Fleiri fréttir

Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela at­kvæðum frá þeim rétta

Boris Vis­hn­ev­sky, rúss­neskur fram­bjóðandi stjórnar­and­stöðu­flokks, sakar stjórnina um kosninga­svindl í komandi borgar­stjórnar­kosningum í Péturs­borg. Þegar listi yfir fram­bjóð­endur var birtur síðasta sunnu­dag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vis­hn­ev­sky og voru skugga­lega líkir honum.

Smá­steinum kastað í Tru­deau

Smásteinum var kastað í kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau eftir heimsókn hans í brugghús í gær en hann stendur nú í miðri kosningabaráttu. Trudeau var á leið aftur í rútu sína þegar mótmælandur létu smásteina rigna yfir forsætisráðherrann.

Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið

Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt.

Handtóku mann sem veittist að fólki og skemmdi bíla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um mann sem veittist að fólki og vann skemmdir á bifreiðum í Kópavogi/Breiðholti. Lögregla fann manninn og handtók en sá var í annarlegu ástandi.

Tekinn með hníf á lofti í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem tilkynnt var um að hefði verið með hníf á lofti í Hafnarfirði í dag. Hann var færður í fangaklefa.

Fjöl­miðla­mógúll mildar lofts­lag­s­af­neitun

Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál.

Grunur um ölvun þegar bíll rann út í Nauthólsvík

Ökumaður bifreiðar sem rann út í sjó við Nauthólsvík er grunaður um ölvun við akstur. Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila var í Nauthólsvík en ökumanninum tókst sjálfum að komast á land.

Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn.

Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn

Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma.

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman

Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi

Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir.

Akureyri verði „svæðisborg“

Flokka ætti Akureyri sem „svæðisborg“ með skilgreinda ábyrgð og skyldur til að þjóna íbúa og atvinnulíf í landshlutanum samkvæmt tillögu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Valda­ráns­menn í Gíneu boða nýja þjóð­stjórn

Leiðtogi valdaránsmanna sem steyptu Alpha Condé, forseta Gíneu, af stóli um helgina boðar að ný þjóðstjórn verði mynduð á næstu vikum. Condé er enn í haldi valdaránsmanna og ekki liggur fyrir hvað verður um hann.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að tveir ráðherrar ríkisstjórnar Íslands telja tíma til kominn að létta á aðgerðum innanlands. Sóttvarnalæknir er hins vegar ekki á sama máli. Faraldurinn er á hægri niðurleið og álagið á Landspítalann ekki í nánd því eins mikið og þegar verst lét í þessari bylgju.

Blikur á lofti vegna fellibyljarins Larrys

Veruleg óvissa er í veðurkortum næstu daga vegna fellibyljarins Larrys suður í Atlantshafi. Líklegast er talið að hann gæti átt þátt í suðaustan hvassviðri á landinu í lok næstu helgar.

Loka vegum vegna Skaft­ár­hlaups

Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld.

Lofar andspyrnu gegn Talibönum

Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram.

Hlaup­vatnið komið undan jöklinum

Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Hattur með erfða­efni Napóleons til sölu

Hattur sem fannst nýlega og var í eigu franska keisarans Napóleons Bónaparte er nú til sýningar í uppboðshúsinu Bonhams í Hong Kong. Erfðaefni keisarans fannst inni í hattinum og er því talið nær öruggt að keisarinn hafi borið hattinn á höfði sér.

„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað.

Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kredit­korti mömmu

Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra.

Sjálfstæðismenn séu að reyna að forðast umræðu um skatta

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir sjálfstæðismenn vera að forðast efnislega umræðu um aukið framlag ríkasta fólksins til samfélagsins með málflutningi sínum um meint ólögmæti stóreignaskatts. Hún telur að legið hafi fyrir frá upphafi að áformin standist stjórnarskrá.

Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar.

Reiknað með stærra hlaupi en 2018

Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan  á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1.

Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G

Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns.

26 greindust innan­lands í gær

Alls greindust 26 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent nýgreindra. Tíu voru utan sóttkvíar, eða um 38 prósent.

Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir

Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt.

Sjá næstu 50 fréttir