og frægar nöfnur. Óhætt er að segja að Magnús Hlynur hafi fært okkur margar jákvæðustu og skemmtilegustu fréttir ársins. Hér er farið yfir nokkur gullkorn.

Rafdrifni Lexus-inn sem á að taka við af LFA

Lexus ætlar að smíða rafdrifinn frammistöðubíl sem mun taka við keflinu af hinum rómaða LFA. LFA er V10 bensín bíll. Nú hafa verið opinberaðar myndir af nýja rafsportbílnum.

Sjá næstu 50 fréttir