Fleiri fréttir Sumarhiti í Alaska: 19,4 gráður mældust á Kódíakeyju Hitinn á Kódíakeyju í Alaska í Bandaríkjunum mældist 19,4 gráður síðastliðinn sunnudag, en aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í ríkinu í desembermánuði. Fyrra hitamet fyrir desember var þar slegið um heilar 3,9 gráður. 29.12.2021 08:20 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29.12.2021 08:19 Fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings látinn Harry Reid, fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, er látinn, 82 ára að aldri. Reid var þingmaður Demókrata í öldungadeildinni fyrir Nevada á árunum 1987 til 2017 og var jafnframt forseti öldungadeildarinnar frá 2007 til 2015. 29.12.2021 07:40 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29.12.2021 07:23 Allhvöss norðanátt og snjókoma eða él víða á landinu Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu. 29.12.2021 07:09 Myndband: Amazon Rivian bílar farnir að sjást á götum úti Amazon pantaði 100.000 sendibíla frá Rivian sem nú eru farnir að koma á göturnar. Markmiðið er að rafvæða sendibílaflotaflota Amazon og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaut fyrir árið 2040. 29.12.2021 07:01 „Aðeins“ 90 skjálftar mælst frá miðnætti Rólegt hefur verið á slóðum skjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. Frá miðnætti hafa tæplega 90 skjálftar mælst, allir í minni kantinum. 29.12.2021 07:01 Kynþokkafyllsta yfirferð ársins Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa. 29.12.2021 06:53 Bleyta „heilu bækurnar“ í spice til að koma þeim inn Fangelsismálayfirvöld hafa gert pappír sem fangar fá sendan upptækan og látið efnagreina hann. Ástæðan er sú að borið hefur á því að fíkniefnið spice sé leyst upp í vökva og pappír bleyttur í vökvanum. 29.12.2021 06:43 Flestir með ómíkron en fæstir á spítala Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar. 28.12.2021 23:22 Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar. 28.12.2021 23:19 Vilja útgöngubann á Tenerife á gamlárskvöld Lagt hefur verið til að útgöngubann taki gildi á Tenerife á Spáni eftir miðnætti á gamlárskvöld vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Nái tillagan fram að ganga er gert ráð fyrir að bannið taki gildi eftir miðnætti á gamlárskvöld og þann 5. janúar. 28.12.2021 22:29 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28.12.2021 22:08 Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28.12.2021 22:07 „Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“ Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins. 28.12.2021 22:02 Óheimilt að selja gæsina á Facebook Matvælastofnun tilkynnti í gær að óheimilt væri að selja og dreifa afurðum gæsa og annarra villtra fugla án leyfis stofnunarinnar. Margir veiðimenn drýgja tekjur með sölu afurðanna en auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar. 28.12.2021 21:58 Loka leikskólanum, sundlauginni og íþróttahúsinu á Vopnafirði Af þeim 45 sýnum sem tekin voru af íbúum og starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnubúðar á Vopnafirði í morgun reyndust fimm jákvæð. Voru þau ýmist tekin af starfs- eða heimilisfólki. Leikskólinn, sundlaugin og íþróttahúsið í bænum verða lokuð á morgun. 28.12.2021 21:54 Alexa sagði tíu ára barni að snerta rafmagnskló með klinki Amazon hefur nú uppfært raddstýrða Echo-forritið Alexu, eftir að hún lagði það til að tíu ára barn tæki peningamynt og léti hana snerta rafmagnskló sem stæði hálf út úr innstungu. 28.12.2021 21:39 Rekordowa liczba zakażonych Częstotliwość występowania zakażeń w Islandii należy obecnie do najwyższych w Europie. W ciągu jednego tygodnia koronawirusem zostało zarażonych 3600 osób. 28.12.2021 21:25 Þórdís Kolbrún ber sig vel í einangrun og segist enn sömu skoðunar Átta þingmenn og þrír ráðherrar hafa greinst smitaðir frá því fyrir jól. Engu að síður tókst að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag. 28.12.2021 21:09 Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala „Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót. 28.12.2021 21:03 Hakerzy włamali się do sieci Strætó Wczoraj ujawniono włamanie do sieci firmy transportowej Strætó. 28.12.2021 20:53 Finnur lítið fyrir veirunni á Tene þrátt fyrir hærra nýgengi en á Íslandi Nýgengi kórónuveirusmita á spænsku eyjunni Tenerife, sem er vinsæll áfangastaður sólarþyrstra Íslendinga, er hærra en hér á landi. Ísland er með hæsta nýgengi allra Evrópulanda. 28.12.2021 20:37 Stálu stórum dráttarbíl Strætó Dráttarbíl Strætó af gerð Scania 440 var stolið af athafnasvæði Strætó á Hesthálsi í dag. Upplýsingafulltrúi segir að lögreglu hafi verið gert viðvart og verið sé að skoða myndefni úr myndavélum á svæðinni. 28.12.2021 20:34 Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur. 28.12.2021 20:07 Björgunarsveitir kallaðar út víða á Norðurlandi eystra Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra hafa haft þó nokkuð að gera í dag, vegna mikillar ofankomu. Veður hefur verið nokkuð slæmt á köflum í landshlutanum í dag og björgunarsveitum borist nokkur útköll. 28.12.2021 18:51 Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28.12.2021 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö greinum við frá neyðarástandi sem lýst var yfir á Landspítalanum í dag vegna mikilla forfalla starfsmanna spítalans. Þá náði Ísland þeim vafasama heiðri í dag að hvergi er nýgengni smitaðra meiri í Evrópu en hér á landi. 28.12.2021 18:08 Maðurinn fannst heill á húfi Uppfært: Maðurinn sem lögregla og björgunarsveitir leituðu að í kvöld fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Fréttina um leitina má lesa hér að neðan: 28.12.2021 17:54 Handtekinn vopnaður byssu og sveðju Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan sveðju og byssu í Höfðanum í Reykjavík fyrr í dag. Aðilinn var handtekinn nokkru síðar og færður í fangaklefa. 28.12.2021 17:25 Brotist inn í netkerfi Strætó Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum. 28.12.2021 16:58 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28.12.2021 16:39 Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28.12.2021 16:28 Í mál við TikTok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum. 28.12.2021 16:11 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28.12.2021 15:18 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28.12.2021 15:15 Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28.12.2021 15:10 Þríeykið fer yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00 vegna stöðu faraldurs kórónuveiru hér á landi. 28.12.2021 14:57 Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28.12.2021 14:33 Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28.12.2021 14:31 Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28.12.2021 13:55 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28.12.2021 13:51 Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun. 28.12.2021 13:07 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28.12.2021 13:07 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28.12.2021 12:55 Sjá næstu 50 fréttir
Sumarhiti í Alaska: 19,4 gráður mældust á Kódíakeyju Hitinn á Kódíakeyju í Alaska í Bandaríkjunum mældist 19,4 gráður síðastliðinn sunnudag, en aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í ríkinu í desembermánuði. Fyrra hitamet fyrir desember var þar slegið um heilar 3,9 gráður. 29.12.2021 08:20
Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29.12.2021 08:19
Fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings látinn Harry Reid, fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, er látinn, 82 ára að aldri. Reid var þingmaður Demókrata í öldungadeildinni fyrir Nevada á árunum 1987 til 2017 og var jafnframt forseti öldungadeildarinnar frá 2007 til 2015. 29.12.2021 07:40
Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29.12.2021 07:23
Allhvöss norðanátt og snjókoma eða él víða á landinu Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu. 29.12.2021 07:09
Myndband: Amazon Rivian bílar farnir að sjást á götum úti Amazon pantaði 100.000 sendibíla frá Rivian sem nú eru farnir að koma á göturnar. Markmiðið er að rafvæða sendibílaflotaflota Amazon og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaut fyrir árið 2040. 29.12.2021 07:01
„Aðeins“ 90 skjálftar mælst frá miðnætti Rólegt hefur verið á slóðum skjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. Frá miðnætti hafa tæplega 90 skjálftar mælst, allir í minni kantinum. 29.12.2021 07:01
Kynþokkafyllsta yfirferð ársins Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa. 29.12.2021 06:53
Bleyta „heilu bækurnar“ í spice til að koma þeim inn Fangelsismálayfirvöld hafa gert pappír sem fangar fá sendan upptækan og látið efnagreina hann. Ástæðan er sú að borið hefur á því að fíkniefnið spice sé leyst upp í vökva og pappír bleyttur í vökvanum. 29.12.2021 06:43
Flestir með ómíkron en fæstir á spítala Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar. 28.12.2021 23:22
Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar. 28.12.2021 23:19
Vilja útgöngubann á Tenerife á gamlárskvöld Lagt hefur verið til að útgöngubann taki gildi á Tenerife á Spáni eftir miðnætti á gamlárskvöld vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Nái tillagan fram að ganga er gert ráð fyrir að bannið taki gildi eftir miðnætti á gamlárskvöld og þann 5. janúar. 28.12.2021 22:29
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28.12.2021 22:08
Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28.12.2021 22:07
„Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“ Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins. 28.12.2021 22:02
Óheimilt að selja gæsina á Facebook Matvælastofnun tilkynnti í gær að óheimilt væri að selja og dreifa afurðum gæsa og annarra villtra fugla án leyfis stofnunarinnar. Margir veiðimenn drýgja tekjur með sölu afurðanna en auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar. 28.12.2021 21:58
Loka leikskólanum, sundlauginni og íþróttahúsinu á Vopnafirði Af þeim 45 sýnum sem tekin voru af íbúum og starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnubúðar á Vopnafirði í morgun reyndust fimm jákvæð. Voru þau ýmist tekin af starfs- eða heimilisfólki. Leikskólinn, sundlaugin og íþróttahúsið í bænum verða lokuð á morgun. 28.12.2021 21:54
Alexa sagði tíu ára barni að snerta rafmagnskló með klinki Amazon hefur nú uppfært raddstýrða Echo-forritið Alexu, eftir að hún lagði það til að tíu ára barn tæki peningamynt og léti hana snerta rafmagnskló sem stæði hálf út úr innstungu. 28.12.2021 21:39
Rekordowa liczba zakażonych Częstotliwość występowania zakażeń w Islandii należy obecnie do najwyższych w Europie. W ciągu jednego tygodnia koronawirusem zostało zarażonych 3600 osób. 28.12.2021 21:25
Þórdís Kolbrún ber sig vel í einangrun og segist enn sömu skoðunar Átta þingmenn og þrír ráðherrar hafa greinst smitaðir frá því fyrir jól. Engu að síður tókst að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag. 28.12.2021 21:09
Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala „Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót. 28.12.2021 21:03
Hakerzy włamali się do sieci Strætó Wczoraj ujawniono włamanie do sieci firmy transportowej Strætó. 28.12.2021 20:53
Finnur lítið fyrir veirunni á Tene þrátt fyrir hærra nýgengi en á Íslandi Nýgengi kórónuveirusmita á spænsku eyjunni Tenerife, sem er vinsæll áfangastaður sólarþyrstra Íslendinga, er hærra en hér á landi. Ísland er með hæsta nýgengi allra Evrópulanda. 28.12.2021 20:37
Stálu stórum dráttarbíl Strætó Dráttarbíl Strætó af gerð Scania 440 var stolið af athafnasvæði Strætó á Hesthálsi í dag. Upplýsingafulltrúi segir að lögreglu hafi verið gert viðvart og verið sé að skoða myndefni úr myndavélum á svæðinni. 28.12.2021 20:34
Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur. 28.12.2021 20:07
Björgunarsveitir kallaðar út víða á Norðurlandi eystra Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra hafa haft þó nokkuð að gera í dag, vegna mikillar ofankomu. Veður hefur verið nokkuð slæmt á köflum í landshlutanum í dag og björgunarsveitum borist nokkur útköll. 28.12.2021 18:51
Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28.12.2021 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö greinum við frá neyðarástandi sem lýst var yfir á Landspítalanum í dag vegna mikilla forfalla starfsmanna spítalans. Þá náði Ísland þeim vafasama heiðri í dag að hvergi er nýgengni smitaðra meiri í Evrópu en hér á landi. 28.12.2021 18:08
Maðurinn fannst heill á húfi Uppfært: Maðurinn sem lögregla og björgunarsveitir leituðu að í kvöld fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Fréttina um leitina má lesa hér að neðan: 28.12.2021 17:54
Handtekinn vopnaður byssu og sveðju Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan sveðju og byssu í Höfðanum í Reykjavík fyrr í dag. Aðilinn var handtekinn nokkru síðar og færður í fangaklefa. 28.12.2021 17:25
Brotist inn í netkerfi Strætó Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum. 28.12.2021 16:58
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28.12.2021 16:39
Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28.12.2021 16:28
Í mál við TikTok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum. 28.12.2021 16:11
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28.12.2021 15:18
Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28.12.2021 15:15
Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28.12.2021 15:10
Þríeykið fer yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00 vegna stöðu faraldurs kórónuveiru hér á landi. 28.12.2021 14:57
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28.12.2021 14:33
Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28.12.2021 14:31
Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28.12.2021 13:55
Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28.12.2021 13:51
Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun. 28.12.2021 13:07
Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28.12.2021 13:07
Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28.12.2021 12:55