Fleiri fréttir Upplýsingafundur í dag og allir óbólusettir velkomnir í Höllina í næstu viku Boðað hefur verið til upplýsingafundar kl. 11 í dag um stöðu kórónuveirufaraldursins. Á fundinum fara Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir málin og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um stöðuna á spítalanum. 12.8.2021 06:21 Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12.8.2021 00:00 Flestir sem smitast hafa í hópi bólusettra hafi fengið Janssen Flestir þeirra sem höfðu verið bólusettir en greindust engu að síður með kórónuveiruna í þeirri bylgju faraldursins sem nú stendur yfir höfðu fengið bóluefni Janssen. 11.8.2021 22:55 Segja evrópskt hitamet hafa fallið í dag Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa. 11.8.2021 21:43 Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11.8.2021 20:36 Harpa heldur að hún sé hundur Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. 11.8.2021 20:04 Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. 11.8.2021 20:00 Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. 11.8.2021 19:43 Selur innbúið úr kynlífsherberginu: „Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Innbú úr sérhönnuðu kynlífsherbergi er nú til sölu. Mikill áhugi er á herlegheitunum en kostnaðarverð hlutanna hleypur á hálfri milljón. Eigandi herbergisins segir þörf á sambærilegu athvarfi og vill opna á umræðu um kynlíf. 11.8.2021 19:17 Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. 11.8.2021 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarlegt álag er á göngudeild fyrir Covid sjúklinga á Landspítalanum, en þar eru nú meðal annars að leggjast inn aldraðir erlendir ferðamenn. Áhyggjur eru nú af því að veiran berist í auknum mæli í eldri hópa hér innanlands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 11.8.2021 18:00 Öll greind sýni hafa reynst neikvæð Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra. 11.8.2021 17:27 Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00. 11.8.2021 16:36 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11.8.2021 15:53 Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð. 11.8.2021 14:53 Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 11.8.2021 14:33 Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. 11.8.2021 13:42 Breti handtekinn í Þýskalandi fyrir að njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið breskan mann sem vann í sendiráði Breta í Berlín. Maðurinn er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 11.8.2021 13:11 Ekkert bendi til saknæms athæfis í máli manns sem lést í haldi lögreglu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekkert benda til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar maður lést í haldi lögreglu aðfaranótt 1. ágúst. 11.8.2021 12:11 Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum. 11.8.2021 12:00 „Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. 11.8.2021 12:00 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11.8.2021 11:53 Sóttu kalda strandaglópa við Blöndu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti fjórum útköllum vegna slysa og veikinda í gær. Í fyrrinótt var áhöfnin á TF-EIR kölluð út vegna fólks sem varð strandaglópar við Blöndu eftir bílveltu. 11.8.2021 11:51 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Forsætisráðherra segir stjórnvöld verða að fara yfir markmið sín í loftlagsmálum. Núgildandi markmið dugi ekki eftir svarta skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Við heyrum í Katrínu Jakobsdóttur í hádegisfréttum. 11.8.2021 11:44 Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11.8.2021 10:59 Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. 11.8.2021 10:59 Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11.8.2021 10:52 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11.8.2021 10:50 „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. 11.8.2021 10:35 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11.8.2021 10:24 Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. 11.8.2021 10:05 Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis. 11.8.2021 08:58 Slökkviliðið „stóð á haus“: 57 Covid-19 flutningar „Staðið á haus er það stundum kallað þegar mörg verkefni eru í gangi í einu en það mætti segja um gærkvöldið og síðasta sólahring,“ segir í færslu sem birtist á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 11.8.2021 08:30 Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. 11.8.2021 08:04 Kanadamaður dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir í Kína Kínverskur dómstóll dæmdi í gær Michael Spavor frá Kanada í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann og samlandi hans Michael Kovrig hafa verið í gæsluvarðaldi í tvö ár. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp yfir Kovrig. 11.8.2021 07:38 Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði. 11.8.2021 07:17 Skýjað að mestu en áfram hlýtt Landsmenn mega eiga von á fremur hægri austlægri eða breytilegri átt í dag en dálítið hvassara allra syðst, undir Eyjafjöllum, líkt og í gær. 11.8.2021 07:10 Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi. 11.8.2021 07:02 Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11.8.2021 06:45 Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. 11.8.2021 06:39 Var stöðvaður með fjóra pakka af kjöti í bakpokanum Lögregla var köllu til laust fyrir miðnætti í nótt vegna þjófnaðar úr verslun í Háaleitis- og Bústaðarhverfi. Þar hafði maður verið stöðvaður á leið sinni út og reyndist hafa sett fjóra pakka af kjöti í bakpoka sinn sem hann hugðist taka ófrjálsri hendi. 11.8.2021 06:31 Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. 10.8.2021 22:36 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10.8.2021 22:28 Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. 10.8.2021 22:03 Ráðherra samþykkir bólusetningu barna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að gefa börnum á aldrinum 12 til 15 ára kost á bólusetningu við Covid-19, með bóluefni Pfizer. 10.8.2021 21:44 Sjá næstu 50 fréttir
Upplýsingafundur í dag og allir óbólusettir velkomnir í Höllina í næstu viku Boðað hefur verið til upplýsingafundar kl. 11 í dag um stöðu kórónuveirufaraldursins. Á fundinum fara Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir málin og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um stöðuna á spítalanum. 12.8.2021 06:21
Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12.8.2021 00:00
Flestir sem smitast hafa í hópi bólusettra hafi fengið Janssen Flestir þeirra sem höfðu verið bólusettir en greindust engu að síður með kórónuveiruna í þeirri bylgju faraldursins sem nú stendur yfir höfðu fengið bóluefni Janssen. 11.8.2021 22:55
Segja evrópskt hitamet hafa fallið í dag Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa. 11.8.2021 21:43
Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11.8.2021 20:36
Harpa heldur að hún sé hundur Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. 11.8.2021 20:04
Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. 11.8.2021 20:00
Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. 11.8.2021 19:43
Selur innbúið úr kynlífsherberginu: „Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Innbú úr sérhönnuðu kynlífsherbergi er nú til sölu. Mikill áhugi er á herlegheitunum en kostnaðarverð hlutanna hleypur á hálfri milljón. Eigandi herbergisins segir þörf á sambærilegu athvarfi og vill opna á umræðu um kynlíf. 11.8.2021 19:17
Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. 11.8.2021 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarlegt álag er á göngudeild fyrir Covid sjúklinga á Landspítalanum, en þar eru nú meðal annars að leggjast inn aldraðir erlendir ferðamenn. Áhyggjur eru nú af því að veiran berist í auknum mæli í eldri hópa hér innanlands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 11.8.2021 18:00
Öll greind sýni hafa reynst neikvæð Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra. 11.8.2021 17:27
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00. 11.8.2021 16:36
Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11.8.2021 15:53
Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð. 11.8.2021 14:53
Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 11.8.2021 14:33
Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. 11.8.2021 13:42
Breti handtekinn í Þýskalandi fyrir að njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið breskan mann sem vann í sendiráði Breta í Berlín. Maðurinn er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 11.8.2021 13:11
Ekkert bendi til saknæms athæfis í máli manns sem lést í haldi lögreglu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekkert benda til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar maður lést í haldi lögreglu aðfaranótt 1. ágúst. 11.8.2021 12:11
Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum. 11.8.2021 12:00
„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. 11.8.2021 12:00
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11.8.2021 11:53
Sóttu kalda strandaglópa við Blöndu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti fjórum útköllum vegna slysa og veikinda í gær. Í fyrrinótt var áhöfnin á TF-EIR kölluð út vegna fólks sem varð strandaglópar við Blöndu eftir bílveltu. 11.8.2021 11:51
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Forsætisráðherra segir stjórnvöld verða að fara yfir markmið sín í loftlagsmálum. Núgildandi markmið dugi ekki eftir svarta skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Við heyrum í Katrínu Jakobsdóttur í hádegisfréttum. 11.8.2021 11:44
Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11.8.2021 10:59
Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. 11.8.2021 10:59
Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11.8.2021 10:52
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11.8.2021 10:50
„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. 11.8.2021 10:35
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11.8.2021 10:24
Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. 11.8.2021 10:05
Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis. 11.8.2021 08:58
Slökkviliðið „stóð á haus“: 57 Covid-19 flutningar „Staðið á haus er það stundum kallað þegar mörg verkefni eru í gangi í einu en það mætti segja um gærkvöldið og síðasta sólahring,“ segir í færslu sem birtist á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 11.8.2021 08:30
Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. 11.8.2021 08:04
Kanadamaður dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir í Kína Kínverskur dómstóll dæmdi í gær Michael Spavor frá Kanada í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann og samlandi hans Michael Kovrig hafa verið í gæsluvarðaldi í tvö ár. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp yfir Kovrig. 11.8.2021 07:38
Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði. 11.8.2021 07:17
Skýjað að mestu en áfram hlýtt Landsmenn mega eiga von á fremur hægri austlægri eða breytilegri átt í dag en dálítið hvassara allra syðst, undir Eyjafjöllum, líkt og í gær. 11.8.2021 07:10
Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi. 11.8.2021 07:02
Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. 11.8.2021 06:45
Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald. 11.8.2021 06:39
Var stöðvaður með fjóra pakka af kjöti í bakpokanum Lögregla var köllu til laust fyrir miðnætti í nótt vegna þjófnaðar úr verslun í Háaleitis- og Bústaðarhverfi. Þar hafði maður verið stöðvaður á leið sinni út og reyndist hafa sett fjóra pakka af kjöti í bakpoka sinn sem hann hugðist taka ófrjálsri hendi. 11.8.2021 06:31
Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. 10.8.2021 22:36
Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10.8.2021 22:28
Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. 10.8.2021 22:03
Ráðherra samþykkir bólusetningu barna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að gefa börnum á aldrinum 12 til 15 ára kost á bólusetningu við Covid-19, með bóluefni Pfizer. 10.8.2021 21:44