Fleiri fréttir

Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika.

Ekkert lát á ógnandi heræfingum Kínverja í kringum Taívan

Kínverjar tilkynntu í morgun að þeir hefðu framlengt heræfingar sínar í kringum Taívan. Æfingarnar hafa truflað flutninga og flugsamgöngur síðustu daga ásamt því að auka á áhyggjur manna af því að Kínverjar hafi í hyggju að ráðast inn í landið.

Tesla Model Y að verða mest seldi bíll heims

Rafjepplingurinn Tesla Model Y er á hraðri leið með að vera mest seldi bíll ársins 2022 þegar horft er til tekna af sölu. Á næsta ári er útlit fyrir að Model Y verði mest seldi bíll heims þegar kemur að seldum eintökum. Það verður að teljast merkilegur árangur fyrir stóran rafbíl.

Patman nýr sendiherra á Íslandi

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza

Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. 

Sam­tökin '78 rekin á yfir­dráttar­láni

Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur.

Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur

Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi.

Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði

Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu.

Ekki úti­lokað að fleiri skjálftar verði

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu.

Maður féll í gil í Norðdal

Maður féll niður í gil í Norðdal í dag og slasaðist töluvert að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn björgunarsveitar á Ströndum. Fallið hafi verið um tuttugu til þrjátíu metrar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni, þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu.

Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna

Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var.

Fær­eyingar segja nei takk við Herjólfi III

Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólfur III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Ekki sé nægt pláss í Herjólfi til að hann leysi Smyril af.

Áfram lokað til morguns

Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Ung börn ör­mögnuðust á leiðinni frá gos­stöðvunum

Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi.

Sak­felldir fyrir að fé­flétta mann á ní­ræðis­aldri

Þrír sænskir bræður hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa fengið rúmlega áttatíu ára gamlan mann til gefa sér íbúð. Bræðurnir aðstoðuðu manninn við búslóðarflutning í fyrra en þekktu hann ekki að öðru leyti.

Starfs­fólk spítalans rífist hvert við annað

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. 

Stór skjálfti á Reykja­nes­skaga

Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð.

Sænskur þing­maður sendi nektar­myndband úr þing­húsinu

Nektarmyndband af sænskum þingmanni sem talið er að hafi verið tekið upp í þinghúsinu þar í landi er nú í dreifingu samkvæmt Aftonbladet. Maðurinn situr á þingi fyrir Svíþjóðardemókrata en flokkurinn hefur hafið rannsókn á málinu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkfall ekki út af borðinu

Uri Geller segir skoska einka­eyju sína vera sjálf­stæða smá­þjóð

Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá.

Fleiri skip sigla úr höfn

Fjögur skip með korn innanborðs sigldu út á Svartahaf frá Úkraínu í morgun. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en samanlagt voru um 160 þúsund tonn í skipunum fjórum.

Allt að 22 gráður fyrir norðan en gular við­varanir sunnan­lands

Í dag eru gular veðurviðvaranir við gildi á Suðurlandi og Faxaflóa en hiti á suðvesturhorninu verður á bilinu níu til sextán stig. Á norðaustanverðu landinu verður þurrt fram eftir degi með hita að 22 stigum. Fyrri hluta dags verður suðaustan átt og snýst hún í suðvestan seinnipartinn. 

„Það sem er mikil­vægt er að þetta má ekki gleymast“

Súgfirðingar gengu í gær til minningar þeirra fjölmörgu æðarfugla sem þurfi að aflífa eftir olíuslys í þorpinu fyrr á árinu. Skipuleggjandi segir mikilvægt að atvikið gleymist ekki og að lærdómur verði dreginn af því.

Mikið um rafs­kútu­slys í nótt

Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist.

Hin­segin fólk á­hyggju­fullt vegna bak­slags

Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu.

Eld­gosið kosti Grinda­víkur­bæ 60 milljónir

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs.

Annar elds­neytisgeymslutankur sprakk á Kúbu

Eldsneytisgeymslutankur við höfnina í Matanzas á Kúbu sprakk nú í morgun vegna elds sem hafði logað á svæðinu um nóttina. Eldurinn logaði vegna eldingar sem hafði slegið niður í samskonar tank á föstudagskvöld og hann einnig sprungið.

Biden búinn að losna við Covid, aftur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest.

Gleði­gangan fínasti stað­gengill Fiski­dagsins

Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim.

Sjá næstu 50 fréttir