Fleiri fréttir

Segja evrópskt hita­met hafa fallið í dag

Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa.

Hefur á­hyggjur af stolnum byssum

Vil­hjálmi Árna­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðar­legri aukningu í inn­flutningi á sjálf­virkum skot­vopnum til landsins. Hann telur þó ekki að lands­menn þurfi að hafa á­hyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virki­legt á­hyggju­efni að þessi vopn geti komist í rangar hendur.

Harpa heldur að hún sé hundur

Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Gríðarlegt álag er á göngudeild fyrir Covid sjúklinga á Landspítalanum, en þar eru nú meðal annars að leggjast inn aldraðir erlendir ferðamenn. Áhyggjur eru nú af því að veiran berist í auknum mæli í eldri hópa hér innanlands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Öll greind sýni hafa reynst neikvæð

Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra.

Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks

Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda.

Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu

Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð.

Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til

Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum.

Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví

Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur.

Sóttu kalda strandaglópa við Blöndu

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti fjórum útköllum vegna slysa og veikinda í gær. Í fyrrinótt var áhöfnin á TF-EIR kölluð út vegna fólks sem varð strandaglópar við Blöndu eftir bílveltu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forsætisráðherra segir stjórnvöld verða að fara yfir markmið sín í loftlagsmálum. Núgildandi markmið dugi ekki eftir svarta skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Við heyrum í Katrínu Jakobsdóttur í hádegisfréttum.

Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír

Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins.

Starf­semi Lista­há­skólans á einum stað í Toll­húsinu

Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær.

Minnst 84 greindust innanlands í gær

Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 

„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð.

„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun

Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun.

Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“

Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk.

Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis

Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis.

Slökkviliðið „stóð á haus“: 57 Covid-19 flutningar

„Staðið á haus er það stundum kallað þegar mörg verkefni eru í gangi í einu en það mætti segja um gærkvöldið og síðasta sólahring,“ segir í færslu sem birtist á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“

Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun.

Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti

Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði.

Skýjað að mestu en áfram hlýtt

Landsmenn mega eiga von á fremur hægri austlægri eða breytilegri átt í dag en dálítið hvassara allra syðst, undir Eyjafjöllum, líkt og í gær.

Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron

Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi.

Var stöðvaður með fjóra pakka af kjöti í bakpokanum

Lögregla var köllu til laust fyrir miðnætti í nótt vegna þjófnaðar úr verslun í Háaleitis- og Bústaðarhverfi. Þar hafði maður verið stöðvaður á leið sinni út og reyndist hafa sett fjóra pakka af kjöti í bakpoka sinn sem hann hugðist taka ófrjálsri hendi.

Gosið gjör­breytist með lækkandi sól

Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis.

Ráð­herra sam­þykkir bólu­setningu barna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að gefa börnum á aldrinum 12 til 15 ára kost á bólusetningu við Covid-19, með bóluefni Pfizer.

Sjá næstu 50 fréttir