Fleiri fréttir

Ein­róma á­kall um einka­­­væðingu í Lækna­blaðinu

Öll spjót standa á heil­brigðis­ráð­herra í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins og virðist lækna­stéttin hafa fengið nóg af að­ferðum og á­herslum hans í heil­brigðis­kerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blað­síðum blaðsins þar sem skoðanir fram­kvæmda­stjóra lækninga á Land­spítala og tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands eru dregnar fram, ýmist í við­tölum eða skoðana­greinum.

Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina.

Gosið enn á ný að skipta um gír

Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings.

Líklega endurbólusett með öðru en Janssen

Embætti landlæknis hefur það til skoðunar hvort fólk með bóluefni frá Janssen þurfi á endurbólusetningu að halda. Yfirlæknir á sóttvarnasviði embættisins segir að næsti skammtur verði þá af öðru bóluefni en Janssen.

„Það stendur enginn hnífur í kúnni“

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ekki rétt að vanti fjármagn í fyrirhugaða framkvæmd Fjarðarheiðarganga. Stefnan var að hefja framkvæmdir árið 2022, en nú segir ráðherra að kannski byrji grafan ekki fyrr en árið 2023.

Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði

Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni.

Sumarveður í öllum landshlutum um helgina

Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum.

Þoka spillir blíðunni á höfuð­borgar­svæðinu

Mikið þoku­loft hangir nú yfir höfuð­borgar­svæðinu og kemur í veg fyrir að höfuð­borgar­búar geti notið blíð­viðrisins sem ríkir á vestur­hluta landsins. Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um slysið sem varð á Akureyri í gær þegar uppblásinn hoppukastali tókst á loft með fjölda barna innanborðs. Sex ára gamalt barn liggur nú á gjörgæslu vegna þessa.

Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu

Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.

Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina

Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan.

„Þetta er bara rugl“

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu bauð góðan daginn á Facebook á áttunda tímanum í morgun. Greinileg þreytumerki má merkja á færslu slökkviliðsins sem gerir í stuttu máli upp annasaman sólarhring við störf.

Júní stærsti mánuður Peugeot á Íslandi

Júní mánuður var sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi með 80 selda bíla. Rafmagns- og tengiltvinntækni (PHEV) Peugeot leikur þar einnig lykilhlutverk ásamt nýjum fjórhjóladrifnum PHEV bíl.

Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi

Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland.

Tyrk­land komið á lista yfir ríki sem tengjast barna­her­mennsku

Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Nýtt gos­op hefur opnast utan í gígnum

Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum á Fagradalsfjalli og virðist það hafa gerst rétt fyrir um klukkan tíu í kvöld. Hraun er aftur farið að streyma úr gígnum en gosórói minnkaði töluvert fyrr í dag og sást varla í jarðeld.

Á ní­ræðis­aldri og ætlar út í geim með Bezos

Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin.

Gosið farið að taka aftur við sér

Farið er að sjást aftur í hraun gægjast upp úr gígnum í Geldingadölum en gosóróinn minnkaði talsvert í dag og lítið hefur sést til jarðelds það sem af er degi.

„Pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer“

Þó einhverjir hafi ákveðið að fara úr röðinni að Laugardalshöll þegar tilkynnt var um að Astra Zeneca bóluefnið væri búið og að bólusett yrði með Pfizer í staðinn var því almennt vel tekið . Bólusetningar með seinni skammti af Astra Zeneca fóru fram fyrri hluta dags – eða þar til efnið kláraðist.

Mót­mæla að Tyrkir dragi sig úr Istanbúl-samningnum

Þúsundir leituðu á götur út í stærstu borgum Tyrklands í dag til að mótmæla því að landið hafi formlega dregið sig einhliða úr Istanbúl-samningnum. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af öðrum þjóðum sem eru aðilar að samningnum.

Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála.

Af­létta rýmingu á enn einu húsi í Varma­hlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag.

„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli”

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum.

Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi.

Engir full­orðnir starfs­menn við Skrímslið: „Það greip um sig al­ger ringul­reið“

Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum.

Auka vernd uppljóstrara hjá Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt reglur um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi. Það felur í sér að lög um vernd uppljóstrara hafa verið innleidd með reglum, verklagsreglum og uppljóstrunargátt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hoppukastali tókst á loft með hátt í 100 börn innanborðs. Eigandinn hoppukastalans segist bera fulla ábyrgð á þessum harmleik. Rætt verður við hann og lögreglustjórann á Norðurlandi eystra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þetta slys.

Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé við­kvæmt blóm

„Fyrstu við­brögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níels­son kynnti sér málin að­eins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, þegar hann var inntur eftir við­brögðum við grein Brynjars Níels­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, sem birtist á Vísi í dag.

Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds

Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis.

Sjá næstu 50 fréttir