Bílar

Volvo EX90 kynntur til sögunnar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Volvo EX90.
Volvo EX90.

Volvo EX90 er sjö manna rafmagnsútgáfa að XC90 sem hefur verið afar vinsæll bíll í vöruframboði Volvo. Það eru því stórir skór sem þarf að fylla. Bíllinn var frumsýndur í gær.

Volvo var einn fyrsti bílaframleiðandinn sem tilkynnti um áætlanir sínar til að skipta alveg yfir í rafbíla. Markmiðið sem Volvo setti sér var að selja einungis rafknúna bíla eftir árið 2030. Volvo selur núna tvo rafbíla, C40 og XC40, EX90 er þriðji bíllinn í vöruframboðinu. EX90 er fyrsti Volvo-inn sem er byggður og hannaður frá grunni sem rafbíll. Grunnurinn er sennilega sá sami og verður notaður í Polestar 3.

Afturljósin á Volvo EX90.

EX90 á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni og hann er 496 hestöfl. Rafhlaðan er 111kWh og tekur um 70% hleðslu, frá 10% til 80% á um 30 mínútum í hraðhleðslu.

Volvo hefur staðsett EX90 sem staðgengil XC90 sem eru stór orð. Honum er ætlað að uppfylla sömu þarfir viðskiptavina, auk þess að ganga fyrir rafmagni.

Framendinn á Volvo EX90.

Útlit

Framendinn skartar engu „gervi-grilli“ sem er algengt þegar brunahreyfilsbílar eru rafvæddir. Í staðinn er Volvo merki í miðjunni á frekar minimalískum grunni. Afturendinn er afar Volvo-legur. Ljósin eru klárlega úr Volvo fjölskyldunni.

Innra rými í Volvo EX90.

Innréttingin

Augun leita fyrst að 14,5 tommu skjánum í miðri innréttingunni. Skjárinn er notaður fyrir afþreyingarkerfið. Að öðru leyti er innra rýmið í EX90 afar einfalt, stílhreint og alls ekki ólíkt því sem finna má í Polestar 2, tilviljun? Sennilega ekki, þar sem Polestar er meðal annars í eigu Volvo. Ekki verður hægt að fá bílinn með leðursætum, innréttingin er úr umhverfisvænum efnum og að einhverju leyti úr endurunnu plastflöskum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×