Fleiri fréttir

Neyðarástand ríkir á Haítí

Að mati UNICEF hefur hálf milljón haítískra barna lítinn sem engan aðgang að húsaskjóli, læknisaðstoð, vatni eða næringu.

Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví.

Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli

Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum.

Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla

Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna.

Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu.

Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en sextíu og einn greindist með veiruna innanlands í gær, þar af rétt rúmlega helmingur utan sóttkvíar.

55 í sótt­kví vegna smita tengdum Heilsu­stofnun

Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu eftir að skjólstæðingur greindist með kórónuveiruna síðastliðinn þriðjudag. Alls eru nú 55 í sóttkví vegna tveggja einstaklinga sem hafa dvalið hjá Heilsustofnun og greinst með veiruna.

61 greindist með veiruna innanlands í gær

Að minnsta kosti 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu af þeim eru fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá þremur og óbólusettir eru 28.

Þúsundir freista þess að flýja Talibana

Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst.

Efast um þörfina á örvunarskömmtum

Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim.

Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída

Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði.

Að mestu skýjað og lítils­háttar rigning eða súld

Veðurstofan spáir suðlægum eða breytilegum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu en syðst á landinu má þó reikna með dálitlum suðaustanstreng. Að mestu skýjað og lítilsháttar rigning eða súld í öllum landshlutum.

Hyundai kynnir nettan Bayon

Hyundai á Íslandi frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 fólksbílinn Bayon sem er nýjasta viðbót framleiðandans hér á landi. Bayon er ríkulega búinn bíll með góðri veghæð og hárri yfirbyggingu í ætt við jepplinga, þar sem sest er beint inn og setið hátt.

Merkel og Pútin funda í Moskvu

Angela Merkel kanslari Þýskaland fer til fundar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í dag. Samskipti ríkjanna eru við frostmark og versnuðu mikið vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny og afskipta Rússa af málefnum Úkraínu.

Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum

Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins.

Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum

Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið.

Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar

Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu.

Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG

Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn.

Fékk hænur fyrir að láta gelda sig

Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum.

„Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju

Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“

Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum

Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi.

Fjögur smit tengd við leikskólann á Seyðisfirði

Tveir greindust með Covid-19 í skimunum sem boðið var upp á á Seyðisfirði í tengslum við Covid-19 smit sem kom upp á leikskólanum þar. Alls hafa fjögur smit greinst sem hægt er að tengja við leikskólann.

Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna

Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf.

Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku

Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamálaráðherra segir ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast í eðlilegt horf sem fyrst.

Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni

Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku.

Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferða­mannanna sem eru mis­hressir

Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun.

Sjá næstu 50 fréttir