Fleiri fréttir

Þriggja bíla árekstur við Sæbraut

Þriggja bíla árekstur varð við gatnamót Sæbrautar og Dalbrautar í Reykjavík fyrir stuttu. Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu.

„Þetta var hreinasta helvíti“

Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin.

Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku

Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi.

Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli

Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við mann sem dvaldi sumarlangt á barnaheimilinu að Hjalteyri og sætti þar miklu ofbeldi.

BSRB fari fram með á­róður sem skaði lág­launa­fólk

Stjórnar­maður í Starfs­greina­sam­bandinu segir BSRB fara með rang­færslur um launa­mun milli opin­bera og al­menna vinnu­markaðarins. Hann óttast að yfir­lýsingarnar geti skaðað lægst launaðu um­bjóð­endur sína.

Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald.

102 greindust innan­lands í gær

102 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 62 af þeim 102 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 61 prósent. Fjörutíu voru utan sóttkvíar, eða 39 prósent.

Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu

Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart.

Eldur í gardínum í íbúð við Álfta­mýri

Eldur kom upp í blokkaríbúð í Álftamýri í gærkvöldi. Tilkynning barst slökkviliðinu um að gardínur íbúðarinnar stæðu í ljósum logum og var allt tiltækt lið sent á vettvang.

Scania vinnur verðlaun fyrir sjálfbærni flutningabíla

Scania hefur unnið fjölda verðlauna fyrir sjálfbærni flutningabíla sinna á undanförnum misserum. Nú hefur Scania 25 P BEV flutningabíllinn tryggt bílaframleiðandanum enn ein verðlaunin með því að vinna sjálfbærniverðlaunin á Sty 2022 verðlaunahátíðinni á Ítalíu.

„Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðar­á­stand“

„Rakel er ekki hætt, hún sinnir starfi sínu sem fréttastjóri til áramóta og í kjölfarið verður auglýst eftir fréttastjóra,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í svari við fyrirspurn Vísis um það hvers vegna ekki verður auglýst í stöðu fréttastjóra RÚV fyrr en eftir áramót.

Áttu hálf­tíma langt sím­tal við Peng Shuai

For­svars­menn Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar ræddu við kín­versku tennis­konuna Peng Shuai í gegn um mynd­bands­sím­tal í hálf­tíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo þar sem hún sakaði Z­hang Gaoli, fyrr­verandi vara­for­seta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Guðna blöskrar óþarfa framúrakstur: „Hvað er fólk að pæla?“

Tólf létust að meðal­tali ár­lega í um­ferðar­slysum á Ís­landi á síðasta ára­tug saman­borið við 20 ára­tuginn á undan. Á sama tíma liggur þó fyrir að 25.000 Ís­lendingar nota ekki bíl­belti. Al­þjóð­legur minningar­dagur þeirra sem látist hafa í um­ferðar­slysum er í dag.

Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum

Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu.

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.

Hópuðust saman við heimili sam­nemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur

Lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út að heimili í Garða­bæ í gær­kvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilis­fólkið. Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn gerir ráð fyrir að heimilis­fólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í fram­haldi unnið í sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd, enda séu krakkarnir ó­sak­hæfir.

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar dvaldi sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í fréttaauka að loknum íþróttafréttum.

„Auð­vitað er þetta svika­mylla“

Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið.

Meina ferða­mönnum að­gang að eyju á Ítalíu vegna gos­ó­róa

Bæjarstjóri eyjarinnar Vulcano, sem er í eyjaklasa í námunda við Sikiley á Ítalíu, hefur beðið fólk að yfirgefa ákveðið svæði á eyjunni vegna gosoróa. Um hundrað og fimmtíu manns búa á svæðinu og ferðamönnum hefur verið meinaður aðgangur að eyjunni allri.

Þrjár Co­vid-inn­lagnir

Þrír voru lagðir inn á Landspítala í gær með Covid-19 og liggja nú alls 23 inni. Þrír þeirra hafa lokið einangrun en eru ekki útskrifaðir. Fjórir liggja á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél.

Sjá næstu 50 fréttir