Fleiri fréttir

Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina.

Guðlaugur Þór í sóttkví

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er kominn í sóttkví. Það er eftir að starfsmaður utanríkisráðuneytisins greindist smitaður af Covid-19 í gær.

Mobilny punkt szczepień ruszył w trasę

Chcąc dotrzeć do osób, które nie zostały jeszcze zaszczepione, służba zdrowia wychodzi naprzeciw potrzebom i zachęca firmy oraz instytucje do skorzystania z mobilnego punktu szczepień.

Launa­munurinn geti vel skýrst af há­launa­störfum

For­maður BSRB harmar gagn­rýni innan úr röðum Starfs­greina­sam­bandsins og segir ekki hægt að þá stað­reynd í efa að opin­berir starfs­menn séu lægra launaðir að meðal­tali. Hún úti­lokar þó ekki að þetta eigi aðal­lega við há­launa­störf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera.

Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við álit landbúnaðarráðherra á blóðmerarhaldi og þeirri meðferð sem sést í nýrri heimildamynd. Hann segir meðferðina til háborinnar skammar en vill ekki leggja mat á hvort hætta þurfi starfseminni hér á landi.

Fimm hundruð milljóna króna deila í óvígðri sambúð

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir fjárslitamál á milli tveggja einstaklinga í óvígðri sambúð, þar sem meðal annars er tekist á um hvort að annar aðilinn hafi átt hálfan milljarð á erlendum bankareikningum.

Katarar létu njósna um forystumenn FIFA

Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar.

194 greindust innan­lands

194 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er næsthæsti fjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var 206 þann 15. nóvember síðastliðinn.

Gular við­varanir vegna norðan hríðar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna norðan hríðar sem skellur á landið í kvöld.

Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims

Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól.

Þing kemur saman eftir ó­venju­langt hlé

Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett.

Að minnsta kosti 45 látnir eftir rútubruna í Búlgaríu

Að minnsta kosti 45 létu lífið í rútuslysi í Búlgaríu í nótt. Slysið varð á hraðbraut í vesturhluta landsins en rútan er sögð hafa ekið á vegrið með þeim afleiðingum að mikill eldur kom upp í henni.

431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika

475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða.

Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt.

Allt of langt hlé og skað­legt fyrir lýð­ræðið

Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá ára­tugi tekur enda á morgun. Stjórnar­and­stöðu­þing­menn óttast af­leiðingar svo langs hlés fyrir lýð­ræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verk­efni komandi þings - kjör­bréfa­málið.

„Kerfis­bundið og sí­endur­tekið dýra­níð“

Formaður Félags hrossabænda segist telja fólk úr sínum röðum vera slegið yfir þeim myndum sem sáust í myndbandi sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Félag tamningamanna kallar eftir úrbótum og skorar á MAST að taka sig á í eftirliti.

Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins

Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 

„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“

„Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku.

Rann­saka hvort reynt hafi verið að keyra á börn í Garða­bæ

Nokkrar kærur hafa borist lög­reglu eftir að hópur krakka safnaðist saman fyrir utan heimili í Garða­bæ á laugar­dags­kvöld og hafði í hótunum við heimilis­fólkið. Heimilis­faðirinn hefur einnig verið kærður en hluti krakkanna sakar hann um að hafa reynt að keyra á sig.

Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu

Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir  sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Bæjarstjórar Akureyrar og Garðabæjar telja rétt að starfshættir hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar verði rannsakaðir. Hjónin ráku dagvistun og leikskóla í Garðabæ í tæp 20 ár. Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið sína kvörtun alvarlega.

Sjö þúsund sprautur í dag og af­ganginum komið út

Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag.

Hand­tekinn eftir að hann veittist að samnemanda

Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja var handtekinn í skólanum um hádegisbil í dag. Þetta staðfestir Guðlaug Pálsdóttir skólameistari í samtali við Vísi og segir að nemandi hafi veist að samnemanda sínum.

„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“

Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“.

Stullarnir sverja af sér svindl við bókun í Golfbox

Golfhópurinn Stullarnir, sem í eru margir landsþekktir einstaklingar svo sem Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður, Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og Hreggviður Jónsson forstjóri, eru sakaðir um svindl við bókun rástíma. Allt logar stafna á milli í golfhreyfingunni vegna málsins.

Af­gangur af örvunar­skömmtum í boði í Laugar­dals­höll

Um fjögur hundruð örvunarskammtar með mRNA bóluefni Pfizer eru eftir í Laugardalshöll og standa fólki til boða til klukkan fjögur í dag. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mánuðir þurfa þó að hafa liðið frá sprautu númer tvö.

Sjá næstu 50 fréttir