Fleiri fréttir

Reyndu að hlaupa undan og fela sig í garði

Svo virðist sem gærkvöldið og nóttin hafi verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má yfirlit yfir verkefnin á svæðinu.

Spor­vagn skreyttur norður­ljósum í til­efni af for­mennsku Ís­lands

Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins.

„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“

Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra.

Biden hrósaði varnar­sigri

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024.

Þrjú ríki munu ráða úrslitum

Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing.

Hafa lagt út milljónir vegna ófrjósemi

Kona sem greitt hefur sjö milljónir króna í meðferðir og annan kostnað vegna ófrjósemi segir mikilvægt að fólk í sömu sporum fái meiri fjárhagslegan stuðning.

Þver­pólitísk sátt um of­skynjunar­sveppi

Þingmenn úr öllum flokkum standa að baki þingsályktunartillögu sem var mælt fyrir á Alþingi í dag um að heimila notkun efnisins sílósíbín í geðlækningaskyni. Efnið er svokallað hugvíkkandi efni og er virka efnið í 250 mismunandi sveppategundum, sem stundum eru nefndir ofskynjunarsveppir.

Fá­heyrt að stjórnar­and­staðan nái ekki tökum á báðum þing­deildum

Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins.

Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum

Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa.

Leigjendum fórnað á altari fasteignafélaga

Formaður Leigjendasamtakanna segir áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum lítið gagnast leigjendum vegna þess að hún væri öll á forsendum fasteignafélaga. Eina vonarglætan fyrir leigjendur væri í uppbyggingu verkalýðsfélaganna sem enn væru aðeins með lítinn hluta leigumarkaðarins.

Harma það að til­mælin hafi ekki verið nógu skýr

Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum velta á niðurstöðum í þremur ríkjum, þar sem gríðarmjótt er á munum. Hin svokallaða rauða bylgja repúblikana reið varla yfir, að sögn stjórnmálaskýrenda, og demókratar unnu hálfgerðan varnarsigur - þó að þeir bíði nú milli vonar og ótta.

Boða til kosninga í Fær­eyjum eftir út­göngu Mið­flokksins

Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 

Fara fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson

Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar.

Ó­vissa varðandi leik­skólann Hlíð: „Erum í raun á hrak­hólum“

Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði.

Reyndi að kasta eggjum í konunginn

Karlmaður var í dag handtekinn fyrir að kasta eggjum í átt að Karli III Bretlandskonungi í borginni York. Maðurinn náði ekki að hitta konunginn í þremur köstum. 

Kann að enda með að boðað verði til þing­kosninga

Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum.

Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins.

Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða

Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims.

Fleiri skili skömminni og til­kynni of­beldis­brot en áður

Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér.

Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum.

Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin

Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi.

Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson

Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kosningar í Bandaríkjunum, ráðstefna kvenleiðtoga í Hörpu og kynnig á nýrri skýrslu um friðlýsingar hér á landi er á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Dæmdur fyrir árás á veitinga­stað á Akra­nesi

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa ráðist á annan mann á veitingastaðnum Gamla Kaupfélagið á Akranesi í júlí 2021.

„Pabbi var að lemja mömmu“

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni.

Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum

Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum.

Bein útsending: Landssamráðsfundur um ofbeldi

Fyrsti landssamráðsfundurinn um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess verður haldinn í dag, miðvikudaginn 9. nóvember, klukkan 8.30. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu á Vísi.

Trump hótar DeSantis

Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár.

Sjá næstu 50 fréttir