Fleiri fréttir

Gul viðvörun enn í gildi á Vestfjörðum

Veðurstofan segir að það verði áfram hvöss norðaustanátt norðvestantil á landinu og fer ekki að lægja fyrr en seinnipartinn, en annars staðar er mun hægari vindur í dag.

Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref

Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera.

Fékk sársaukafyllsta sjúkdóm í heimi eftir efnabruna

Lífið tók U-beygju hjá ungri konu fyrr á þessu ári þegar hún greindist með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallaður hefur verið sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi. Þrátt fyrir gríðarlega mikil veikindi og miklar breytingar í lífinu lætur hún ekki deigan síga. Framtíðarplönin eru fleiri en áður eða líf með sjúkdómi og líf án hans. Allt geti gerst.

Ó­þolandi að stór hrunmál eyði­leggist vegna klúðurs

Vararíkissaksóknari segir það óþolandi að stór hrunmál sem sakfellt var í skuli nú eyðileggjast vegna klúðurs í kringum ólíka túlkun Hæstaréttar og endurupptökudóms á lögum. Embættið hafi þó ekki um að annað að velja en að fylgja fordæmi Hæstaréttar sem hefur nú vísað frá tveimur slíkum málum.

Vona að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir

Úkraínskir embættismenn telja að það muni taka rússneskt herlið minnst eina viku að hörfa frá vesturbakka Dnipro-ár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínski herinn hefur frelsað 41 byggð á svæðinu að sögn forseta Úkraínu. Íbúar á svæðinu fögnuðu fyrstu nótt þagnar frá því að stríðið hófst og vona að það þýði að Rússarnir séu farnir fyrir fullt og allt.

Bíllinn valt þrjár veltur á Reykja­nes­braut

Bíllinn sem valt á Reykjanesbraut við Sprengisand á níunda tímanum í kvöld valt minnst þrjár veltur. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er talið að þeir hafi slasast alvarlega.

Enn bætist í skulda­súpu Jones vegna sam­særis­kenninga

Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða.

Bíll valt við Sprengisand

Tilkynnt var um bílveltu við Sprengisand í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Þegar sjúkraliðar komu á vettvang voru allir komnir út úr bílnum og voru á fótum.

„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“

Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins.  

Áminning læknis skal standa

Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa.

Héraðs­dómur hafi ekki tekið mið af mati geð­læknis

Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan, þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum.

Býður fundarlaun þeim sem getur bent á brennuvarg við Elliðavatn

Guðmundur Unnsteinsson, sem varð fyrir því um síðustu áramót að kveikt var í bústaðnum hans á Þingnesi við Elliðavatn, býður hverjum þeim fundarlaun sem veitt getur upplýsingar um brennuvarginn. Tveir bústaðir við vatnið brunnu til grunna í kringum síðustu áramót og virðist sem um vel skipulagðan ásetning hafi verið að ræða en ekki óviljaverk óreglufólks.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hussein ber vitni frá Grikk­landi

Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, verður ekki fluttur til Íslands til þess að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi dóminn ekki hafa heimild til að gefa út sérstaka vitnakvaðningu í málinu.

Garðabær og Samtökin´78 í samstarf

Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar.

Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy

Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans.

Málskostnaður og vextir sem falla á ríkið metið á um 70 milljónir króna

Gestur Jónasson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjárfestis, hefur ritað grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann segist vona að aldrei muni það gerast aftur að einstaklingur þurfi að standa í svo langvinnum málarekstri. Orð hans má túlka sem harða gagnrýni á ákæru- og dómsvaldið.

Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu

Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu.

Borgar sig síður að fara í skóla vegna krónutöluhækkana

Krónutöluhækkanir síðustu ára hafa leitt til þess að það borgar sig síður hér á landi en annars staðar að fara í skóla, segir hagfræðingur BHM. Um fjórðungur Íslendinga er einungis með grunnskólapróf og hlutfallið er það hæsta á Norðurlöndum.

4048 Islandczyków odmówiło oddania narządów

Na początku 2019 roku weszła w życie znowelizowana ustawa o dawstwie narządów, która mówi o tym, że wszyscy obywatele zostają automatycznie zarejestrowani jako dawcy. Każdy ma jednak możliwość wyrejestrowania się z tej listy, za pośrednictwem strony Heilsuvera.

25 íbúðir á besta stað á Flúðum

Skrifað var undir verksamning milli Hrunamannahrepps og fyrirtækisins Gröfutækni ehf. í dag. Þar með er hafin uppbygging á fyrsta áfanga íbúðahverfisins Byggða á Bríkum á Flúðum. Alls verða byggðar 25 íbúðir. 

Fyrsta staðfesta smit BPIV3

Veiran BPIV3 (Bovine Parainfluenza Virus 3) greindist nýlega í nautgripum í fyrsta skiptið hér á landi. Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. Ekki er ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða. Veiran veldur ekki sýkingum í fólki.

Bjarni segir stjórnvöld ekki eiga að tryggja öllum sömu niðurstöðu í lífinu

Matvælaráðherra segir að málaferli gegn Samherja vegna meintrar spillingar hafi skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs og fjármálaráðherra telur að stjórnvöld eigi að tryggja að allir hafi sömu tækifæri en eigi ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum sömu útkomu í lífinu. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

„Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“

Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Málefni flóttamanna, stríðið í Úkraínu og kröfur BHM fyrir komandi kjaraviðræður eru á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 

Volvo EX90 kynntur til sögunnar

Volvo EX90 er sjö manna rafmagnsútgáfa að XC90 sem hefur verið afar vinsæll bíll í vöruframboði Volvo. Það eru því stórir skór sem þarf að fylla. Bíllinn var frumsýndur í gær.

Ó­við­unandi á­stand fyrir Norð­lendinga

Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. 

„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“

Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum.

Flestar brottfarir í október voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 159 þúsund í nýliðnum október samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta októbermánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í ár voru 80% af því sem þær voru í októbermánuði 2018 eða þegar mest var.

Varað við stormi á Vestfjörðum síðdegis

Gul viðvörun vegna norðaustan hvassviðris eða storms með snjókomu tekur gildi á Vestfjörðum síðdegis. Spáð er 15-23 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum

Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni

Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga.

Sjá næstu 50 fréttir