Fleiri fréttir

Átta hafa sótt um bætur vegna aukaverkana eftir bólusetningu

Átta hafa sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Ekki er búið að fara yfir umsóknirnar en forsenda greiðslu eru klár orsakatengsl milli bólusetninganna og meints tjóns.

Einn laminn með hælaskó og öðrum hrint í veg fyrir bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu um klukkan 19 í gærkvöldi eftir að hún hafði lamið vegfaranda á Hverfisgötu með hælaskól í höfuðið. Fólkið þekktist ekki og ekki er vitað hvað konunni gekk til, segir í tilkynningu lögreglu.

Od piątku władze rozluźniają obostrzenia

Po czwartkowym posiedzeniu parlamentu, Minister Zdrowia ogłosiła wprowadzenie zmian do obowiązujących obecnie obostrzeń związanych z walką z koronawirusem.

„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“

Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 

Opna nýja starfsstöð fyrir Covid-19 hraðpróf

Sameind og AVÍÖR opna í fyrramálið nýja starfsstöð fyrir greiningu á Covid-19 með hraðprófum. Þar verður hægt að framkvæma tvö- til þrjúþúsund hraðpróf á dag. 

Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K?

Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns.

Segir ó­boð­legt að halda tvenn jól í röð án jóla­tón­leika

Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf.

„Maður má ekki vera að væla um djammið, en við þurfum djamm“

Menntaskólanemum finnst að verið sé að svipta þá æskunni, en ljóst er að böll munu ekki falla undir 500 manna sitjandi viðburði með hraðprófi. Stjórnvöld eru að gleyma okkur, segir unga fólkið, sem telur þar að auki að skortur á félagslífi geti komið niður á námsárangri þeirra.

„Sannfærður um að þessi leið muni virka“

„Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram flestar þjóðir og gert sem mest úr þeim. Við erum ein stór fjölskylda og ef allir fá að taka þátt þegar vel gengur þá hafa allir hvata til þess að byggja upp og við þurfum að nýta okkur það.“

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld kafar Kristín Ólafsdóttir ofan í næstu sóttvarnaaðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti í morgun. Næstu aðgerðir eiga að taka gildi á laugardag en ráðherra boðaði fimm hundruð manna viðburði gegn hraðprófum. 

Covid-sjúklingum fækkar um sex milli daga

Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19 en þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Hefur sjúklingum fækkað um sex síðastliðinn sólarhring og var einn fluttur af gjörgæslu.

Rannsókn að ljúka í fimm kannabismálum: Málin tengjast

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings. Málin tengjast öll með einum eða öðrum hætti að sögn yfirlögregluþjóns.

Stytting opnunartíma leikskóla komi verst niður á mæðrum

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um styttingu opnunartíma leikskóla koma verst niður á mæðrum, fólki í vaktavinnu og fólki af erlendum uppruna.

Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga

Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka.

Tæpar þrjár vikur í aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu

Stefnt er á að aðalmeðferð í hinu svokallaða Rauðgerðismáli fari fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. september. Fjórir eru ákærðir í málinu vegna morðsins á Armando Beqiri, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.

Miðflokkurinn vill færa fjármuni beint í vasa landsmanna

Miðflokkurinn kynnti þau tíu mál sem flokkurinn mun leggja áherslu á í kosningastefnu sinni fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkurinn vill meðan annars að helmingur afgangs ríkissjóðs hvert ár renni beint í veski landsmanna.

Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu

Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást.

Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu

Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín.

„Blaut tuska í andlitið á þolendum“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni.

Landamæraskimun verði hætt í Færeyjum

Að sögn Michaels Boolsen, formanns farsóttarnefndar Færeyja, er staðan vegna Covid-19 svo góð í Færeyjum að ráðlagt sé að hætta skimun á landamærunum.

Bein útsending: Hádegisfréttir á Bylgjunni

Einn sjúklingur lést á Landspítalanum síðast liðna nótt vegna covid 19 og hafa þá þrjátíu og einn látist hér á landi vegna veirunnar frá upphafi faraldursins á síðasta ári. Þetta er fyrsta andlátið vegna covid veikinda frá því í maí á þessu ári.

Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað

Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið.

Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“

29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social.

103 greindust innan­lands í gær

103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar.

Andlát vegna Covid-19

Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu.

CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna.

Allt að 533 prósenta hækkun á van­rækslu­gjaldi

Þann 1. maí hækkaði grunnfjárhæð vanrækslugjalds vegna óskoðaðra ökutækja úr 15.000 í 20.000 krónur. Þá fer gjaldið í 40.000 krónur vegna fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonn.

Sjá næstu 50 fréttir