Fleiri fréttir

Gular veðurviðvaranir norðvestantil
Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðarfjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðan hríðar.

Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta.

Guðmundur Franklín kominn með nóg
Kjósendur mega ekki búast við því að Guðmundur Franklín Jónsson verði á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum næsta árs. Hann segist ætla að taka sér hlé eftir að flokkurinn náði ekki hálfu prósentustigi atkvæða í Alþingiskosningunum í gær.

Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag
Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag.

Sú yngsta inn og Brynjar út: „Ég hef bara aldrei séð hana áður“
Þau Lenya Rún Taha Karim og Sigmar Guðmundsson voru öllu ánægðari með niðurstöðu kosninganna í nótt en Brynjar Níelsson. Brynjar hafði skipti við Lenyu sem þingmaður í Reykjavík en kennir henni ekki um. Enda hafi hann aldrei séð hana áður.

Enginn hasar á Bessastöðum í dag
Engir leiðtogar verða boðaðir á fund forseta Íslands í dag þar sem ríkisstjórnin missti ekki meirihluta sinn. Forsetinn metur það svo að með tilliti til niðurstaðna sé hægt að stimpla Framsókn og Flokk fólksins sem sigurvegara kosninganna.

Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland
Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins.

Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn
23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata.

Aukafréttatími Stöðvar 2 í tilefni kosninga
Úrslit Alþingiskosninganna eru ljós eftir spennandi nótt. Atburðarásin verður gerð upp í aukafréttatíma klukkan 12 á Stöð 2.

Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi.

Þorgerður Katrín tekur upp hanskann fyrir Katrínu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir ljóst að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórn nema að gera kröfu um forsætisráðherrastólinn. Viðreisn bætti við sig einum þingmanni en Þorgerður Katrín virkaði ekkert sérstaklega ánægð með niðurstöðu flokksins á Sprengisandi í morgun.

Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar
Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda.

Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart.

Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu
Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna.

„Já, fínt“
Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna.

Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil
Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum.

Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni
Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Formennirnir mættu á Sprengisand
Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum.

Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni
Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann.

Stjórnmálamenn út, pítsur og súkkulaði inn
Rís þá í okkur dagur eftir langa nótt, sagði skáldið… Ásýnd miðbæjarins var strax önnur þegar hjólað var til vinnu úr miðbænum og í Laugardal á sjöunda tímanum, þegar tekið var að grána fyrir fyrsta degi nýs pólitísks veruleika á Íslandi að afloknum þingkosningum 2021.

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking missa menn
Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun.

Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn
Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn.

Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar
Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær.

Viaplay sýnir allar Indycar keppnir
Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur útvíkkað réttindi sín til sýninga á NTT INDYCAR SERIES til ársins 2024. Streymisveitan Viaplay, sem er í eigu NENT Group, heldur sýningum frá helstu kappaksturskeppnum Norður-Ameríku áfram á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Sænsku stjörnubílstjórarnir Marcus Ericsson – sem hyggst taka feril sinn í INDYCAR SERIES upp á næsta stig eftir titilbaráttuna 2021 – og Felix Rosenqvist hafa nú þegar verið tilkynntir sem þátttakendur við ráslínuna á nýju tímabili sem hefst í febrúar 2022.

Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“
Sigmar Guðmundsson, sem situr í öðru sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, er einn þeirra jöfnunarmanna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunarsæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjördæminu en hvort hann komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður mun ráðast þegar lokatölur úr Suðvesturkjördæmi verða birtar, líklega á næsta klukkutímanum.

Ók á þrjá bíla og missti framdekkið undan bílnum
Ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt eftir að hann hafði ekið á þrjá bíla og misst annað framdekkið undan bíl sínum. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur.

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ
Þrír karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás í Árbæ. Mennirnir eru nú vistaðir í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar fyrir vistun en ekki er vitað um áverka.

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík
Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

Ásmundur fyrsti þingmaður Framsóknar í Reykjavík norður síðan 2013
Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, er fysti Framsóknarmaðurinn sem kemst á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2013. Ásmundur segist hæstánægður með framgang flokksins í kosningunum.

Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en Miðflokkurinn tapaði manni
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur.

„Við hefðum viljað sjá meira“
Tilfinningar formanns Viðreisnar við tölunum eins og þær standa núna eru blendnar. Flokkurinn er að fá mun minna upp úr kjörkössunum heldur en flestar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir en er þó einn þriggja flokka sem hafa bætt við sig þingmanni.

Verið í samskiptum við Facebook vegna umdeildrar kosningaáminningar
Líkt og í fyrri kosningum birti Facebook á kjördag sérstaka kosningaáminningu sem var ætlað hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn.

Alvarlega særður eftir hnífsstungu í Osló
Karlmaður er alvarlega særður eftir að ráðist var á hann með eggvopni í miðborg Oslóar nú rétt fyrir klukkan þrjú að staðartíma.

Bein útsending: Talningarfólk vinnur af kappi í Laugardalshöll
Starfsfólk í kjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður stendur vaktina í Laugardalshöll langt fram eftir nóttu. Talið er í öllum kjördæmum fram á nótt en í Laugardalshöll er beint streymi.

„Rífandi traustsyfirlýsing“ við stjórnina
Staða ríkistjórnarflokkanna á þingi miðað við núverandi stöðu er „rífandi traustsyfirlýsing“ við stjórnina að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar, stjórnmálafræðings.

Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn?
Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi.

Sigmundur Davíð: „Ekki tilefni til að fara á taugum“
Þegar fyrstu tölur liggja fyrir í öllum kjördæmum stefnir í að Miðflokkurinn missi alla sína þingmenn fyrir utan formann sinn Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.

Fyrstu tölur í öllum kjördæmum: Stefnir í stórsigur ríkisstjórnarinnar
Helstu tíðindi eftir að fyrstu tölur hafa borist úr öllum kjördæmum landsins eru þau að hvorki Sósíalistaflokkur né Miðflokkur ná manni inn á þing og þá bæta ríkisstjórnarflokkarnir samtals við sig sex mönnum.

Inga snortin yfir stuðningnum: „Ég er nú ekki að fara að skæla eins og áður“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hæstánægð með þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir, og hefur komið fram í nýjustu tölum í kvöld. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn.

Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu.

Katrín sátt við fyrstu tölur
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi.

Rak eiginmanninn út á gaddinn til að upplifa töfrabragð kjörstjóra
Dagný Guðjónsdóttir þurfti að hafa aðeins meira fyrir því að nýta kosningaréttinn í dag en flestir aðrir. Kjördagur lenti á sjöunda degi einangrunar og áður en hún vissi af var fresturinn til að sækja um heimakosningu runninn út.

Eiríkur Bergmann: Flokkur fólksins „á rífandi siglingu“
Miðað við fyrstu tölur er Flokkur fólksins að bæta verulega við sig. Eiríkur Bergmann segir flokkkinn á „rífandi siglingu“ og Ingu Sæland stefna í að verða eina af stærstu stjörnum stjórnmálanna.

„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“
Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum.