Fleiri fréttir

Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi

Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi.

Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs

Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum.

Verða með „björgunar­línu“ í bólu­setningu meðan á fríinu stendur

Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur.

Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum

Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur.

Ó­­sáttir ná­grannar leiddu til hóp­­upp­­­sagnar á hálfu starfsliði

Rekstur fyrir­tækisins Vöku er í hálf­gerðu upp­námi og hefur meira en helmingi starfs­fólks þess verið sagt upp eftir að úr­skurðar­nefnd um­hverfis- og auð­linda­mála lét Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur draga starfs­leyfi þess við Héðinsgötu 2 til baka. Þó nefndin setji sig aðallega upp á móti því að Vaka taki við bíl­hræjum á svæðinu hefur öll þjónusta fyrir­tækisins í hús­næðinu verið stöðvuð.

Fimmfalt fleiri smitast eftir af­nám tak­markana

Tæp­lega 52 þúsund manns greindust með Co­vid-19 í Hollandi í síðustu viku. Það er aukning um 500 prósent frá því sem var í vikunni þar á undan, sam­kvæmt frétt Sky News.

Hóp­­smit um borð í flug­­móður­­skipi drottningar

Um hundrað her­menn á breska flug­móður­skipinu HMS Qu­een Eliza­beth, sem er nefnt í höfuðið á Elísa­betu Eng­lands­drottningu, hafa greinst með Co­vid-19. Her­mennirnir eru allir full­bólu­settir og mun skipið halda á­fram leið­angri sínum.

Minnst sau­tján látin eftir að hótel hrundi í Kína

Sautján eru látnir hið minnsta eftir að hótel hrundi til grunna í kínversku borginni Suzhou í austurhluta landsins. Hótelið hrundi í fyrradag og eftir þrjátíu og sex tíma starf hefur björgunarsveitum tekist að finna tuttugu og þrjár manneskjur í rústunum og voru sex þeirra á lífi.

Gul við­vörun í kvöld

Búast má við fremur mildum sunnanvindum með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands framan af degi, en vestlægari átt og skúrum eftir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Full­yrðingar um sak­fellingar á sam­fé­lags­miðlum standist ekki

Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson segir því fara fjarri að ásökunum kvenna á hendur Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, um kynferðisofbeldi, og viðbrögðum almennings við því megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Þetta segir hann í grein sem birtist hér á Vísi, og virðist ákveðið svar við grein sem lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson birti fyrir viku síðan.

Lewis Hamilton setur upp grasrótarverkefni

Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur sett upp grasrótarverkefni sem er ætlað að auka þátttöku svartra í tæknilegum störfum sérstaklega innan Formúlu 1.

Segja kald­hæðnis­legt að rit­stjórinn birti ekki nöfnin á listanum

Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn, Öfgar og fjöldi kvenna úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu skorar á Tryggva Má Sæmundsson, ritstjóra vefmiðilsins Eyjar.net, til þess að birta 1.660 manna undirskriftalista sem hann skilaði til Þjóðhátíðarnefndar í síðustu viku.

Nöfn þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, hefur fengið Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann sinn til þess að senda fimm einstaklingum kröfubréf, þar sem þess er farið á leit að þeir biðji hann afsökunar á ærumeiðandi ummælum í hans garð, dragi þau til baka og greiði honum miskabætur og lögfræðikostnað.

Guðni kvaddi Ólympíu­farana

Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga.

Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur.

Mikið tekjutap að missa aðganginn

Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina.

Biðla til fólks að fara varlega á stórum mannamótum fram undan

Búist er við mikilli mannmergð á Austurlandi næstu tvær vikur enda fara þar fram þrjár stórar bæjarhátíðir. Aðgerðastjórn vegna Covid-19 á Austurlandi hefur því biðlað til fólks að fara varlega og huga að persónubundnum smitvörnum.

Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli

Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna.

Setti upp myndavél í sameign vegna úrgangs nágrannahundsins

Íslendingi, sem hefur um nokkra hríð haft eftirlitsmyndavél í sameign fjöleignarhúss síns, hefur verið gert að taka hana niður. Að hundur nágrannans geri þarfir sínar á sameiginlegri lóð þeirra er að mati Persónuverndar ekki fullnægjandi ástæða fyrir þörf á öryggismyndavél.

Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ung kona sem hefur síðustu þrjú ár verið ofsótt á netinu með skaðlegum lygum um hana og fölsuðum auglýsingum, þar sem hún er sögð veita gróft kynlíf, segist upplifa sig algjörlega varnarlausa. Berghildur Erla ræðir við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig deildarstjóra kynferðisbrotadeildar sem segir afar erfitt að hafa upp á gerendum í svona málum.

Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp

Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst.

Demókratar flúðu Texas aftur

Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas í Bandaríkjunum hafa flúið ríkið á nýjan leik til að reyna að koma í veg fyrir samþykkt umdeildra lagafrumvarpa í ríkinu. Athygli þeirra beinist sérstaklega að lagafrumvarpi sem mun gera fólki erfiðara að kjósa í Texas en einnig lögum um fósturrof og kennslu um rasisma í Bandaríkjunum.

Fjöldi út­lendinga hefur tafið bólu­setningar í dag

Ljúka átti bólu­setningar­deginum í dag klukkan tvö en að­sókn hefur verið nokkuð meiri en heilsu­gæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragn­heiðar Óskar Er­lends­dóttur, fram­kvæmda­stjóra hjá heilsu­gæslunni.

Færir sig frá New York til Ottawa

Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada.

Obawy związane z podróżami za granicę

Według informacji z biur podróży w ostatnich dniach Islandczycy bardzo licznie wybierali się do Hiszpanii gdzie rośnie liczba zakażonych koronawirusem.

Tekinn með 27 kíló af grasi og 53 lítra af gambra

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn var tekinn með mikið magn maríjúana, kannabisstangla, plöntur og tæpt kíló af amfetamíni. Þá bruggaði maðurinn sömuleiðis gambra.

Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent

Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu.

Fjórir laumu­far­þegar fluttir í sótt­varna­hús

Fjórir laumufarþegar voru um borð í skipi sem kom til hafnar í Straumsvík þann 8. júlí síðastliðinn. Mennirnir dvelja nú í sóttvarnarhúsi en talið er að þeir hafi komið um borð í skipið í Senegal um mánaðamótin maí/júní.

Ástandsskoðun fasteigna ekki síður hagsmunir seljenda en kaupenda

Formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið hafa barist fyrir að ástandsskýrslur gerðar af fagfólki fylgi söluyfirlitum allra íbúðarfasteigna. Slíkt sé til hagsbóta fyrir alla. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð í fimmta sinn fyrir Alþingi í vor og ráðherra falið að undirbúa lagagfrumvarp.

Smit rakið til Bankastræti Club

Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club.

Ætla að blanda bólu­efni eins og enginn sé morgun­dagurinn

Um sjö þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í endurbólusetningu, þar sem fólk fær seinni skammt af bóluefninu, í Laugardalshöll í dag. Þá er opið fyrir aðra í fyrri bólusetningu, og birgðastaðan góð þannig að auðvelt ætti að vera að anna eftirspurn.

Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi

Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi.

Sjá næstu 50 fréttir