Fleiri fréttir

Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár

Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu.

Skjálfta­hrina hafin í Mýr­dals­jökli

Skjálftahrina er hafin í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar yfir 2 að stærð hafa orðið í austanverðri öskju Mýrdalsjökul síðan um hádegisbil. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,8 að stærð.

Heiða Björg gefur ekki kost á sér á­fram

Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár.

Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt?

Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn.

Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar.

Margrét Frið­riks krefst 29 milljóna vegna brott­vísunarinnar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag.

Fjögur látin eftir elds­voða í fangelsi á svörtum lista

Eldur braust út í Evin fangelsinu í Tehran í Íran í gærkvöldi, fjórir eru sagðir látnir og 61 slasaður eftir eldsvoðann. Yfirvöld segja reykeitrun hafa valdið dauða þeirra sem létust. Fangelsið hýsir meðal annars pólitíska fanga og hefur verið sett á svarta lista vegna mannréttindabrota.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna upp innan nefndarinnar.

Brjálað veður á Kjalar­nesi: Veginum lokað

Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Leigu­bíl­stjóri skotinn til bana

Leigubílstjóri var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Tilkynningar um skotárás bárust lögreglu klukkan 3.30 og lík bílstjórans fannst á bílastæði í hverfinu Bergsjön. 

250 manna flug­slysa­æfing á Akur­eyri

Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni.

Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru

Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi.

Ekkert sem bendi til að það fari að gjósa

Litlar breytingar hafa mælst á rennsli í jökulánni Gígjukvísl það sem af er degi og eru enn engin merki um gosóróa í Grímsvötnum. Mælingar Veðurstofunnar benda til að vatnshæðin í Gígjukvísl hafi ekki enn náð hámarki en flóðatoppurinn gæti sést síðar í kvöld.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni. Við sýnum frá samstöðufundi sem fram fór í dag.

Börn og konur séu illa stödd á mót­mælum í Íran

Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku.

Stjórnarkreppa í Katalóníu

Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug.

Saur frá mönnum á tún bænda vegna hækkandi áburðaverðs?

Miklir möguleikar felast í úrgangi laxeldis hér á landi í áburðarnotkun fyrir bændur á tún sín á sama tíma og áburðaverð í heiminum hefur rokið upp úr öllum hæðum. Þá kemur úrgangur úr mönnum einnig til greina, sem áburður á túnin.

Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu

Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu.

Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn

Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við.

Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn

Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um útlendingamál. Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við.

Dóms­mála­ráð­herra leggi til harðari stefnu en ná­granna­­þjóðir

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta.

Mikilvægasta stundin í dag

Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. 

Rigning, slydda og gular viðvaranir

Í dag er ekki spáð úrkomu sunnantil á landinu en norðantil verður rigning eða slydda. Búast má við snjókomu á heiðum. Vaxandi norðanátt er á landinu, víða 13-20 metrar á sekúndu. Gular viðvaranir taka gildi um norðanvert landið um hádegisbilið í dag.

Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia

George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu.

Aukning í fæðingar­þung­lyndi feðra

Ljósmóðir sem sér um mæðravernd segist hafa orðið vör við aukningu í fæðingarþunglyndi hjá feðrum og mökum. Hægt er að skima alla foreldra, ekki bara mæður.

Tvær líkamsárásir í nótt

Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Eldsvoði við Grandagarð í nótt

Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í nótt. Mikill eldur og reykur var á svæðinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ná tökum á honum.

BL frumsýnir nýjan sjö manna fjórhjóladrifinn lúxusrafjeppa

Hongqi er nýtt vörumerki hjá BL við Sævarhöfða og verður af því tilefni haldin sérstök frumsýning í dag, laugardaginn 15. október milli kl. 12 og 16. Á sýningunni verður flaggskip framleiðandans, hinn aldrifni (AWD) og 100% rafdrifni lúxusjeppi, Hongqi E-HS9, kynntur og verður reynsluaksturbíll til taks á staðnum.

Kveður eftir tuttugu ár sem hafnar­stjóri

Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu.

13 milljarðar í annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi

Um fjörutíu ný hús verða byggð í öðrum áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi, þar á meðal tvö hótel. Framkvæmdir hefjast næsta vor og munu taka 36 mánuði. Kostnaður við verkið er á milli 12 og 13 milljarðar króna.

Sjá næstu 50 fréttir