Bílar

Myndband: Amazon Rivian bílar farnir að sjást á götum úti

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Séð aftan á rafsendibíl frá Rivian.
Séð aftan á rafsendibíl frá Rivian.

Amazon pantaði 100.000 sendibíla frá Rivian sem nú eru farnir að koma á göturnar. Markmiðið er að rafvæða sendibílaflotaflota Amazon og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaut fyrir árið 2040.

Hér að neðan er myndband síðan í haust. Myndbandið er frá Amazon þar sem bílarnir eru kynntir til leiks.

Svo virðist sem 14, 20 og 25,5 rúmmetra bílar verði í boði. Það væri áhugavert að sjá rafsendibílinn við hlið brunahreyfilssendibíla Amazon, sem eru af ýmsum stærðum og gerðum allt frá litlum sendibílum yfir í stóra kassabíla.

EVD 500 eða 14 rúmmetra bíllinn á að vera með drægni upp á um 241 kílómetra, sá 20 rúmmetra verður með sömu drægni. En sá sem er 25,5 rúmmetrar verður með um 193 km drægni. Sá stærsti átti upprunalega að vera síðastur í framleiðslu, ekki er ljóst hvort breytingar hafi orðið á því.

Rivian hefði geta framleitt smærri bíla sem væru þá líklega með meiri drægni. Bíllinn er merkilega stór að sjá á myndböndum sem náðst hafa á götum úti í Michigan.

Hér má sjá myndband frá MissGoElectric sem sá Rivian Amazon í hleðslu á frekar ryðgaðri hleðslustöð í Woodhaven, Michigan.Amazon fjárfesti um 700 milljónum dollara eða um 91 milljarði króna í Rivian í febrúar árið 2019. Ford fjárfesti fyrir 500 milljónir dollara í Rivian um 65 milljarða króna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.