Fleiri fréttir Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24.5.2021 08:52 „Við skulum vona að þetta leiðindaástand sé að klárast“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk boð um 82 sjúkraflutninga undanfarinn sólarhring. Þar af voru 28 forgangsverkefni og tvö í tengslum við Covid-19. Dælubílar voru kallaðir út tvisvar sinnum á sunnudag og aðfaranótt mánudags. 24.5.2021 07:59 Hækkandi hitatölur og allt að sautján stig í vikunni Útlit er fyrir austlæga eða breytileg átt í dag, skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Þá er spáð þremur til átta metrum á sekúndu, hita þrjú til tólf stig og mildast suðvestanlands. 24.5.2021 07:38 Þúsundir á flótta vegna eldsumbrota í Austur-Kongó Stríður hraunstraumur rann inn í þorp skammt frá Nyiragongo-eldfjallinu í Austur-Kongó í nótt. Minnst fimmtán eru látin vegna hamfaranna og yfir fimm hundruð heimili eru brunnin. 23.5.2021 21:29 „Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. 23.5.2021 21:02 Níu ára túbuleikari slær í gegn í Reykjanesbæ Níu ára stelpa í Reykjanesbæ hefur vakið athygli fyrir snilli sína við að spila á Túbu en hún var aldrei í vafa þegar hún ákvað að fara í tónlistarskóla, að á túbu skyldi hún læra. 23.5.2021 20:06 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23.5.2021 19:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um deilur Alþýðusambands Íslands og flugfélagsins Play. Íslenska flugstéttafélagið sakar ASÍ um ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð gagnvart félaginu og Play en forseti ASÍ og forstjóri Play tókust harkalega á í morgun. 23.5.2021 18:11 Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23.5.2021 17:17 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23.5.2021 15:55 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23.5.2021 15:00 Landsmenn héldu í sér á meðan Gagnamagnið steig á stokk Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu. 23.5.2021 15:00 Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. 23.5.2021 13:48 Búið að slökkva í sinubruna í Akrafjalli Eldur kviknaði í sinu í Akrafjalli í morgun. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt eftir klukkan tíu í morgun vegna brunans og er að yfirgefa vettvang núna 23.5.2021 13:07 Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23.5.2021 13:03 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23.5.2021 12:31 Stefnir í metár í fæðingum á Íslandi: „Börn sem hafa verið getin í kórónuveirufaraldrinum“ Það stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. 23.5.2021 12:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stöðu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins þar sem engin heilbrigðisþjónusta sé veitt íbúunum í sinni heimabyggð. 23.5.2021 11:37 Tuttugu maraþonhlauparar fórust í stormi Tuttugu og einn maraþonhlaupari fórst eftir að hafa lent í stormi í norðvesturhluta Kína. Hlaupararnir voru að hlaupa hundrað kílómetra últramaraþon í Gulársteinaskóginum í Gansu-héraðinu í gær. 23.5.2021 11:15 Þriðji dagurinn sem enginn greinist með Covid-19 Enginn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær. Einn greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Almannavörnum. 23.5.2021 10:36 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23.5.2021 09:46 Aukastörf Hæstaréttardómara, einkasöluréttur ÁTVR og kjaramál starfsmanna Play á Sprengisandi Aukastörf Hæstaréttardómara verða til umræðu í Sprengisandi á eftir. Kristján Kristjánsson fær til sín Bjarna Má Magnússon, prófessor við lagadeild HR og munu þeir ræða málin. 23.5.2021 09:41 Þúsundir flýja eldgos í Austur-Kongó Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt. 23.5.2021 09:02 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23.5.2021 08:19 Annasöm Eurovision-nótt hjá lögreglu Nokkuð annasöm nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um tilkynningar vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 110 komu inn á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 23.5.2021 07:13 „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22.5.2021 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um hraunflæði í Nátthaga og hvaða þýðingu það hefur fyrir áframhaldandi tilraunir til að verja Suðurstrandaveg. 22.5.2021 18:01 Björgunarsveitir kallaðar út á Hvannadalshnjúk Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út á Hvannadalshnjúk til þess að aðstoða þar gönguhóp sem er á leiðinni niður af jöklinum. 22.5.2021 15:01 Legsteinar sem fundust í garðinum mikil ráðgáta Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvarsdóttur skömmu eftir að þau keyptu íbúðina sína. Þau segja málið hina mestu ráðgátu. 22.5.2021 14:58 Björgunarsveitir kallaðar út vegna hunds í sjálfheldu Rétt fyrir klukkan 12 á hádegi í dag voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaðar út til aðstoðar við hund í sjálfheldu í Glymsgili í Hvalfirði. Hundurinn hafði hrapað fram af brúninni. 22.5.2021 14:37 Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. 22.5.2021 14:19 Fyrstu smit ársins hafa greinst í Færeyjum Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum og eru nú í einangrun. Þetta eru fyrstu staðfestu smitin þar í landi frá því að nýtt ár gekk í garð. 22.5.2021 13:43 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22.5.2021 13:28 Hraun flæðir niður í Nátthaga „Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá. 22.5.2021 13:08 Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. 22.5.2021 13:04 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22.5.2021 11:44 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hraun tók að flæða yfir annan varnargarðanna í nótt og stefnir nú í átt að Nátthaga. Fólk er beðið um að gæta varúðar á svæðinu en það gæti tekið nokkrar vikur fyrir hraunið að ná að Suðurstrandavegi. 22.5.2021 11:41 Ný slökkviskjóla tekin í gagnið Landhelgisgæslan keypti nýja slökkviskjólu frá Kanada eftir að skjóla gæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum. 22.5.2021 11:07 Gunnar Bragi hættir á þingi í haust Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, ætlar ekki að sækjast eftir kjöri í komandi Alþingiskosningum. 22.5.2021 10:59 Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22.5.2021 10:37 Enginn greindist smitaður í gær Enginn greindist smitaður af Covid-19 í gær, hvorki innanlands né á landamærum. Þetta segir í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 22.5.2021 10:12 „Ekki kyssa eða knúsa fugla“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina. 22.5.2021 10:02 Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. 22.5.2021 09:43 Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. 22.5.2021 08:32 Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22.5.2021 07:48 Sjá næstu 50 fréttir
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24.5.2021 08:52
„Við skulum vona að þetta leiðindaástand sé að klárast“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk boð um 82 sjúkraflutninga undanfarinn sólarhring. Þar af voru 28 forgangsverkefni og tvö í tengslum við Covid-19. Dælubílar voru kallaðir út tvisvar sinnum á sunnudag og aðfaranótt mánudags. 24.5.2021 07:59
Hækkandi hitatölur og allt að sautján stig í vikunni Útlit er fyrir austlæga eða breytileg átt í dag, skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Þá er spáð þremur til átta metrum á sekúndu, hita þrjú til tólf stig og mildast suðvestanlands. 24.5.2021 07:38
Þúsundir á flótta vegna eldsumbrota í Austur-Kongó Stríður hraunstraumur rann inn í þorp skammt frá Nyiragongo-eldfjallinu í Austur-Kongó í nótt. Minnst fimmtán eru látin vegna hamfaranna og yfir fimm hundruð heimili eru brunnin. 23.5.2021 21:29
„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. 23.5.2021 21:02
Níu ára túbuleikari slær í gegn í Reykjanesbæ Níu ára stelpa í Reykjanesbæ hefur vakið athygli fyrir snilli sína við að spila á Túbu en hún var aldrei í vafa þegar hún ákvað að fara í tónlistarskóla, að á túbu skyldi hún læra. 23.5.2021 20:06
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23.5.2021 19:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um deilur Alþýðusambands Íslands og flugfélagsins Play. Íslenska flugstéttafélagið sakar ASÍ um ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð gagnvart félaginu og Play en forseti ASÍ og forstjóri Play tókust harkalega á í morgun. 23.5.2021 18:11
Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23.5.2021 17:17
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23.5.2021 15:55
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23.5.2021 15:00
Landsmenn héldu í sér á meðan Gagnamagnið steig á stokk Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu. 23.5.2021 15:00
Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. 23.5.2021 13:48
Búið að slökkva í sinubruna í Akrafjalli Eldur kviknaði í sinu í Akrafjalli í morgun. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt eftir klukkan tíu í morgun vegna brunans og er að yfirgefa vettvang núna 23.5.2021 13:07
Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23.5.2021 13:03
Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23.5.2021 12:31
Stefnir í metár í fæðingum á Íslandi: „Börn sem hafa verið getin í kórónuveirufaraldrinum“ Það stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. 23.5.2021 12:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stöðu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins þar sem engin heilbrigðisþjónusta sé veitt íbúunum í sinni heimabyggð. 23.5.2021 11:37
Tuttugu maraþonhlauparar fórust í stormi Tuttugu og einn maraþonhlaupari fórst eftir að hafa lent í stormi í norðvesturhluta Kína. Hlaupararnir voru að hlaupa hundrað kílómetra últramaraþon í Gulársteinaskóginum í Gansu-héraðinu í gær. 23.5.2021 11:15
Þriðji dagurinn sem enginn greinist með Covid-19 Enginn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær. Einn greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Almannavörnum. 23.5.2021 10:36
Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23.5.2021 09:46
Aukastörf Hæstaréttardómara, einkasöluréttur ÁTVR og kjaramál starfsmanna Play á Sprengisandi Aukastörf Hæstaréttardómara verða til umræðu í Sprengisandi á eftir. Kristján Kristjánsson fær til sín Bjarna Má Magnússon, prófessor við lagadeild HR og munu þeir ræða málin. 23.5.2021 09:41
Þúsundir flýja eldgos í Austur-Kongó Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt. 23.5.2021 09:02
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23.5.2021 08:19
Annasöm Eurovision-nótt hjá lögreglu Nokkuð annasöm nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um tilkynningar vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 110 komu inn á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 23.5.2021 07:13
„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22.5.2021 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um hraunflæði í Nátthaga og hvaða þýðingu það hefur fyrir áframhaldandi tilraunir til að verja Suðurstrandaveg. 22.5.2021 18:01
Björgunarsveitir kallaðar út á Hvannadalshnjúk Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út á Hvannadalshnjúk til þess að aðstoða þar gönguhóp sem er á leiðinni niður af jöklinum. 22.5.2021 15:01
Legsteinar sem fundust í garðinum mikil ráðgáta Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvarsdóttur skömmu eftir að þau keyptu íbúðina sína. Þau segja málið hina mestu ráðgátu. 22.5.2021 14:58
Björgunarsveitir kallaðar út vegna hunds í sjálfheldu Rétt fyrir klukkan 12 á hádegi í dag voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaðar út til aðstoðar við hund í sjálfheldu í Glymsgili í Hvalfirði. Hundurinn hafði hrapað fram af brúninni. 22.5.2021 14:37
Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. 22.5.2021 14:19
Fyrstu smit ársins hafa greinst í Færeyjum Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum og eru nú í einangrun. Þetta eru fyrstu staðfestu smitin þar í landi frá því að nýtt ár gekk í garð. 22.5.2021 13:43
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22.5.2021 13:28
Hraun flæðir niður í Nátthaga „Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá. 22.5.2021 13:08
Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. 22.5.2021 13:04
Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22.5.2021 11:44
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hraun tók að flæða yfir annan varnargarðanna í nótt og stefnir nú í átt að Nátthaga. Fólk er beðið um að gæta varúðar á svæðinu en það gæti tekið nokkrar vikur fyrir hraunið að ná að Suðurstrandavegi. 22.5.2021 11:41
Ný slökkviskjóla tekin í gagnið Landhelgisgæslan keypti nýja slökkviskjólu frá Kanada eftir að skjóla gæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum. 22.5.2021 11:07
Gunnar Bragi hættir á þingi í haust Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, ætlar ekki að sækjast eftir kjöri í komandi Alþingiskosningum. 22.5.2021 10:59
Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22.5.2021 10:37
Enginn greindist smitaður í gær Enginn greindist smitaður af Covid-19 í gær, hvorki innanlands né á landamærum. Þetta segir í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 22.5.2021 10:12
„Ekki kyssa eða knúsa fugla“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina. 22.5.2021 10:02
Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. 22.5.2021 09:43
Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. 22.5.2021 08:32
Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22.5.2021 07:48