„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 20:00 „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08. Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08.
Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira