Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Stutt verður fyrir nemendur Listaháskólans að fara að fá sér pylsu þegar starfsemi skólans flyst í Tollhúsið við Tryggvagötu. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira