Fleiri fréttir

Tveir á gjör­gæslu í öndunar­vél

26 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en ekki 24 eins og fram kemur á síðu covid.is. Tveir þeirra eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. 

Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum

Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Að minnsta kosti hundrað og sex greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Fjörtíu og fjórir þeirra voru í sóttkví en sextíu og tveir utan sóttkvíar.

Stjórnar pólitískum um­ræðu­þætti sem sitjandi þing­maður

Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska um­ræðu­þætti á sjón­varps­stöð Hring­brautar fram að næstu al­þingis­kosningum 25. septem­ber. Páll er auð­vitað á­fram sitjandi þing­maður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur.

Bana­slys varð í Stöðvar­firði í gær

Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð.

Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti

Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum.

Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug.

Hiti upp undir 25 stig á Norð­austur­landi

Spáð er að hitatölur verði með því hærra sem sjáist hér á landi í dag þar sem verður upp undir 25 stiga hiti á Norðausturlandi í dag. Spáð er hægum vindi en suðaustanstrekkingi á stöku stað á vestanverðu landinu.

Umferðaraukning á Hringveginum en samdráttur á höfuðborgarsvæðinu

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúmlega þrjú prósent í júlí á meðan umferð á Hringveginum hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Af þessum tölum má álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi flykkst út á Hringveginn í júlí.

Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér

Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda.

Skýrslu um loftslagsvána beðið með eftirvæntingu

Eftir um klukkustund, klukkan átta, verður ítarlegasta skýrsla Sameinuðu þjóðanna til þessa um loftlagsbreytingar kynnt á fréttamannafundi. Skýrslan er sögð fela í sér alvarlega aðvörun til stjórnvalda ríkja heims um að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

„Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Ólétt kona sem flutt var á brott af eyjunni Evia í Grikklandi vegna mikilla gróðurelda sem þar geisa segir aðstæður á eyjunni líkjast hryllingsmynd.

Fjögur erfið útköll á sama hálftímanum

Björgunarsveitir á Suður-, Vestur- og Austurlandi voru kallaðar út í fjögur mismunandi en erfið útköll vegna slysa á fólki á sama hálftímanum í kvöld.

Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél

„Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni.

Slys í Stöðvarfirði

Um klukkan 17 í dag barst lögreglu tilkynning um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði.

Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa.

Ó­sáttir við garð­hýsi í Grjóta­þorpinu

Tveir íbúar í grjótaþorpinu eru ósáttir við svör sem þeir hafa fengið frá borginni vegna garðhýsis sem nágranni þeirra hefur sett upp. Borgin er eini umsagnaraðilinn að byggingunni, sem liggur að borgarlandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir vill að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga og ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir innanlands að svo stöddu. Staðgengill sóttvarnalæknis er hins vegar á öndverðum meiði og hefur efasemdir um að reyna að ná fram hjarðónæmi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Fækkar um einn á milli daga

Tuttugu sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og fækkar um einn á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél.

Bólusetja aftur í Laugardalshöll

Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný.

Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu

Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans.

Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið

Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum.

„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin full­bólu­sett“

Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar.

Útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi

Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907.

Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga

Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna áfram að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum.

Sjá næstu 50 fréttir