Fleiri fréttir

Herða tak­markanir í Frakk­landi en bara fyrir óbólu­­setta

Emmanuel Macron Frakk­lands­­for­­seti hefur kynnt hertar að­gerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju far­aldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólu­settir. Hann ætlar einnig að skylda alla heil­brigðis­starfs­menn í landinu til að fara í bólu­setningu.

Græðgi ráði för hjá þeim sem vilja gefa þriðja skammtinn

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin (WHO) er ekki hrifin af á­herslum lyfja­fram­leiðandans Pfizer á að fá leyfi fyrir því að gefa þriðja skammt bólu­efnis síns gegn Co­vid-19. Yfir­maður stofnunarinnar segir að það sé græðgi bólu­efna­fram­leið­enda að kenna hve mikil mis­munun hefur orðið í dreifingu bólu­efna­skammta.

Ferða­menn fylgist með veður­spá næstu daga

Suðlægar og suðvestlægar áttir munu ráða ríkjum hér á landi, og valda vætu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Áfram má gera ráð fyrir ágætisveðri á Norður- og Austurlandi, þar sem verður úrkomulítið og talsvert sólskin með tilheyrandi hlýindum.

Meirihluti vill nýju stjórnarskrána

Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar.

Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum

Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum.

Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið

Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi.

Biðst afsökunar á afléttingum

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma.

Lítil vaxtahækkun getur létt pyngjuna um nokkur þúsund

Fleiri sækja um að festa vexti íbúðalána eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankankans í maí. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að það sé eðlilegt þegar fólk hafi væntingar um frekari vaxtahækkanir.

Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar

Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar.

Gallamálum snarfjölgar: Glænýtt hús með ónýtt þak og skólplagnir

Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir slík mál of algeng. Gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum.

Vara við taugasjúkdómi sem aukaverkun af bóluefni Janssen

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að bæta taugasjúkdóminum Guillain-Barré á lista yfir mögulegar aukaverkanir af notkun bóluefnis Janssen. Eftirlitið segir þó að líkur á að fá sjúkdóminn séu mjög litlar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum.

„Þetta hefði getað farið mjög illa“

Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund.

Heilsu­gæslu­stöðvum sem bjóða upp á PCR-próf fækkar

Frá og með næstkomandi föstudegi, 16. júlí, verða svokölluð PCR-próf hvergi í boði nema í Reykjavík, Akureyri og Keflavík. Flestir sem ætla til útlanda þurfa að hafa farið í slíkt próf, til að sýna fram á að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19, áður en haldið er til útlanda.

Af­­bókaður víðast hvar og tekju­tapið er veru­­legt

Búið er að af­bóka Ingólf Þórarins­son, eða Ingó veður­guð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafn­lausar sögur kvenna sem lýsa kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að af­lýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekju­tapi síðustu vikurnar.

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Aug­lýsing fyrir bólu­setningu vekur hörð við­brögð

Áströlsk auglýsing sem ætlað var að hvetja fólk til þess að skrá sig í bólusetningu hefur vakið hörð viðbrögð í áströlsku samfélagi. Mörgum hefur þótt auglýsingin vera sett fram sem hræðsluáróður og þá hefur tímasetning hennar verið gagnrýnd, með tilliti til framgangs bólusetningarátaksins í landinu, sem gengur hægt.

Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir

Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirkomulag bólusetninga í vikunni en á morgun og á miðvikudag verða síðustu bólusetningarnar í Laugardalshöll áður en sumarfrí gengur í garð. 

Draumurinn um að ganga með­fram sjávar­síðunni rættist

„Ég finn það í dag að ég lít ekkert á það sem sjálfsagðan hlut að vera á lífi og vera frjáls. Bara svona pínulitlir hlutir eins og að fara í vinnuna og elda mat – ég finn fyrir þakklæti, að ég fái að upplifa þetta allt saman,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir.

Kona hand­tekin vegna hnífs­tungunnar

Lög­regla hand­tók konu síðasta laugar­dag eftir að maður var stunginn með hníf á Hverfis­götu. Hún er grunuð um að hafa stungið hann í lærið.

Elding banaði ellefu á þekktum túr­ista­stað

Ellefu hið minnsta létu lífið þegar eldingu laust niður í gamlan virkis­turn á Ind­landi í gær. At­vikið átti sér stað í Jaipur héraði í norður­hluta landsins en virkið er vin­sæll á­fanga­staður túr­ista og turn þess þykir sér­lega vel fallinn til að taka svo­kallaðar sjálfu­myndir á símann sinn.

Fjölmenn mótmæli á Kúbu

Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum.

Síðustu sprautur fyrir sumar­frí

Á morgun og á miðvikudag eru síðustu bólusetningardagar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir sumarfrí. Að fríinu loknu verða bólusetningar með öðru sniði en verið hefur síðustu mánuði, en hvernig þeim verður háttað er ekki komið á hreint.

Rafvæðing framundan hjá Jaguar

Framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover, Thierry Bolloré hefur uppi miklar áætlanir um að breyta Jaguar í lúxus rafbílaframleiðanda.

Líkur á að gos fylgi hlaupi í Gríms­vötnum hafa aukist

Ekkert varð úr hrak­spám vísinda­manna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökul­hlaup yrði í Gríms­vötnum það árið og því gæti mögu­lega fylgt eld­gos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatns­magn í vötnin og enn meiri kvika í kviku­hólfið.

Sjá næstu 50 fréttir