Fleiri fréttir

Náðu að knýja fram upphitaðan körfuboltavöll

Upphitaður körfuboltavöllur, frisbígolf og slökunarherbergi er á meðal þess sem krakkar í lýðræðisþingi í Stykkishólmi hafa beitt sér fyrir, kosið um og komið í gegn á undanförnum misserum. Krakkarnir segja mikilvægt að þeirra rödd fái líka að heyrast í samfélaginu en eru ekkert endilega vissir um að þá langi á þing.

Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð

Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu.

Líkir Birgi við Júdas

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag.

Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum

Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður kjósendur afsökunar á brotthvarfi Birgis Þórarinssonar úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. Rætt verður við Sigmund Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Líst ekkert sérlega vel á að kjósa aftur

Fólk er almennt ekki sérlega spennt fyrir uppkosningu þrátt fyrir annmarka á talningu í Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdin þar hefur laskað traust almennings á kosningum ef marka má viðmælendur fréttastofu.

Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson

Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn.

Stöðvuðu hópslags­mál á veitinga­stað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi.

Tesla Model Y - Rafjepplingur sem virkar fyrir vísitölufjölskyldu og fleiri

Tesla Model Y hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Bíllinn er fimm manna raf(sport)jepplingur. Sjö sæta útgáfan er væntanleg. Bíllinn er eins og aðrar Tesla bifreiðar, vel úthugsaðar. Þemað við fyrstu kynni af Tesla bifreiðum er „af hverju var ekki einhver löngu búinn að þessu?“ Svarið er vanalega að slíkar breytingar séu tímafrekar og flóknar fyrir rótgróna bílaframleiðendur.

Leikari varð undir leik­mynd og lést

Rússneskur leikari lést þegar hann lenti undir leikmynd sem var látin síga niður á svið í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. Atvikið átti sér stað þegar verið var að sýna óperuna Sadko í dag.

For­maður Heim­dallar gagn­rýnir vista­skipti Birgis

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans.

Tali­banar ætli ekki að starfa með Banda­ríkja­mönnum gegn ISIS

Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu.

Kanslari Austur­ríkis stígur til hliðar

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast.

Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið

Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim.

Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn sá langstærsti á þingi, með sautján þingmenn, eftir að Birgir Þórarinsson gekk til liðs við hann. Ákvörðunin er umdeild en í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varaþingmann Sjálfstæðisflokksins sem segir Birgi þurfa að aðlaga sig að málum Sjálfstæðisflokksins. Þá segir þingflokksformaður að ákvörðun Birgis hafi verið hnífstunga í bak kjósenda.

Tékk­neska stjórnin fallin

Útlit er fyrir að ríkisstjórn tékkneska forsætisráðherrans og auðjöfursins Andrej Babiš sé fallin, en þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í þingkosningum þar í landi.

Bjarni Ben býður Birgi vel­kominn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, býður Birgi Þórarinsson velkominn í flokkinn, á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu.

Rafmagnslaust í Líbanon

Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga.

Sakar Birgi Þórarins­son um sjálf­hverfu

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Öflugasti skjálfti við Öskju frá aldamótum

Skjálftinn sem reið yfir í Öskju í morgun er sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu frá aldamótum. Talið er að skjálftinn tengist kvikuinnskoti því land heldur þar áfram að rísa.

„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“

Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 

Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina

Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“.

Bein útsending: Göngum í takt

Ráðstefnan Göngum í takt, sem er á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar, um atvinnumál fatlaðs fólks fer fram á Grand Hotel í dag á milli klukkan 13 og 16.

Pól­verji í átján ára út­­legð frá Ís­landi

Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu.

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Birgi Þórarinsson um ákvörðun hans um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar.

Þungunar­rofs­lögin taka aftur gildi í Texas

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi.

Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum

Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið.

Sjá næstu 50 fréttir