Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Stutt verður fyrir nemendur Listaháskólans að fara að fá sér pylsu þegar starfsemi skólans flyst í Tollhúsið við Tryggvagötu. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira
Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira