Fleiri fréttir

Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb

Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón.

Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Svartur reykur hefur legið yfir Akranesi og nærliggjandi svæði eftir að mikill eldur kom upp í um eitt hundrað bílhræjum við bæjarmörkin í dag. Framkvæmdastjóri Málma endurvinnslu segir eldinn hafa breiðst hratt út og að stoltið sé sært vegna atviksins. Við verðum í beinni þaðan í kvöldfréttum og ræðum við slökkvilið um stöðu mála.

Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut

Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki.

Hilmar þriðji varaforseti ASÍ

Hilmar Harðarson hefur verið kosinn þriðji varaforseti Alþýðusambands Íslands. Hann var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar ASÍ í gær, þann 26. október.

Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa

Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna.

Undrandi á hug­myndum um að hætta að flagga á Sigló

„Ég var nú mest hissa og undrandi á þessu,“ segir Siglfirðingurinn Kristján L. Möller um hugmyndir bæjarráðs Fjallabyggðar um að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við ráðhúsið við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins.

Fönguðu lifandi leðurblöku

Leðurblaka, svokölluð trítilblaka, fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi í síðustu viku. Skipverjar fönguðu hana lifandi og komu til Náttúrustofu Austurlands.

Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld

Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra.

Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum

Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn.

Ekki hægt að ræða fundinn vegna almannahagsmuna

Dómsmálaráðherra segir almannahagsmuni koma í veg fyrir að hann geti upplýst um efni fundarins sem aðstoðarmaður hans sat um Samherjamálið með namibískri sendinefnd. Hann hafnar gagnrýni yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum um að staða rannsóknarinnar sé nánast vandræðaleg fyrir Ísland.

Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni

Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn.

Al­var­legt að jaðar­setja trú og skilning á henni hjá börnum

Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 

Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins

Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um mögulegan formannsslag í Sjálfstæðisflokknum, tannréttingar barna, málefni Ferðafélags Íslands og vendingar á Alþingi frá því í morgun. 

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Lofts­lags­ráðs

Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs.

Guð­laugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis

Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni.

Silne trzęsienie na północy

Minionej nocy mieszkańców północy kraju obudził wstrząs. Około 30 kilometrów od wyspy Grímsey zarejestrowano trzęsienie ziemi o sile 4 stopni w skali Richtera.

Fałszywe zagrożenie bombą

Wczoraj na lotnisku międzynarodowym w Keflaviku aktywowano alarm z powodu zagrożenia bombowego. Informacja o zagrożeniu pojawiła się na Twitterze.

Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin.

Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi

Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að  það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð.

Fundaði með fjöl­mennum hópi úr bak­landinu í Grafar­vogi

Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi.

„Það væri náttúrulega bara stórslys“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér.

Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers

Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal.

Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár

Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund.

Veðrið með ró­legasta móti

Veður er með rólegasta móti á landinu um þessar mundir. Veðurstofan segir norðlæga eða breytilega átt í vændum og vindur víðast hvar hægur. Það blæs aðeins með austurströndinni, fimm til tíu metrar á sekúndu á þeim slóðum.

„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist

Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður.

Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald.

Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs

„Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Óþrifnaður við gosstöðvarnar

Mörg hundruð manns leggja leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á hverjum degi þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá goslokum. Klósettskortur á svæðinu hefur verið til vandræða þar sem þreyttir göngugarpar hafa gert þarfir sínar úti í náttúrunni og skilið ummerkin eftir.

Óttast dreifingu ebólu í höfuðborg Úganda

Sex börn úr sömu fjölskyldunni í Kampala, höfuðborg Úganda, hafa greinst með ebólu. Yfirvöld óttast að útbreiðslan verði hraðari nú þegar hún hefur náð til þéttbýlli svæða landsins.

Pýton­slanga gleypti konu í Indónesíu

Pýtonslanga gleypti konu á sextugsaldri á eyjunni Súmötru í Indónesíu á sunnudagskvöld. Atvikið átti sér stað á plantekru þar sem konan starfaði. 

Sjá næstu 50 fréttir